Kanónurnar sem eru að hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. desember 2024 03:07 Þingmenn sem þjóðin hefur kynnst vel síðustu ár eru að öllum líkindum að hverfa af þingi. vísir Miklar sveiflur eru á fylgi þingflokka sem hefur þau áhrif að þekktir þingmenn ýmissa flokka hverfa af þingi. Vísir tók saman stærstu nöfnin sem þurfa að öllum líkindum að hverfa á braut. Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Ráðherrar hverfa á braut Þingflokkur VG þurrkast út samkvæmt öllum tölum. Fylgið var botnfrosið fyrir kosningar og niðurstaða kosninga virðist jafnvel verri en verstu spár, flokkurinn mælist með 2,4 prósent, samanborið við 12,6 prósent árið 2021. Formaðurinn Svandís Svavarsdóttir hefur aðeins verið í því hlutverki í tvo mánuði en er langt frá því að ná inn. Hún hefur verið þingmaður frá árinu 2009. Hún var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2012–2013, heilbrigðisráðherra 2017–2021, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og matvælaráðherra 2022–2024. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson er einnig að hverfa af þingi. Hann var umhverffis- og auðlindaráðherra 2017–2021 og félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021–2024. Sömu leið fer Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður. Vonarstjarnan á leið út Í Framsóknarflokknum eru einnig miklar vendingar, þar sem flokkurinn er að missa Reykjavíkurþingmenn sína alla. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er á leið út af þingi eins og staðan er núna. Hún hefur verið varaformaður flokksins frá árinu 2016. Lilja Alfreðsdóttir.vísir/vilhelm Sama á við um Ásmund Einar Daðason oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var þingmaður Vinstri grænna frá árinu 2009 þangað til hann færði sig yfir í Framsókn og gegndi embætti félags- og barnamálaráðherra frá árinu 2017. Þess ber að geta að formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson mælist ekki inni sem stendur en hann er næsti maður inn í Suðurkjördæmi þegar þetta er ritað. Sjóræningaskipið sokkið Þingflokkur Pírata fer sömu leið og þurrkast út. Þar innanborðs eru kanónur á borð við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingflokksformann sem hefur verið á þingi frá árinu 2016. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.vísir/vilhelm Ræðukóngurinn Björn Leví Gunnarsson er einnig á leið út. Hann hefur einnig verið á þingi frá árinu 2016, og áberandi í mörgum málum, sérstaklega efnahagsmálum. Andrés Ingi Jónsson fer sömu leið, hann var þingmaður Vinstri grænna frá 2016, en fyrir Pírata frá 2021.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Píratar Vinstri græn Alþingi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira