Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 14:03 Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson eru taldir líklegastir til að taka við karlalandsliðinu. Báðir eru sagðir áhugasamir en hvorugur hefur, enn sem komið er, heyrt frá KSÍ. Samsett/Getty Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands. Arnar er þjálfari Víkings og er staddur í Jerevan í Armeníu þar sem Víkingar undirbúa sig fyrir leik við Noah í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Arnar segir í samtali við Fótbolti.net að hann hafi ekki heyrt frá KSÍ og sé í raun ekkert að spá í starfið þrátt fyrir orðróma. Öll einbeiting Arnars sé við verkefni fimmtudagsins. Komi símtalið sé það í höndum stjórnarmanna Víkings að ákveða hvort þeir gefi Arnari leyfi til að ræða við KSÍ eða ekki. Samkvæmt heimildum Vísis hefur KSÍ ekki sett sig í samband við Víking. Fastlega má gera ráð fyrir að KSÍ bíði þar til leikur Víkings við Noah á fimmtudag sé afstaðinn áður en sambandið hefur einhverskonar viðræður. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk sem situr í næstneðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. Hann tók við á miðju síðustu leiktíð þegar liðið var í slæmri stöðu og gerði afar vel að halda liðinu uppi. 433.is greinir frá því að Freyr hafi áhuga á því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti og hafi komið þeim áhuga á framfæri við þá sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandinu en hafi þó ekki rætt við fulltrúa sambandsins. Freyr var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2013 til 2018 og var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén sem stýrði karlalandsliðinu frá 2018 til 2020. Freyr sóttist eftir því að taka við af Hamrén 2020 en KSÍ ákvað þá að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að því að ráða innlendan þjálfara en erlendan. Arnar og Freyr virðast frambærilegustu kostirnir verði sú leið farin og virðist sem báðir séu áhugasamir. Þorvaldur sagði enn fremur að best væri að ráða nýjan mann sem fyrst en stjórnarfólk KSÍ hyggðist þó standa vel og vandlega að ráðningunni og ferlinu sem henni fylgir. Hann á von á fjölda umsókna víða að og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu gengur fram. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Arnar er þjálfari Víkings og er staddur í Jerevan í Armeníu þar sem Víkingar undirbúa sig fyrir leik við Noah í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Arnar segir í samtali við Fótbolti.net að hann hafi ekki heyrt frá KSÍ og sé í raun ekkert að spá í starfið þrátt fyrir orðróma. Öll einbeiting Arnars sé við verkefni fimmtudagsins. Komi símtalið sé það í höndum stjórnarmanna Víkings að ákveða hvort þeir gefi Arnari leyfi til að ræða við KSÍ eða ekki. Samkvæmt heimildum Vísis hefur KSÍ ekki sett sig í samband við Víking. Fastlega má gera ráð fyrir að KSÍ bíði þar til leikur Víkings við Noah á fimmtudag sé afstaðinn áður en sambandið hefur einhverskonar viðræður. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk sem situr í næstneðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. Hann tók við á miðju síðustu leiktíð þegar liðið var í slæmri stöðu og gerði afar vel að halda liðinu uppi. 433.is greinir frá því að Freyr hafi áhuga á því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti og hafi komið þeim áhuga á framfæri við þá sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandinu en hafi þó ekki rætt við fulltrúa sambandsins. Freyr var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2013 til 2018 og var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén sem stýrði karlalandsliðinu frá 2018 til 2020. Freyr sóttist eftir því að taka við af Hamrén 2020 en KSÍ ákvað þá að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að því að ráða innlendan þjálfara en erlendan. Arnar og Freyr virðast frambærilegustu kostirnir verði sú leið farin og virðist sem báðir séu áhugasamir. Þorvaldur sagði enn fremur að best væri að ráða nýjan mann sem fyrst en stjórnarfólk KSÍ hyggðist þó standa vel og vandlega að ráðningunni og ferlinu sem henni fylgir. Hann á von á fjölda umsókna víða að og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu gengur fram.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31
Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51
Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02
Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00