Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 11:42 Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand. Ég er einn þeirra einstaklinga sem er í framboði og vonast eftir að ná kjöri sem þingmaður. Stóra ástæðan að ég ákvað að gefa kost á mér í þessum kosningum er að ég hef heyrt í kringum mig undanfarin ár að margir landsmenn eru að kalla eftir breytingum, vilja fá nýtt fólk inn á þing og nýja ríkisstjórn. Samfylkingin kemur vel undirbúin til leiks fyrir þessar kosningar með plan sem unnið hefur verið undanfarin tvö ár, nýtt fólk í bland við reynslubolta og svo verkstjórann sem er tilbúin að leiða nýja ríkisstjórn á komandi kjörtímabili og lengur. Planið hjá okkur eru ekki bara einhver kosningaloforð sem sett eru fram örfáum vikum eða dögum fyrir kosningar. Planið okkar hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár í samráði við fjölda einstaklinga og sérfræðinga hringinn í kringum landið. Planið okkar er plan til að vinna eftir næstu tvö tímabil hið minnsta. Frambjóðendur okkar er með reynslu úr ýmsum starfsgreinum og sína sérfræðiþekkingu sem mun nýtast við að þá vinnu sem þarf að fara í og breyta stjórn landsins. Þeir frambjóðendur Samfylkingarinnar sem munu setjast á þing verða tilbúnir í að gera breytingar. Verkstjórinn okkar Kristrún Frostadóttir hefur sýnt það að hún er sterkur leiðtogi sem þorir að gera breytingar. Hún kann að leiða saman ólík sjónarmið til að ná settu marki. Kristrún er óhrædd við að fara nýjar leiðir til að ná árangri. Góður verkstjóri er góður hlustandi, með puttann á púlsinum. Ég gef kost á mér til Alþingis því ég tel að við sem þjóð þurfum nauðsynlega breytingu við stjórn landsins, nýja og ferska breidd við störf þingsins, og nýjan verkstjóra til að stýra ríkisstjórn Íslands. Samfylkingin býður upp á plan, breiðan hóp frambjóðenda, öflugan verkstjóra og umfram allt nýtt upphaf fyrir Ísland. Ef þú vilt breytingar við stjórn landsins og nýjan verkstjóra til að leið þjóðina áfram þá hvet ég þig til að setja X við S á laugardaginn. Hannes skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar á laugardaginn næsta.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar