Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar 29. nóvember 2024 15:22 Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Samfylkingin Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Kjaranefnd LEB – Landssamband eldri borgara hefur verið skýrt í málflutningi sínum varðandi þau brýnu kjaramál sem verður að ráðast í vegna lágtekju og millitekju eldra fólks sem hefur beðið alltof lengi eftir leiðréttingu á kjörum sínum. Kröfurnar eru skýrar. Þær eru: Sérstakar leiðréttingar fyrir þau 15.000 sem eru fyrir neðan almennan kauptaxta. Að hækka ellilífeyri til samræmis við taxta SGS og tengja launavísitölu, til að komast hjá kjaragliðnun í framtíðinni. Hækka skerðingamörkin verulega og að þau sé vísitölutryggð. Að samræma frítekjumark vegna fjármagnstekna í takti við skattalög. Þessar sanngjörnu kröfur hefur fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hundsað – eldra fólki til stórfellds skaða. Núgildandi lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir rétt tæpum átta árum og hafa ekki haggast síðan. Það sem meira er að með þeim yfirlýsta „stöðugleika“ sem fráfarandi ríkisstjórn hefur stært sig af, hefur hallað verulega á eldra fólk. Því það hefur orðið sífellt stærra gap á milli lægstu launa á vinnumarkaði og óskertum ellilífeyri - og það í trássi við lögin sjálf! Á liðnum tæpum átta árum hefur t.d. almennt frítekjumark (sameiginlegt frítekjumark lífeyrissjóðstekna og fjármagnstekna) ekki hækkað um eina einustu krónu, þrátt fyrir launahækkanir og verðbólgu! Kjósum ekki þá sem hundsa kröfur okkar Það er sorglegt að lesa greinar eftir núverandi formann FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík í aðdraganda kosninga sem hann skrifar til stuðnings Sjálfstæðisflokknum sínum. Hann situr á þar á framboðslista og hvetur eldra fólk til að kjósa flokkinn sinn. Hann talar ekki máli þeirra 16.000 eldri borgara sem eru í FEB. Hann talar ekki máli þeirra 36.000 eldri borgara sem eru í LEB. Hann talar ekki máli þeirra 42.000 eldri borgara sem fá lífeyri frá TR. Hvað er það sem hann vill til að bæta kjör eldra fólks og hverra? Jú, fyrst og fremst það sem gagnast helst ríku og vel settu eldra fólki. Algjörlega á skjön við kröfur kjaranefnda LEB, sem hann situr þó í. Ekki orð um hækkun á almenna frítekjumarkinu sem LEB hefur barist fyrir í átta ár og er algjört grundvallaratriði! Við eigum betra skilið Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti og ægivald hans yfir lífi okkar og kjörum að þverra, ekki seinna vænna fyrir okkur sem eru komin á efri ár. Við eigum betra skilið. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur eftir réttlætinu. Við þurfum að styðja flokk sem raunverulega hefur hlustað á kröfur okkar og sett á oddinn að bæta kjör eldra fólks í samræmi við áherslur LEB. Flokk sem er orðinn það stór að hann getur raunverulega orðið kjölfestan í nýrri ríkisstjórn ef hann fær til þess stuðning. Samfylkingin hlustar og ætlar að framkvæma Við eigum betra val. Það er raunverulegt og borðliggjandi val.Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur hlustað og skilið hvar skórinn kreppir og hefur verið óþreytandi talað máli eldra fólks, þeirra sem eru á lágum launum og lægri millitekjum.Hann verður raunverulegur málsvari eldra fólks í nýrri ríkisstjórn ef hann og Samfylkingin fær til þess stuðning.Jóhann Páll er höfundur og talsmaður áherslna Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks sem í raun ríma afar vel við áherslur LEB:Samfylkingin vill tryggja fólki öruggar tekjur út.Samfylkingin ætlar að hækka lífeyrisgreiðslur eldra borgara og öryrkja í takt við launavísitölu.Samfylkingin ætlar að hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 þúsund í 60 þúsund kr.Samfylkingin ætlar að koma á frítekjumarki vaxtatekna og fækka þar með óvæntum og harkalegum bakreikningum frá TR til eldri borgara.Tryggjum kjör Jóhanns Páls Jóhannssonar með því að kjósa Samfylkinguna og þannig styrkja stöðu hans til að verða félagsmálaráðherra í næstu ríkisstjórn. Félagsmálaráðherrann sem við þurfum núna.Því eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða lengur.Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og fyrrv. skrifstofustjóri LEB.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun