Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 08:01 Efnin fundust í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur stórfellt fíkniefnamál til rannsóknar þar sem lagt hefur verið hald á tæplega þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Í tveimur gæsluvarðhaldsúrskurðum frá því í byrjun mánaðar segir að lögreglan hafi haft upplýsingar um „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem væri geymt í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Efnin hafi verið falin í lofti húsnæðisins, en lögreglan skipti þeim út fyrir gerviefni og kom jafnframt fyrir upptökubúnaði. Að kvöldi 2. októbers síðastliðins hafi þrír menn sótt efnin, en í greinargerð lögreglu segir að það sjáist vel á myndbandsupptöku lögreglu. Eftir að þeir sóttu gerviefnin fóru tveir mannanna í bíl og óku á brott, en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni sem ók í aðra átt. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglan stöðvaði annan bílinn í Reykjavík, og í bílnum fundust efnin sem lögreglan hafði skipt út. Síðan réðst lögreglan í húsleit á heimili eins mannsins og þar fannst umtalsvert magn meintra fíkniefna sem lagt var hald á. Segjast ekki kannast ekki við fíkniefnin Einn þessara þriggja sakborninga hefur neitað að eiga umrædd fíkniefni. Hann hafi verið að skutla vini sínum heim og sagðist ekki vita hvað hann væri með í fórum sér. Maðurinn hafi verið yfirheyrður í þrígang og ávallt haldið sakleysi sínu fram. Hann hafi neitað að tjá sig um myndir sem sýni hann og meinta samverkamenn hans að sækja efnin á falska loftið. Þá hafi hann sagt að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þeir væru að taka niður úr loftinu. Í málinu hefur verið lagt hald á mikið magn af MDMA. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Að mati lögreglu er framburður hans einkar ótrúverðugur og ekki í neinu samræmi við rannsóknargögn málsins „sem sýna svo hafið sé yfir vafa fram á aðkomu kærða að stórfelldur fíkniefnalagabroti.“ Annar sakborningurinn neitaði að tjá sig í fyrstu skýrslutöku lögreglu, og neitaði að heimila lögreglu að afla bankagagna hans og leyfa henni að skoða síma hans. Í annarri skýrslutöku neitaði hann aftur að tjá sig, en í þriðju skýrslutökunni sagðist hann ekki vita neitt um fíkniefnin, en þekkti sig á myndum úr skýrslu lögreglu. Lögreglan telur framburð hans einnig ótrúverðugan. Myndi valda samfélagslegum óróa að sleppa þeim lausum Í málinu lagði lögreglan hald á 2943 grömm af MDMA-kristöllum. Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja-og eiturefnafræði var styrkur MDMA í sýnum úrefnunum á bilinu 80 til 81 prósent, sem samsvarar 95 til 96 prósent af MDMA-klóríði. Líkt og áður segir lagði lögreglan líka hald á 1781 stykki af MDMA-töflum. Þessir tveir sakborningar voru í byrjun nóvember úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. desember næstkomandi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er bent á að mennirnir séu grunaðir um brot sem geti varðað allt að tíu til tólf ára fangelsi. Dómurinn sagði að ætla mætti að verulegar líkur væru á því að það hefði sært réttarvitund almennings og valda samfélagslegum óróa ef mönnunum yrði sleppt úr haldi á því stigi málsins.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira