Innlent

Gleði og grín, nýjustu tölur og í beinni út um allan bæ

Boði Logason skrifar
Sindri Sindrason, Telma Tómasdóttir, Elísabet Inga Sigurðardóttir og Heimir Már Pétursson standa vaktina á kosningavöku Stöðvar 2 og Vísis í kvöld.
Sindri Sindrason, Telma Tómasdóttir, Elísabet Inga Sigurðardóttir og Heimir Már Pétursson standa vaktina á kosningavöku Stöðvar 2 og Vísis í kvöld. Vísir/Grafík

Kosningavaka Stöðvar 2 verður á dagskrá í kvöld í opinni dagskrá og beinni útsendingu.

Sindri Sindrason byrjar kvöldið þar sem hann fær meðal annars aðstandendur frambjóðenda í spjall í setti. 

Björn Bragi tekur frambjóðendur í Kosningakviss, Birna María Másdóttir tekur púlsinn á kosningaskrifstofunum og Gulli byggir skorar á frambjóðendur í skrúfuáskorun.

Þá hittir Magnús Hlynur fólkið í pottunum á Suðurlandi og Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður fer yfir skemmtileg atvik úr þáttunum Af vængjum fram.

Sindri Sindrason þáttastjórnandi, Sunna Sæmundsdóttir varafréttastjóri Stöðvar 2, Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður, Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður, Telma Tómasdóttir, fréttamaður og þáttastjórnandi, og Aníta Guðlaug Axelsdóttir aðstoðarframleiðandi, eru spennt fyrir kvöldinu.Vísir

Telma Tómasson tekur við stjórnartaumunum þegar styttist í að kjörstöðum loki og fylgir áhorfendum inn í nóttina með allar nýjustu fréttirnar af gangi kosninganna. Heimir Már Pétursson rýnir í tölurnar og Elísabet Inga Sigurðardóttir fær góða gesti í spjall.

Á meðal gesta sem setjast í sófann hjá Elísabetu eru stelpurnar í hlaðvarpsþættinum Komið gott, þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir. Grínistarnir Jakob Birgisson, Jóhann Alfreð Kristinsson og Vigdís Hafliðadóttir mæta í góðu stuði eins og alltaf.

Stjórnendur hlaðvarpsins Bakherbergið þeir Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson spá og spekúlera. 

Stjórnmálakempurnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorsteinn Pálsson og Páll Magnússon rýna í fyrstu tölur ásamt fjölda annarra góðra gesta.

Þá verða fréttamenn Stöðvar 2 og Vísis í beinni útsendingu út um allan bæ. Við tökum meðal annars púlsinn á kosningavökum flokkanna og hittum fólk í sigurvímu eða verulega vonsvikið.

Kosningavakan hefst á slaginu klukkan 19:50 og verður, eins og áður segir, í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og að sjálfsögðu á Vísi.

Spilari með útsendingunni birtist hér fyrir neðan rétt fyrir klukkan 19:50.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×