Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 25. nóvember 2024 15:13 Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar