Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. nóvember 2024 07:10 Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag. Ég gat þó ekki frekar en aðrir afneitað því sem kom uppúr kjörkössunum í þingkosningunum haustið 2021 og þeirri stöðu sem komin var upp að þeim loknum Miklar málamiðlanir eru ekki efstar á óskalista flokks, sem að ná vill árangri í því sem hann hefur trú á. En örlögin skapa þó oftar en ekki þá stöðu að málamiðlanir eru nauðsynlegar til þess að ná árangri og rík ábyrgð flokks sem vill vera tekinn alvarlega að taka slíkri áskorun, þó ekki skapi sú ákvörðun ánægju eða vinsældir. Í þessu umhverfi átaka og málamiðlana hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð árangri í flestum ef ekki öllum þeim málaflokkum sem hann hefur farið með á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Nægir þar að nefna að rofin hefur verið kyrrstaða í orkumálum þjóðarinnar, rammaáætlun sem lá óhreyfð í níu ár, loks samþykkt og framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á virkjunum sem í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar. Hafin var loks leit, sem strax hefur skilað góðum árangri, að heitu vatni, eftir tuttugu ára hlé. Ýmis önnur frumvörp á sviði orkumála, sem auðvelda orkuöflun samþykkt og stofnanaumgjörð leyfisveitinga einfölduð og stórbætt. Eftir áralanga baráttu flokksins í hælisleitendamálum, hefur loks náðst árangur og tilhæfulausum umsóknum um alþjóðlega vernd hefur snarfækkað. Enn er þó nóg eftir til þess að staðan verði ásættanleg og engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum betur til þess treyst að leiða þau mál til lykta sem ljúka þarf í málaflokknum. Náðst hefur undraverður árangur í nýsköpun undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hefur undir stjórn flokksins lagaumhverfi nýsköpunnar verið sniðin á þann hátt að greinin hefur náð að vaxa vel umfram það sem bjartsýnustu menn leyfðu sér að dreyma um. Stefnir nú hugverkaiðnaðurinn hraðbyri að því að verða stærsta útfluttningsstoð þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, talar fyrir stefnu í málefnum háskólanna sem styður þá í því að mennta sem flesta í tækni og heilbrigðisgreinum til þess að geta staðið undir þeirri þróun og nýsköpun sem hafin er fyrir löngu á sviði tækni og í heilbrigðismála. Þrátt fyrir að hér hafi um hafi skeið, í kjölfar heimsfaraldurs riðið yfir bylgja verðbólgu og hárra vaxta, þá hefur á vakt Sjálfstæðisflokksins tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og vextir farnir að lækka að nýju. Heimilum og fyrirtækjum í landinu til hagsbóta. Engum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, hefði ég treyst til þess að ná þeim árangri sem getið er hér að ofan. Og engum öðrum flokki treysti ég til þess að leiða þjóðina áfram á braut aukinnar verðmætasköpunnar, hagsældar og vaxtar. Þess vegna kýs ég í dag Sjálfstæðisflokkinn. Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að hann einn flokka hefur sett fram raunhæfa stefnu, sem hefur sannað sig í tæplega öld að virkar, um það hvernig við getum öll í sameiningu gert lífið enn betra með meiri árangri fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun