Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 25. nóvember 2024 15:13 Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Sjá meira
Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar