Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 25. nóvember 2024 15:13 Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Frumvarpið er afrakstur átaksverkefnis sem ég setti af stað í kjölfar sameininga stofnana á málefnasviði ráðuneytisins. Markmiðið er skýrt: Að tryggja skilvirkari afgreiðslu leyfisveitinga í umhverfis- og orkumálum án þess að slá af kröfum um gæði og gagnsæi. Aukinni skilvirkni verður náð með endurhönnun ferla, stafrænum lausnum og breyttum vinnubrögðum og þá í nánu samstarfi við nýja Umhverfis- og orkustofnun. Ein mikilvægasta breytingin sem lögð er til í frumvarpinu er að ný Umhverfis- og orkustofnun verði eini viðkomustaður fyrir leyfisveitingar, í stað þess að umsækjendur þurfi að leita til margra stjórnvalda. Breytingin kemur til með að einfalda ferli leyfisveitinga verulega þar sem viðkomandi leyfisbeiðnir verða afgreiddar á einum stað. Í ljósi þeirra markmiða sem við höfum sett okkur um orkuskipti er mikilvægt að hraða grænum umbreytingum. Því er lagt til að Umhverfis- og orkustofnun fái heimild til að forgangsraða málum í þágu markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Þetta er mikilvægt skref til að tryggja að regluverk stjórnsýslunnar haldi ekki aftur af okkur í þeim samfélagslega mikilvægu verkefnum sem aukin orkuöflun er. Frumvarpið felur einnig í sér mikilvægar einfaldanir á ýmsum sviðum. Þar má nefna víðtækari heimildir til að gera tiltekna starfsemi skráningarskylda fremur en starfsleyfisskylda, sem mun létta verulega á stjórnsýslunni. Þá er lagt til að einfalda ferli vegna breytinga á vatnshlotum með því að tengja það beint við umhverfismat framkvæmda. Tafir á afgreiðslu leyfa geta seinkað mikilvægum framkvæmdum í marga mánuði eða jafnvel ár. Með því að einfalda og straumlínulaga leyfisveitingarferlið erum við að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir nauðsynlegum orkuskiptum, án þess þó að slá af nauðsynlegum umhverfiskröfum. Við höfum nú þegar stigið mikilvægt skref með sameiningu Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar. Með markvissri kortlagningu og endurhönnun ferla, stafvæðingu þjónustu og einföldun regluverks munum við stytta málsmeðferðartíma verulega. Lykilatriði er að umsækjendur geti nú sótt alla þjónustu á einum stað. Þannig tryggjum við ekki aðeins skilvirkari stjórnsýslu heldur líka vandaðri og gagnsærri málsmeðferð sem er forsenda fyrir orkuskiptum og orkuöryggi í landinu. Á kjörtímabilinu höfum við stigið mörg mikilvæg skref til einföldunar. Sem dæmi má nefna að aflaukningafrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi leyfði stækkun virkjana í rekstri án þess að fyrst þyrfti að fara í gegnum ferli rammaáætlunar. Varmadælufrumvarpið var einnig samþykkt sem hefur í för með sér einfaldari og skilvirkari leið til að fara betur með orku og hefur þessi breyting þegar skilað miklum árangri. Um er að ræða mestu einföldunaraðgerð sem gerð hefur verið í þágu grænnar orkuöflunar og eru nú um 260 MW í pípunum vegna breytingarinnar. Við einfölduðum regluverk sem snýr að atvinnulífinu með því að innleiða skráningarskyldu í stað leyfisskyldu en reglugerðin varðar 47 atvinnugreinar. Dæmi um starfsemi sem fellur hér undir eru bifreiða- og vélaverkstæði, bón- og bílaþvottastöðvar, hársnyrtistofur, hestahald, meindýravarnir, nuddstofur, sólbaðsstofur, steypueiningaverksmiðjur, niðurrif mannvirkja og efnalaugar. Þá hefur stofnunum á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála verið fækkað úr 10 í 5. Reynsla síðustu ára sýnir svart á hvítu að við getum gert betur við að þjónusta almenning og fyrirtæki í landinu. Flókið regluverk og margþætt stjórnsýsla hafa of lengi lagt stein í götu orkuöflunar og ég lít á það sem skyldu mína sem lýðræðislega kjörinn fulltrúa að bregðast við réttmætu ákalli almennings um aukna skilvirkni í þessum málum. Þessar breytingar eru fyrsti áfangi í heildarendurskoðun regluverksins. Markmiðið er að byggja upp skilvirkt, vandað og gagnsætt regluverk sem styður við þá grænu umbreytingu sem fram undan er í íslensku samfélagi. Ég hvet alla hagsmunaaðila til að kynna sér frumvarpið vel og senda inn umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 20. desember. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun