Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2024 20:22 Við lifum á tímum áskorana þar sem mismunur á aðstæðum fólks getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði þess. Það er ekki nóg að bjóða upp á yfirborðskenndar lausnir eða frasa heldur er þörf á stefnu sem miðar að raunverulegum og varanlegum breytingum. Núna er mikilvægt að velja þann flokk sem hefur skýra sýn og raunhæfar aðgerðir til að mæta þörfum allra í samfélaginu, stendur vörð um viðkvæmustu hópana og leggur áherslu á að styrkja velferðarkerfið til hagsbóta fyrir öll, ekki síst þau sem búa við erfiðar aðstæður. Ég vil gjarnan koma því á framfæri hvers vegna ég kýs Samfylkinguna og þáði sæti á lista hjá flokknum í komandi kosningum. Ég hef tekið eftir því að fólk sem ég hef verið að aðstoða í ýmsum félagslegum málum sem öðrum virðist ekki vita hvað það á að kjósa og endar oftar en ekki á því að velja flokka sem vinna gegn þeirra hagsmunum. Öflug meðferðarúrræði Fleiri og öflugri sértæk meðferðarúrræði fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir eru á dagskrá hjá Samfylkingunni. Það vantar algjörlega áfallamiðuð úrræði fyrir veikasta hópinn okkar sem á við vanda með vímuefni í æð og jafnvel er með fjölþættan vanda. Þá hefur barnamálaráðherra algjörlega mistekist að byggja upp meðferðarúrræði barna eins og sést kannski best á því að nú eru börn í viðkvæmri stöðu vistuð á á lögreglustöð í Hafnarfirði! Við í Samfylkingunni munum aldrei sætta okkur við slíka stöðu. Við þurfum að umgangast börn í vanda af kærleika og leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Vímuefnamál Samfylkingin vill regluvæða neysluskammta vímuefna, hætta að refsa neytendum og stórauka forvarnir og félagsstarf. Þetta kemur skýrt fram í stefnu flokksins. Skaðaminnkun skal vera leiðandi í öllu starfi og þjónustu við neytendur en einnig þarf að tryggja lagalegan grundvöll skaðaminnkunar og starfsfólks sem vinnur í kringum þennan málaflokk. Við ætlum að tryggja fjármagn fyrir neyslurými og tryggja starfrækslu þeirra til framtíðar. Heimilislausir Í málaflokki heimilislausra þarf ríkið að stíga fast inn og veita fé til sveitarfélaga til að takast á við þennan sístækkandi vanda. Jóhann Páll Jóhannsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, hefur talað skýrt fyrir þessu og bent á að á Íslandi skortir heildstæða stefnu í málefnum heimilislausra. Lögfesta þarf skyldu sveitarfélag til að sjá um sína íbúa en það gerist ekki nema í samstarfi við ríkið. Við ætlum ekki að láta fólk sofa úti! Þegar kemur að heimilislausu fólki með með miklar og flóknar þarfir þarf raunveruleg úrræði þar sem nokkur ráðuneyti þurfa að vinna saman að lausninni sem getur verið flókin enda engin manneskja eins. Fjölgun félagslegs húsnæðis er mikilvæg en mörg í þessum flokki þurfa stuðning við hæfi. Útbúa þarf strax nýtt úrræði fyrir hættulega sakhæfa einstaklinga sem þurfa sólarhringsaðstoð. Það er almannaheillamál. Fangamál Við sjáum þörfina fyrir endurskoðun á fangelsiskerfinu með það að markmiði að auka áherslu á endurhæfingu fremur en refsingu. Við viljum byggja nýtt fangelsi sem uppfyllir nútímakröfur og tryggja að fangar fái nauðsynlega þjónustu og menntun til að auðvelda þeim að snúa aftur út í samfélagið sem virkir þátttakendur. Enginn þekkir fangelsiskerfið eins vel og ég. Ég mun tryggja að Samfylkingin geri fangelsiskerfið þannig að við fáum fólk úr fangelsum sem verði nýtir og góðir samfélagsþegnar. Við ætlum okkur að hafa fangavist með innihald og markmið þannig að við útskrifum ekki öryrkja úr fangelsunum heldur múrara, smiði, rafvirkja, pípara og kokka. Það er alltof algengt að fólk sem hefur setið í fangelsi sé á varanlegri framfærslu ríkis eða sveitafélaga það sem eftir er ævinnar. Samfylkingin vill breyta þessu. Börn í afplánun skulu fá þá endurhæfingu sem þau þurfa og aðstandendur þeirra þá hjálp og aðstoð sem þau þurfa svo gríðarlega mikið á að halda. Félagasamtök eins og Afstaða spila lykilhlutverk í að stuðla að betrun fanga með félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningagrundvelli ásamt því að vera leiðandi í umræðunni um fangelsismál. Samfylkingin skilur mikilvægi þessara samtaka og leggur áherslu á að efla þetta samstarf til að stuðla skilvirkara fangelsiskerfi og aðstoð við endurhæfingu með mannúð að leiðarljósi. Geðheilbrigðismál er ein helsta áskorun okkar í dag og verður næstu áratugina Við þekkjum þörfina fyrir aukinn stuðning við fjölskyldur og börn sem búa við geðraskanir eða vímuefnatengda erfiðleika. Samfylkingin leggur áherslu á að fjölga úrræðum og tryggja að fjölskyldur þessara barna fái þann stuðning sem þær þarfnast til að tryggja börnum sínum betri framtíð. Það þýðir fleiri og öflugri meðferðarúrræði og heimili fyrir börn og ungt fólk. Einstaklingsmiðuð og fjölbreytt meðferðarúrræði, Tryggja aðkomu sem flestra fagaðila sjúklingnum í hag Leggja áherslu á þverfaglega teymisvinnu og fagleg vinnubrögð Samfylkingin er og á að vera sameinandi afl fyrir fólk sem trúir á sterkt velferðarþjóðfélag að norrænni fyrirmynd og vill beita ríkisvaldinu af krafti til að jafna aðstöðumun fólks. Ríkisstjórn hægrisinnaðra flokka er ekki líkleg til að taka fast á þeim áskorunum sem ég hef farið yfir í þessari grein. Ég kýs Samfylkinguna til að tryggja að öll þessi mikilvægu málefni fái þann framgang og þá úrlausn sem nauðsynlegt er. Enginn á að vera útundan í samfélagi sem leggur ríka áherslu á jafnrétti og velferð. Það er á okkar höndum að velja stjórnmálafólk sem stendur með okkur öllum og líka jaðarsettum. Ekki gleyma hvaðan þú kemur. Veljum framtíðina, veljum Samfylkinguna og tryggjum að Kristrún Frostadóttir leiði næstu ríkisstjórn Íslands. Höfundur er formaður Afstöðu og í 9. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum áskorana þar sem mismunur á aðstæðum fólks getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði þess. Það er ekki nóg að bjóða upp á yfirborðskenndar lausnir eða frasa heldur er þörf á stefnu sem miðar að raunverulegum og varanlegum breytingum. Núna er mikilvægt að velja þann flokk sem hefur skýra sýn og raunhæfar aðgerðir til að mæta þörfum allra í samfélaginu, stendur vörð um viðkvæmustu hópana og leggur áherslu á að styrkja velferðarkerfið til hagsbóta fyrir öll, ekki síst þau sem búa við erfiðar aðstæður. Ég vil gjarnan koma því á framfæri hvers vegna ég kýs Samfylkinguna og þáði sæti á lista hjá flokknum í komandi kosningum. Ég hef tekið eftir því að fólk sem ég hef verið að aðstoða í ýmsum félagslegum málum sem öðrum virðist ekki vita hvað það á að kjósa og endar oftar en ekki á því að velja flokka sem vinna gegn þeirra hagsmunum. Öflug meðferðarúrræði Fleiri og öflugri sértæk meðferðarúrræði fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir eru á dagskrá hjá Samfylkingunni. Það vantar algjörlega áfallamiðuð úrræði fyrir veikasta hópinn okkar sem á við vanda með vímuefni í æð og jafnvel er með fjölþættan vanda. Þá hefur barnamálaráðherra algjörlega mistekist að byggja upp meðferðarúrræði barna eins og sést kannski best á því að nú eru börn í viðkvæmri stöðu vistuð á á lögreglustöð í Hafnarfirði! Við í Samfylkingunni munum aldrei sætta okkur við slíka stöðu. Við þurfum að umgangast börn í vanda af kærleika og leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Vímuefnamál Samfylkingin vill regluvæða neysluskammta vímuefna, hætta að refsa neytendum og stórauka forvarnir og félagsstarf. Þetta kemur skýrt fram í stefnu flokksins. Skaðaminnkun skal vera leiðandi í öllu starfi og þjónustu við neytendur en einnig þarf að tryggja lagalegan grundvöll skaðaminnkunar og starfsfólks sem vinnur í kringum þennan málaflokk. Við ætlum að tryggja fjármagn fyrir neyslurými og tryggja starfrækslu þeirra til framtíðar. Heimilislausir Í málaflokki heimilislausra þarf ríkið að stíga fast inn og veita fé til sveitarfélaga til að takast á við þennan sístækkandi vanda. Jóhann Páll Jóhannsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, hefur talað skýrt fyrir þessu og bent á að á Íslandi skortir heildstæða stefnu í málefnum heimilislausra. Lögfesta þarf skyldu sveitarfélag til að sjá um sína íbúa en það gerist ekki nema í samstarfi við ríkið. Við ætlum ekki að láta fólk sofa úti! Þegar kemur að heimilislausu fólki með með miklar og flóknar þarfir þarf raunveruleg úrræði þar sem nokkur ráðuneyti þurfa að vinna saman að lausninni sem getur verið flókin enda engin manneskja eins. Fjölgun félagslegs húsnæðis er mikilvæg en mörg í þessum flokki þurfa stuðning við hæfi. Útbúa þarf strax nýtt úrræði fyrir hættulega sakhæfa einstaklinga sem þurfa sólarhringsaðstoð. Það er almannaheillamál. Fangamál Við sjáum þörfina fyrir endurskoðun á fangelsiskerfinu með það að markmiði að auka áherslu á endurhæfingu fremur en refsingu. Við viljum byggja nýtt fangelsi sem uppfyllir nútímakröfur og tryggja að fangar fái nauðsynlega þjónustu og menntun til að auðvelda þeim að snúa aftur út í samfélagið sem virkir þátttakendur. Enginn þekkir fangelsiskerfið eins vel og ég. Ég mun tryggja að Samfylkingin geri fangelsiskerfið þannig að við fáum fólk úr fangelsum sem verði nýtir og góðir samfélagsþegnar. Við ætlum okkur að hafa fangavist með innihald og markmið þannig að við útskrifum ekki öryrkja úr fangelsunum heldur múrara, smiði, rafvirkja, pípara og kokka. Það er alltof algengt að fólk sem hefur setið í fangelsi sé á varanlegri framfærslu ríkis eða sveitafélaga það sem eftir er ævinnar. Samfylkingin vill breyta þessu. Börn í afplánun skulu fá þá endurhæfingu sem þau þurfa og aðstandendur þeirra þá hjálp og aðstoð sem þau þurfa svo gríðarlega mikið á að halda. Félagasamtök eins og Afstaða spila lykilhlutverk í að stuðla að betrun fanga með félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningagrundvelli ásamt því að vera leiðandi í umræðunni um fangelsismál. Samfylkingin skilur mikilvægi þessara samtaka og leggur áherslu á að efla þetta samstarf til að stuðla skilvirkara fangelsiskerfi og aðstoð við endurhæfingu með mannúð að leiðarljósi. Geðheilbrigðismál er ein helsta áskorun okkar í dag og verður næstu áratugina Við þekkjum þörfina fyrir aukinn stuðning við fjölskyldur og börn sem búa við geðraskanir eða vímuefnatengda erfiðleika. Samfylkingin leggur áherslu á að fjölga úrræðum og tryggja að fjölskyldur þessara barna fái þann stuðning sem þær þarfnast til að tryggja börnum sínum betri framtíð. Það þýðir fleiri og öflugri meðferðarúrræði og heimili fyrir börn og ungt fólk. Einstaklingsmiðuð og fjölbreytt meðferðarúrræði, Tryggja aðkomu sem flestra fagaðila sjúklingnum í hag Leggja áherslu á þverfaglega teymisvinnu og fagleg vinnubrögð Samfylkingin er og á að vera sameinandi afl fyrir fólk sem trúir á sterkt velferðarþjóðfélag að norrænni fyrirmynd og vill beita ríkisvaldinu af krafti til að jafna aðstöðumun fólks. Ríkisstjórn hægrisinnaðra flokka er ekki líkleg til að taka fast á þeim áskorunum sem ég hef farið yfir í þessari grein. Ég kýs Samfylkinguna til að tryggja að öll þessi mikilvægu málefni fái þann framgang og þá úrlausn sem nauðsynlegt er. Enginn á að vera útundan í samfélagi sem leggur ríka áherslu á jafnrétti og velferð. Það er á okkar höndum að velja stjórnmálafólk sem stendur með okkur öllum og líka jaðarsettum. Ekki gleyma hvaðan þú kemur. Veljum framtíðina, veljum Samfylkinguna og tryggjum að Kristrún Frostadóttir leiði næstu ríkisstjórn Íslands. Höfundur er formaður Afstöðu og í 9. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun