Fótbolti

Bein út­sending: Dregið í Þjóða­deildar­um­spilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fá að vita hverjum þeir mæta í umspili um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Andri Lucas Guðjohnsen og félagar í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fá að vita hverjum þeir mæta í umspili um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. vísir/hulda margrét

Vísir er með beina útsendingu frá drættinum í umspil Þjóðardeildar karla í fótbolta. Íslenska landsliðið verður í pottinum.

Drátturinn hefst klukkan 11:00 en beina útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Íslendingar lentu í 3. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni og fara í umspil um að halda sér í B-deild keppninnar. Ísland mætir einu af þessum liðum: Slóvakíu, Kósóvó, Búlgaríu eða Armeníu.

Írsku strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar fara einnig í sama umspil og Íslendingar og geta mætt sömu liðum. Umspilið fer fram í lok mars á næsta ári og leikið er heima og að heiman. Þó er ljóst að heimaleikur Íslands fer fram erlendis þar sem ekki verður hægt að spila hér á landi í mars.

Þá verður einnig dregið í átta liða úrslit A-deildar Þjóðadeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×