Nú reynir á konurnar þrjár Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:13 Að mati Ólínu munu ýmsir reyna að rugla í pottinum með það fyrir augum að koma Sjálfstæðisflokknum enn á ný til valda en þá reyni á konurnar þrjár sem eru sigurvegarar kosninganna. vísir/vilhelm Menn halda áfram að rýna í niðurstöður kosninganna og ljóst þykir að um sögulegar kosningar hafi verið að ræða. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor er ein þeirra sem telur kosningaúrslit næturinnar sýna með óvíræðum hætti ákall um breytingar á stjórn landsins og nú reyni á konurnar þrjár sem sigruðu kosningarnar. „Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“ Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Hinn þungi dómur þjóðarinnar yfir nýafstöðnu stjórnarsamstarfi birtist afdráttarlaus og skýr í afhroði stjórnarflokkanna, sem er i senn sögulegt og fordæmalaust - ekki síst útreið VG og Framsóknar. Afdrif VG staðfesta enn og aftur þá sögulegu staðreynd að það hefur aldrei farið vel fyrir vinstriflokkum sem ganga stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun - í hvert sinn sem það hefur gerst hafa vinstriflokkarnir goldið fyrir dýru verði, líkt og nú er augljóst,“ segir Ólína. Þrjár öflugar forystukonur Að mati hennar eru sigurvegarar kosninganna Samfylking, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sem Ólína telur eiga nú ýmissa kosta völ. „Þrír fyrstnefndu eru skipaðir öflugum forystukonum sem allar hafa burði, bæði vitsmuni og hjartalag, til þess að mynda starfhæfa og stöðuga ríkisstjórn með traustan og öruggan þingmeirihluta á bak við sig, og með gildi jöfnuðar og sanngjarnra stjórnarhátta að leiðaraljósi.“ Ólína sér fyrir sér kvennastjórn, það sá ákallið sem lesa megi í niðurstöður kosninganna.vísir/vilhelm Ólína vonar innilega að þær þrjár axli þá ábyrgð að láta reyna á stjórnarmyndunarviðræður þessara þriggja flokka, og að þær geri sitt ítrasta til þess að þær geti gengið upp. En vitaskuld sé viðbúið að reynt verði að hræra í pottinum, rugla myndina til að koma Sjálfstæðisflokknum með einhverjum hætti inn í stjórnarsamstaf og til valda á ný. Urður, Verðandi og Skuld „Það væri þó hróplegu ósamræmi við augljósan vilja kjósenda ef sú yrði niðurstaðan - en verið viss, það verður reynt,“ segir Ólína. og segir að nú reyni á konurnar þrjár: „Sem segja má að séu nú í hlutverkum örlagadísanna forðum, Urðar, Verðandi og Skuldar,“ segir Ólína og dregur úr pússi sínu örlaganornirnar þrjár til samanburðar. Hún vonar að þær vaxi allar „af visku og náð“ í því ábyrgðarfulla verkefni sem nú bíður þeirra; „að mynda starfhæfa og traust ríkisstjórn til heilla fyrir land og þjóð. Megi þeim vel farnast.“
Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira