Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Virpi mælir með að fólk hugsi sig um áður en það kaupir nýja hluti í vikunni. Vísir Fyrsti vottaði skipuleggjandinn hér á landi segir tilfinningar fyrst og fremst vera það sem þvælist fyrir fólki þegar kemur að tiltekt. Hún hvetur fólk til þess að kaupa ekki hluti að óþörfu í þeirri tilboðsviku sem nú er að renna upp í tilefni af Svörtum fössara. „Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“ Hús og heimili Bítið Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Það eru mjög margir út í samfélagi sem eru í þeirri stöðu að það er einhver staða uppi heima sem veldur áhyggjum og dregur úr vellíðan,“ segir Virpi Jokinen sem ræddi tiltekt og tilboðsdaga í Bítinu á Bylgjunni í gær. Virpi er upprunalega frá Finnlandi og segir Finna gera grín að sér fyrir að vera óskipulögð á meðan hér þyki hún með þeim allra skipulögðustu. Hlutir verða meira þegar þeir eru mættir heim Virpi segir verkefnin af margvíslegum toga, svo margvíslegum að hún taki ekki við nýjum á þessari stundu. „Það er uppsafnað dót eða verkefni sem vinnst ekki, flutningar sem klárast ekki, bílskúr sem er ekki hægt að fara inn í eða geymsla sem nýtist ekki sem skyldi. Stundum er bara gott að fá einhvern utanaðkomandi, aðeins að kíkja á þetta með sér og finna út úr þessu.“ Virpi segir hluti öðlast allt aðra merkingu fyrir fólki þegar þeir séu komnir heim. Fólk hugsi alls ekki eins um hluti sem enn séu úti í búð. „Glas í hillu úti í búð er bara eitthvað glas en um leið og við erum búin að taka ákvörðun um að kaupa það og förum með það heim þá verður þetta okkar glas. Það fær allt aðra merkingu. Við förum strax að hugsa: „Hvenær keypti ég þetta, hvað kostaði þetta, með hverjum var ég þegar ég fór í þessa búð“ og þá verður þetta að svo miklu meira en bara glasi. Ég upplifi það oft að það er þessi saga sem við hengjum á hlutina okkar sem gerir þetta pínu erfiðara. Ekki fyrir alla. Sumir eru ekkert í þessum vanda og geta bara tekið til og hent en aðrir ekki.“ Fólk hugsi sig tvisvar um Virpi segir að þegar komi að skipulagsleysi sé aðalmálið magnið. Um sé að ræða of mikið magn miðað við rými. Þetta skilji flestir en svona byrji þetta alltaf, um leið og hlutir passi ekki lengur uppi í hillu sé farið að stafla þeim hér og þar, stinga undir rúm. Hún mælir með að fólk hugsi sig tvisvar um í tilboðsvikunni sem nú er. „Tilboð er einungis mögulega gott tilboð. Það er ekkert víst að öll tilboð séu góð. Einungis ef þig hefur vantað nákvæmlega þessa vöru, raunverulega áður en þú fréttir af tilboðinu. Þetta er raunverulegt, ef okkur vantar þetta - þá nýti ég afsláttinn. Það er engin leið að ég muni versla einn jólasvein í þessari viku - mig vantar ekki jólasvein.“
Hús og heimili Bítið Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira