Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:42 Martin Hermannsson er tveggja barna faðir í dag en hann ætlaði sér alltaf að verða ungur pabbi. Getty/Moritz Eden Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermansson ræðir ítarlega föðurhlutverkið í nýju viðtali á miðlum þýsku körfuboltadeildarinnar, easyCredit Basketball Bundesliga. Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl) Þýski körfuboltinn Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl)
Þýski körfuboltinn Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti