CrossFit samtökin höfðu þá tilkynnt að þau væru komin með niðurstöður úr utanaðkomandi rannsókn á drukknun Lazars Dukic. Um leið sögðu þau frá því að niðurstöðurnar yrðu ekki gerðar opinberar.
Ástæðan eru sagðar vera lögfræðilegar sem og friðhelgi persónulegra upplýsinga.
CrossFit samtökin ætla þess í stað að nýta niðurstöðurnar til framfara og meira öryggis í keppnum þeirra í framtíðinni.
Luka Dukic sættir sig ekki við þetta og skrifaði hann harðorðan pistil á samfélagsmiðla sína.
„Allar rannsóknir sem verða gerðar á þessu slysi geta aldrei leitt annað í ljós en að það voru engin viðbrögð þegar hann þurfti á þeim að halda,“ skrifaði Luka Dukic.
„Stuttu eftir að CrossFit samtökin sögðu frá þessari utanaðkomandi rannsókn þá fékk ég að vita frá heimildarmanni mínum að niðurstöðurnar yrðu ekki gerðar opinberar. Ég vildi samt bíða eftir því að heyra það beint frá þeim,“ skrifaði Dukic
„Þetta snerist bara um að kaupa sér meiri tíma þar til að samfélagið væri búið að gleyma þessu og komið að því að græða pening á þeim á nýjan leik,“ skrifaði Dukic
„Næst þegar þú íhugar að skrá þig í The Open, borga stöðvargjaldið eða láta einhverja samstarfsaðila CrossFit hafa áhrif á þig, þá skaltu hugsa þig vel um að láta þetta fyrirtæki fá pening, völd og tíma þinn. Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf,“ skrifaði Dukic eins og sjá má hér fyrir neðan.