Kanónurnar sem eru að hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. desember 2024 03:07 Þingmenn sem þjóðin hefur kynnst vel síðustu ár eru að öllum líkindum að hverfa af þingi. vísir Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut. Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira