Innlent

Sig­mundur fjar­verandi allar at­kvæða­greiðslur

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/vilhelm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ekki viðstaddur eina atkvæðagreiðslu á nýliðnu þingi sem var sett í september og slitið á mánudaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var aðeins viðstödd eina atkvæðagreiðslu þar sem hún greiddi atkvæði með beiðni um skýrslu í tengslum við aðgerðir fyrir Grindvíkinga.

Þetta kemur fram í atkvæðaskrá sem er birt á vef Alþingis en þáttaka formanna þingflokkanna var misjöfn í besta falli. Mbl.is greindi fyrst frá. 

Alls voru greidd atkvæði um 162 mál á nýliðnu þingi en það kann að útskýra fjarveru ýmissra að að greidd voru atkvæði um langflest málefni frá 12. til 19. nóvember þegar að kosningabarátta fyrir komandi alþingiskosningar var vel á veg komin.

Þegar að þingmenn taka afstöðu gagnvart ákveðnum málum eða greiða ekki atkvæði telst það sem þátttaka en ef þeir eru fjarverandi eða skráðir með fjarvist þá er það ekki metið sem þátttaka. 

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók þátt í atkvæðagreiðslu um fjórtán mál sem er um 18,5 prósent þátttaka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í öllum 162 málunum að tveimur undanskyldum þar sem hann var fjarverandi sem er um 98,8 prósent þátttaka. 

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, var með 72,2 prósent þátttöku sem gerir um 120 mál. Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Pírata var með um 78,9% þátt­töku. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar, var með 79,6% þátt­töku. Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, var með 89,5% þátt­töku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×