Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:32 Baldur Ragnarsson er aðstoðarþjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins áamt því að vera aðalþjálfari Stjörnunnar. Vísir/Jón Gautur Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hrósaði Baldri Ragnarssyni mjög mikið fyrir sitt framlag eftir sigurinn óvænta á Ítalíu í undankeppni EM í körfubolta í gær. Það voru margar hetjur hjá íslenska landsliðinu í þessum magnaða sigri og þeir voru heldur ekki allir inn á vellinum. Eftir 24 stiga tap á heimavelli þá þurfti eitthvað risastórt til að koma Ítölum úr jafnvægi nú þegar þeir voru komnir á heimavöll og búnir að endurheimta Euroleague stjörnurnar sínar. Íslenska vörnin í upphafi leiks sló þá ítölsku það rækilega utan undir að þeir voru hálfvankaðir út leikinn. Íslensku strákarnir héldu síðan út, stóðust öll áhlaup ítalska liðsins og fögnuðu einum stærsta sigrinum í sögu íslenska körfuboltalandsliðsins. Eftir leik kom í ljós að varnarleikurinn var hugmynd og útfærsla aðstoðarþjálfarans Baldurs Ragnarssonar sem lagði mikla og góða vinnu í að lesa Ítalina og koma þeim úr jafnvægi. Íslenska liðið breytti um leikskipulag og vörn frá því í skellinum í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki annað en að skoða stöðuna eftir tíu mínútna leik til að átta sig á áhrifum þessara breytinga. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9 og hélt stórstjörnuliðu Ítala undir tíu stigum á fyrstu tíu mínútum leiksins sem er magnaður árangur á útivelli. Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, passaði líka upp á það eftir leik að Baldur fengið hrósið sem hann átti svo sannarlega skilið. „Aðstoðarþjálfarinn Baldur á risastóran þátt í þessum sigri. Hann setti upp alla vörnina okkar og það var sú vörn sem gaf tóninn í leiknum og upp úr henni fengum við mikið af okkar stigum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu RÚV. „Þetta var stórkostleg leikgreining og þjálfun hjá honum,“ sagði Craig. Kanadamaðurinn á einnig hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu framlagi aðstoðarmannsins síns. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38 Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17 Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Það voru margar hetjur hjá íslenska landsliðinu í þessum magnaða sigri og þeir voru heldur ekki allir inn á vellinum. Eftir 24 stiga tap á heimavelli þá þurfti eitthvað risastórt til að koma Ítölum úr jafnvægi nú þegar þeir voru komnir á heimavöll og búnir að endurheimta Euroleague stjörnurnar sínar. Íslenska vörnin í upphafi leiks sló þá ítölsku það rækilega utan undir að þeir voru hálfvankaðir út leikinn. Íslensku strákarnir héldu síðan út, stóðust öll áhlaup ítalska liðsins og fögnuðu einum stærsta sigrinum í sögu íslenska körfuboltalandsliðsins. Eftir leik kom í ljós að varnarleikurinn var hugmynd og útfærsla aðstoðarþjálfarans Baldurs Ragnarssonar sem lagði mikla og góða vinnu í að lesa Ítalina og koma þeim úr jafnvægi. Íslenska liðið breytti um leikskipulag og vörn frá því í skellinum í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki annað en að skoða stöðuna eftir tíu mínútna leik til að átta sig á áhrifum þessara breytinga. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9 og hélt stórstjörnuliðu Ítala undir tíu stigum á fyrstu tíu mínútum leiksins sem er magnaður árangur á útivelli. Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, passaði líka upp á það eftir leik að Baldur fengið hrósið sem hann átti svo sannarlega skilið. „Aðstoðarþjálfarinn Baldur á risastóran þátt í þessum sigri. Hann setti upp alla vörnina okkar og það var sú vörn sem gaf tóninn í leiknum og upp úr henni fengum við mikið af okkar stigum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu RÚV. „Þetta var stórkostleg leikgreining og þjálfun hjá honum,“ sagði Craig. Kanadamaðurinn á einnig hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu framlagi aðstoðarmannsins síns.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38 Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17 Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38
Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17
Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47