Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2024 15:21 Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ingveldur Anna Sigurðardóttir Suðurkjördæmi Skattar og tollar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Þrátt fyrir miklar málamiðlanir síðustu tvö kjörtímabil og fordæmalausar áskoranir hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið fjölmörgum góðum málum í gegn á kjörtímabilinu. Á árunum 2013-2023 hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta 63 sinnum. Tekjuskattur hefur verið lækkaður mest á milltekju- og lágtekjufólk, sem er mjög jákvætt. Skattleysismörk erfðafjárskatts hafa verið hækkuð og hækka nú árlega m.v. vísitölu neysluverðs. Skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán hefur nýst gríðarlega vel og mikilvægt er að þetta úrræði verði framlengt líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir í þinglegri meðferð málsins. Verðbólga er að hjaðna og vextir eru loksins að lækka. Þar má þakka uppleggi Sjálfstæðisflokksins um ábyrgð og aðhald við stjórn efnahagsmála, sem staðfest er í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Landamærin hafa verið styrkt markvisst og reglur um alþjóðlega vernd aðlagaðar að norrænum reglum. Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að berjast við skipulagða glæpastarfsemi sem hefur gert var við sig í auknum mæli hér á landi. Kyrrstaðan var rofin í orkumálum eftir níu ár af óvissu með rammaáætlun ókláraða. Einnig voru stofnanir sameinaðar og þar af leiðandi kerfið í kringum orkuöflun stytt. Á næstkomandi kjörtímabili verður að ráðast í frekari græna orkuöflun til þess að byggja undir verðmætasköpun í landinu. Ísland er fremst meðal þjóða hvað nýsköpun varðar. Nýsköpunarfyrirtæki geta nýtt sér skattafrádrátt þegar um er að ræða rannsóknir og þróun á sínum verkefnum. Hugverkaiðnaður hefur stimplað sig inn sem ein af helstu atvinnugreinum þessa lands og útflutningstekjur hafa nær tvöfaldast frá árinu 2018 í þessum geira. Nýsköpun hefur skapað gríðarmörg störf hérlendis og ungt fólk keppist um að koma sinni hugmynd af stað. Stúdentar þessa lands hafa frelsi til þess að velja háskóla hérlendis sökum þess að ráðherra háskólamála hefur fellt niður skólagjöld. Einnig var ráðist í að breyta fjármögnunarlíkani háskólanna. Þetta eru nokkur af þeim málum sem Sjálfstæðismenn hafa komið í gegn og við viljum halda þessari vegferð áfram, efla verðmætasköpun, lækka skatta og huga að velferðinni. Mikilvægt er að kjósa einstaklinga sem horfa á glasið hálffullt en ekki hálftómt. Kjósum bjartsýni og trú á einstaklinginn þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur skipar 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar