Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:32 Baldur Ragnarsson er aðstoðarþjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins áamt því að vera aðalþjálfari Stjörnunnar. Vísir/Jón Gautur Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hrósaði Baldri Ragnarssyni mjög mikið fyrir sitt framlag eftir sigurinn óvænta á Ítalíu í undankeppni EM í körfubolta í gær. Það voru margar hetjur hjá íslenska landsliðinu í þessum magnaða sigri og þeir voru heldur ekki allir inn á vellinum. Eftir 24 stiga tap á heimavelli þá þurfti eitthvað risastórt til að koma Ítölum úr jafnvægi nú þegar þeir voru komnir á heimavöll og búnir að endurheimta Euroleague stjörnurnar sínar. Íslenska vörnin í upphafi leiks sló þá ítölsku það rækilega utan undir að þeir voru hálfvankaðir út leikinn. Íslensku strákarnir héldu síðan út, stóðust öll áhlaup ítalska liðsins og fögnuðu einum stærsta sigrinum í sögu íslenska körfuboltalandsliðsins. Eftir leik kom í ljós að varnarleikurinn var hugmynd og útfærsla aðstoðarþjálfarans Baldurs Ragnarssonar sem lagði mikla og góða vinnu í að lesa Ítalina og koma þeim úr jafnvægi. Íslenska liðið breytti um leikskipulag og vörn frá því í skellinum í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki annað en að skoða stöðuna eftir tíu mínútna leik til að átta sig á áhrifum þessara breytinga. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9 og hélt stórstjörnuliðu Ítala undir tíu stigum á fyrstu tíu mínútum leiksins sem er magnaður árangur á útivelli. Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, passaði líka upp á það eftir leik að Baldur fengið hrósið sem hann átti svo sannarlega skilið. „Aðstoðarþjálfarinn Baldur á risastóran þátt í þessum sigri. Hann setti upp alla vörnina okkar og það var sú vörn sem gaf tóninn í leiknum og upp úr henni fengum við mikið af okkar stigum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu RÚV. „Þetta var stórkostleg leikgreining og þjálfun hjá honum,“ sagði Craig. Kanadamaðurinn á einnig hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu framlagi aðstoðarmannsins síns. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38 Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17 Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Það voru margar hetjur hjá íslenska landsliðinu í þessum magnaða sigri og þeir voru heldur ekki allir inn á vellinum. Eftir 24 stiga tap á heimavelli þá þurfti eitthvað risastórt til að koma Ítölum úr jafnvægi nú þegar þeir voru komnir á heimavöll og búnir að endurheimta Euroleague stjörnurnar sínar. Íslenska vörnin í upphafi leiks sló þá ítölsku það rækilega utan undir að þeir voru hálfvankaðir út leikinn. Íslensku strákarnir héldu síðan út, stóðust öll áhlaup ítalska liðsins og fögnuðu einum stærsta sigrinum í sögu íslenska körfuboltalandsliðsins. Eftir leik kom í ljós að varnarleikurinn var hugmynd og útfærsla aðstoðarþjálfarans Baldurs Ragnarssonar sem lagði mikla og góða vinnu í að lesa Ítalina og koma þeim úr jafnvægi. Íslenska liðið breytti um leikskipulag og vörn frá því í skellinum í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki annað en að skoða stöðuna eftir tíu mínútna leik til að átta sig á áhrifum þessara breytinga. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9 og hélt stórstjörnuliðu Ítala undir tíu stigum á fyrstu tíu mínútum leiksins sem er magnaður árangur á útivelli. Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, passaði líka upp á það eftir leik að Baldur fengið hrósið sem hann átti svo sannarlega skilið. „Aðstoðarþjálfarinn Baldur á risastóran þátt í þessum sigri. Hann setti upp alla vörnina okkar og það var sú vörn sem gaf tóninn í leiknum og upp úr henni fengum við mikið af okkar stigum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu RÚV. „Þetta var stórkostleg leikgreining og þjálfun hjá honum,“ sagði Craig. Kanadamaðurinn á einnig hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu framlagi aðstoðarmannsins síns.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38 Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17 Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38
Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17
Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47