„Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:36 Inga Sæland sagðist lesa það í niðurstöður kosninganna að þjóðin væri að refsa stjórnarflokkunum grimmilega. Hún lofaði engu en virtist vilja gefa „kvennastjórninni“ sem virðist vera að teiknast upp: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, tækifæri. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði nú rétt í þessu, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að kosingarnar væru sögulegar – þær eigi eflaust eftir að fara á spjöld sögunnar. „Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
„Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira