Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 14:02 Haukar bíð þess að vita hvort þeir verði ekki örugglega með í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í desember en dregið verður á miðvikudaginn. vísir/Anton „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn