Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. nóvember 2024 21:36 „Það er mjög leiðinlegt að enn og aftur á einhver annar að bera ábyrgð á gjörðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en hann sjálfur. Fólki er frekar misboðið,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA. Heimsókn Miðflokksmanna í skólann í gær hefur vakið athygli. Vísir Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sagði frá því á Vísi í gær að frambjóðendur efstu þriggja sæta Miðflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið óboðnir í húsakynni skólans, Sigmundur Davíð hafi krotað á varning flokkanna og í kjölfarið hafi þremenningunum verið vísað út af aðstoðarskólameistara. Móðir pilts í skólanum segir Sigmund hafa uppnefnt son sinn meðan á heimsókninni stóð. Sigríður ítrekaði frásögn sína af heimsókninni í Kvöldfréttum Stöðvar 2, eftir að Sigmundur hafði í dag vísað sögum um að honum hafi verið vísað út úr skólanum á bug. Fréttina má sjá hér að neðan. Þá segir Sigríður að nemendur hafi fengið undarlegar fyrirspurnir frá formanninum þegar aðstoðarskólameistarinn hafði beðið frambjóðendurna um að yfirgefa svæðið. „Þau sögðust vera að fara. Hann vildi vera með þeim. Þau sögðust vera að fara í tíma og hann spurði, má ég ekki bara koma með ykkur í tíma?“ segir Sigríður Huld. „Þetta er svo gjörsamlega út fyrir það sem við viljum, að það sé vinnufriður í skólastofunni gagnvart nemendum,“ bætir hún við. Sigríður Huld bendir að auki færslu sem Sigmundur birti á Facebook í gærkvöldi ásamt mynd af sér og ólögráða nemendum. Hún segir að myndbirtingin hafi komið flatt upp á piltana á myndinni. „Þegar maður heyrir að það er verið að birta myndir af ólögráða nemendum á pólitíska síðu stjórnmálamanns, það er heldur ekki í lagi, alveg sama hver á í hlut.“ Hefði brugðist eins við sama hver ætti í hlut Sigmundur hefur sakað Sigríði um að ganga erinda Samfylkingarinnar í málinu en hún var í 22. sæti flokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum 2022. „Er það ekki bara af því að skólastjórinn er virk í Samfylkingunni og sá þarna tækifæri til að búa til einhverja sögu? Ég tek ekki á neinn hátt undir þá sögu,“ sagði hann í dag aðspurður hvernig stæði á að mikið bæri á milli frásagna þeirra af heimsókninni. Sigríður segir sínar pólitísku skoðanir aldrei hafa haft áhrif á það sem hún gerir í sinni vinnu. „Hefðu aðrir frambjóðendur komið hér til að halda einhvern framhaldsfund af því að þeir voru óánægðir með einhverjar spurningar á fundinum um morguninn og hagað sér með sama hætti, hefði ég brugðist nákvæmlega eins við. Þó það hefði verið formaður Samfylkingarinnar, hefði ég gert það líka, þó ég efast um að hún hefði hugmyndaflugið í þetta.“ Miðflokkurinn Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Akureyri Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11 Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. 20. nóvember 2024 19:48 Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ 20. nóvember 2024 21:38 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sagði frá því á Vísi í gær að frambjóðendur efstu þriggja sæta Miðflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið óboðnir í húsakynni skólans, Sigmundur Davíð hafi krotað á varning flokkanna og í kjölfarið hafi þremenningunum verið vísað út af aðstoðarskólameistara. Móðir pilts í skólanum segir Sigmund hafa uppnefnt son sinn meðan á heimsókninni stóð. Sigríður ítrekaði frásögn sína af heimsókninni í Kvöldfréttum Stöðvar 2, eftir að Sigmundur hafði í dag vísað sögum um að honum hafi verið vísað út úr skólanum á bug. Fréttina má sjá hér að neðan. Þá segir Sigríður að nemendur hafi fengið undarlegar fyrirspurnir frá formanninum þegar aðstoðarskólameistarinn hafði beðið frambjóðendurna um að yfirgefa svæðið. „Þau sögðust vera að fara. Hann vildi vera með þeim. Þau sögðust vera að fara í tíma og hann spurði, má ég ekki bara koma með ykkur í tíma?“ segir Sigríður Huld. „Þetta er svo gjörsamlega út fyrir það sem við viljum, að það sé vinnufriður í skólastofunni gagnvart nemendum,“ bætir hún við. Sigríður Huld bendir að auki færslu sem Sigmundur birti á Facebook í gærkvöldi ásamt mynd af sér og ólögráða nemendum. Hún segir að myndbirtingin hafi komið flatt upp á piltana á myndinni. „Þegar maður heyrir að það er verið að birta myndir af ólögráða nemendum á pólitíska síðu stjórnmálamanns, það er heldur ekki í lagi, alveg sama hver á í hlut.“ Hefði brugðist eins við sama hver ætti í hlut Sigmundur hefur sakað Sigríði um að ganga erinda Samfylkingarinnar í málinu en hún var í 22. sæti flokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum 2022. „Er það ekki bara af því að skólastjórinn er virk í Samfylkingunni og sá þarna tækifæri til að búa til einhverja sögu? Ég tek ekki á neinn hátt undir þá sögu,“ sagði hann í dag aðspurður hvernig stæði á að mikið bæri á milli frásagna þeirra af heimsókninni. Sigríður segir sínar pólitísku skoðanir aldrei hafa haft áhrif á það sem hún gerir í sinni vinnu. „Hefðu aðrir frambjóðendur komið hér til að halda einhvern framhaldsfund af því að þeir voru óánægðir með einhverjar spurningar á fundinum um morguninn og hagað sér með sama hætti, hefði ég brugðist nákvæmlega eins við. Þó það hefði verið formaður Samfylkingarinnar, hefði ég gert það líka, þó ég efast um að hún hefði hugmyndaflugið í þetta.“
Miðflokkurinn Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Akureyri Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11 Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. 20. nóvember 2024 19:48 Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ 20. nóvember 2024 21:38 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
„Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11
Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. 20. nóvember 2024 19:48
Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ 20. nóvember 2024 21:38