Kanónurnar sem eru að hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. desember 2024 03:07 Þingmenn sem þjóðin hefur kynnst vel síðustu ár eru að öllum líkindum að hverfa af þingi. vísir Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut. Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent