„Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Alfreð Finnbogasyni líst mjög vel á þá tvo kosti sem eru mest í umræðunni sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason þekkir mjög vel til íslenska fótboltalandsliðsins enda einn markahæsti leikmaður þess frá upphafi. Hann á að baki 73 landsleiki og þrettán ár í landsliðinu og veit því hvaða kostum góður landsliðsþjálfari þarf að búa yfir. Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Hver á að vera næsti landsliðsþjálfari Íslands? er spurning sem margur veltir fyrir sér þessa dagana. Fyrrum landsliðsmaðurinn Alfreð segir kostina tvo sem eru hvað mest í umræðunni báða vera álitlega fyrir framtíð liðsins. Åge Hareide sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á mánudaginn og hafa tvö nöfn þegar skorið sig úr í umræðunni um eftirmann hans, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings og Freyr Alexandersson, þjálfari Kortrijk í Belgíu. Hafa báðir áhuga Þeir eru báðir sagðir hafa áhuga á starfinu en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hefur KSÍ ekki haft samband við þá enn sem komið er. Þorvaldur Örlygsson sagði í sportpakkanum á mánudaginn að honum litist betur á það að ráða innlendan þjálfara fremur en erlendan. Það ýtir enn frekar undir líkurnar á því að Freyr eða Arnar verði fyrir valinu. Alfreð Finnbogason lagði nýlega fótboltaskóna á hilluna frægu eftir langan feril í atvinnumennsku og með landsliðinu. Alfreð þekkir annan aðilann betur en hinn. Honum líst þó vel á báða kosti. Þekkir Freysa mjög vel „Ég þekki Freysa mjög vel eftir að hafa unnið með honum í landsliðinu og í Lyngby. Arnar hefur verið að vinna frábært starf hjá Víking. Ég veit ekki hvort það séu einhverjir fleiri sem koma til greina en ef þetta eru kostirnir tveir þá er það bara frábært,“ sagði Alfreð í samtali við Val Pál Eiríksson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Ég held að þessir tveir aðilar gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið og ná ábyggilega mjög vel til þessara yngri leikmanna. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan há íslenska landsliðinu,“ sagði Alfreð en vill hann ekkert gera upp á milli þeirra Freys og Arnars? Í mjög góðum málum „Ég þekki ekki Arnar jafnvel sem þjálfara eins og Freysa. Utan frá er hann að gera stórkostlega hluti. Það er rosalega erfitt að gera upp á milli þeirra. Þetta eru tveir frábærir kostir og ef þetta eru kostirnir tveir sem eru í boði þá held ég að við séum í mjög góðum málum,“ sagði Alfreð.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn