Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar 28. nóvember 2024 10:52 Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun