Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Jón Þór Stefánsson skrifar 26. nóvember 2024 15:18 Leikskólinn Laugasól. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. „Þegar byrjað var að grafa frá húsinu, sem byggt var árið 1965, kom í ljós að það stendur ekki á sökklum og jarðvegurinn er sendinn sem þýðir að hann er ekki hæfur til burðar miðað við þær endurbætur sem áætlaðar voru,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá Valborgu Hlín Guðlaugsdóttur. Þar segir að tvær verkfræðistofur hafi verið fengnar til sem álitsgjafar og þeirra álit verið að besti kosturinn í stöðunni væri að rífa húsið. Úrbætur við styrkingu hússins yrðu bæði dýrar og áhættusamar. Þá kom fram að staða húsnæðis skólans hefði verið kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs. Málið muni fara fyrir borgarráð í desember, en þar verði ákveðið hvaða leið verði farin. „Þau börn sem annars hefðu verið í húsinu eru í Safamýri í dag og verður nánar farið yfir framhaldið í samráði við stjórnendur leikskólans. Þegar ákvörðun borgarráðs liggur fyrir verður unnið áfram með áætlanir og stjórnendur áfram upplýstir um framgang mála,“ segir í póstinum. Þar segir einnig að skilningur sé fyrir hendi vegna þess að þetta geti valdið áhyggjum og óþægindum, en að borgin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja öryggi og vellíðan barnanna. „Því miður liggja ekki fyrir nánari upplýsingar sem stendur en okkur þótti mikilvægt að upplýsa ykkur um stöðuna eins og hún er á þessari stundu.“ Rúv hefur eftir Ámunda Brynjólfssyni, skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, að bráðabirgðahúsnæði skólans verði áfram í Safamýri. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Húsnæðismál Skóla- og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Þegar byrjað var að grafa frá húsinu, sem byggt var árið 1965, kom í ljós að það stendur ekki á sökklum og jarðvegurinn er sendinn sem þýðir að hann er ekki hæfur til burðar miðað við þær endurbætur sem áætlaðar voru,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá Valborgu Hlín Guðlaugsdóttur. Þar segir að tvær verkfræðistofur hafi verið fengnar til sem álitsgjafar og þeirra álit verið að besti kosturinn í stöðunni væri að rífa húsið. Úrbætur við styrkingu hússins yrðu bæði dýrar og áhættusamar. Þá kom fram að staða húsnæðis skólans hefði verið kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs. Málið muni fara fyrir borgarráð í desember, en þar verði ákveðið hvaða leið verði farin. „Þau börn sem annars hefðu verið í húsinu eru í Safamýri í dag og verður nánar farið yfir framhaldið í samráði við stjórnendur leikskólans. Þegar ákvörðun borgarráðs liggur fyrir verður unnið áfram með áætlanir og stjórnendur áfram upplýstir um framgang mála,“ segir í póstinum. Þar segir einnig að skilningur sé fyrir hendi vegna þess að þetta geti valdið áhyggjum og óþægindum, en að borgin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja öryggi og vellíðan barnanna. „Því miður liggja ekki fyrir nánari upplýsingar sem stendur en okkur þótti mikilvægt að upplýsa ykkur um stöðuna eins og hún er á þessari stundu.“ Rúv hefur eftir Ámunda Brynjólfssyni, skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, að bráðabirgðahúsnæði skólans verði áfram í Safamýri.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Húsnæðismál Skóla- og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent