Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa 21. nóvember 2024 16:02 Framan af í kosningabaráttunni snerist umræðan einkum um efnahagsmálin og því ákváðum við hjá ASÍ og BSRB að efna til kosningafundar með forystufólki stjórnmálaflokkanna í vikunni til að ræða áherslur þeirra varðandi húsnæðismál, verð á matvöru, félagslegum innviðum á borð við heilbrigðis- og menntakerfi og jöfnuð. Við finnum sterkt fyrir væntingum okkar félagsfólks um að næsta ríkisstjórn grípi til aðgerða til að rétta kúrsinn af. Verðbólga er að minnka og vextir hafa lækkað lítillega en gangi hagspár eftir heldur sú þróun áfram yfir kjörtímabilið. Við stöndum á krossgötum. Nú þarf að hefja uppbyggingu í kjölfar tímabils sem hefur einkennst af viðbragði við óvæntum áskorunum eins og Covid, eldgosum og í kjölfarið verðbólgu og háum vöxtum. Hefja þarf uppbyggingu félagslegra innviða og tryggja velferð og öryggi fyrir öll. Valkostirnir sem stjórnmálaflokkarnir hafa teiknað upp skiptast í megindráttum í tvennt; enn frekari einstaklingshyggja eða aukin samstaða og félagshyggja. Það verður því meira að komast að í umræðunni en verðbólga og vextir enda kosið til fjögurra ára. Yfir hundrað ára saga ASÍ og BSRB er samofin samfélagsþróuninni og við höfum bæði reynslu af því að starfa náið með ríkisstjórnum að heildarhagsmununum en sömuleiðis af því að þurfa að veita ríkulegt aðhald þeim ríkisstjórnum sem leggja meiri áherslu á sérhagsmuni fárra eða fjármagnseigenda á kostnað sameiginlegra hagsmuna. Okkar stærstu sigrar hafa oft kostað mikil átök og miklar fórnir. Í gjörbreyttu pólitísku landslagi og með aukinni skautun skiptir okkur sem samfélag mestu að ákvarðanir byggi á bestu mögulegu þekkingu hverju sinni, verið sé að setja stefnu til langs tíma sem byggi á mati á áhrifum á ólíka hópa og þjóni almannahagsmunum. Innan vébanda ASÍ og BSRB eru rúmlega 155.000 manns. Styrkur okkar hefur í áranna rás verið sá að við sameinumst um grunngildi sem hverfast um samstöðu, samtryggingu og samkennd. Stjórnmálafólk á ekki að ala á ótta kjósenda við tiltekna hópa. Við leggjum áherslu á velferð, jöfnuð og jafnrétti fyrir öll en ekki bara sum. Þetta eru gildi sem við sameinumst um þvert á stjórnmálaskoðanir eða ólíka samfélagslega stöðu okkar að öðru leyti. Neyðarástand í félagslegri stöðu fjölmennra hópa Við höfum margoft bent á að það blasi við neyðarástand þegar horft er til félagslegrar stöðu fjölmennra hópa samfélagsins og félagslegra innviða. Ísland er ríkt land sem almennt státar sig af öflugri velferð og hefur gjarnan verið fremst meðal jafningja í alþjóðlegum samanburði. En ójöfnuður, stéttskipting og fátækt er að aukast, almannaþjónustan og grunnstoðirnar sem við höfum verið svo stolt af eru fjársveltar og það er bakslag í jafnréttisbaráttunni. Árlegar kannanir Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýna með skýrum hætti hvaða hópar það eru sem við verðum helst að líta til; foreldrar, einkum einstæðir, konur og innflytjendur ásamt öryrkjum. Staða foreldra fer sífellt versnandi sem sést meðal annars á því að fleiri en áður hafa ekki efni á til dæmis næringarríkum mat fyrir börnin sín, nauðsynlegum fatnaði, tómstundum eða félagslífi. Um 25% einhleypra foreldra býr við fátækt og um tíu þúsund börn. Þetta þýðir að meira en tíunda hvert barn á Íslandi býr við fátækt. Konur eru síður fjárhagslega sjálfstæðar en karlar og þær eru oftar háðar maka um framfærslu heldur en karlar. Andleg heilsa ungra kvenna og einhleypra mæðra er líka áberandi verri en annarra hópa. Aðrar rannsóknir sýna enn fremur að ungu fólki líður mjög illa, sérstaklega stúlkum. Flest minnast á áhrif samfélagsmiðla í þeim efnum en fá nefna þá staðreynd að 15% stúlkna í 10. bekk og 6% drengja hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu annars unglings. Þá hafa 58% stúlkna orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 35% drengja. Ofbeldi í netheimum getur haft jafn alvarleg áhrif og ofbeldi í raunheimum. Kannanir Vörðu sýna líka að innflytjendur búa við verri stöðu en Íslendingar sem eru fæddir hér á landi. Þau vinna lengri vinnudaga, eiga erfiðara með að ná endum saman og sjá fyrir börnum sínum, fá sjaldnast störf í samræmi við menntun sína og flytja oftar þar sem þau eru frekar á leigumarkaði með tilheyrandi óöryggi. Þá hefur nær fjórði hver einstaklingur á íslenskum vinnumarkaði sem er með erlent ríkisfang ekki kosningarétt til Alþingis. Okkur ber að standa með þeim. Neyðarástand í félagslegum innviðum Frá aldamótum hefur ríkt aðhalds- og niðurskurðarstefna á stofnunum í velferðarkerfinu. Á sama tíma hefur átt sér stað veruleg fólksfjölgun. Þjóðin er einnig að eldast og lifa lengur ásamt því að fjölgun ferðamanna hefur aukið álag á heilbrigðisþjónustuna og biðlistar lengjast eftir hjúkrunarheimilum. Í menntakerfinu hefur álag aukist vegna aukinna og þyngri félagslegra þarfa barna og ungmenna. Flestir stjórnmálaflokkar hafa tekið undir að við séum í innviðaskuld, þ.e. að styrkja þurfi við stöðu þessara mikilvægu stofnana í velferðarkerfinu. Engu að síður einkennist stjórnmálaumræða gjarnan af mýtunni um að eina leiðin til að bregðast við verðbólgunni sé með niðurskurði. Þessi hugmyndafræði um að niðurskurður sé eina svarið er ástæðan fyrir stöðunni eins og hún er í dag – og ef hún verður það áfram mun það bara dýpka vandann. Það þarf að fara í aukna tekjuöflun. Á krossgötum Í þessum kosningum stöndum við á krossgötum. Valið stendur á milli enn frekari einstaklingshyggju eða aukinnar samstöðu og félagshyggju. Stjórnmálaflokkarnir sem byggja hugmyndafræði sína á einstaklingshyggju leggja áherslu á niðurskurð, að ríkissjóður skuldi lítið, „að hleypa einkaframtakinu að“ eða auka einkavæðingu og „valfrelsi“, að selja ríkiseignir, að fækka þurfi ríkisstofnunum og vinda ofan af því sem þau telja of mikla fjölgun starfsfólks ríkisins. Sumir segja einfaldlega báknið burt. Þeir stjórnmálaflokkar sem byggja á félagshyggju tala fyrir styrkingu almannaþjónustunnar og vilja skipta sameiginlegum verðmætum okkar á borð við arðinum af auðlindunum með réttlátari hætti í þágu almennings og hætta að gefa breiðu bökunum afslátt af sínu framlagi til samfélagsins til að við getum aukið velferð. Þeir hafna frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila, í heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu enda sýnir fjöldi rannsókna að aukin einkavæðing eykur ójöfnuð og bitnar sérstaklega á þeim sem hafa lægri tekjur og íbúum landsbyggðarinnar. Efnhagsstjórn sem þjónar fjármagni frekar en fólki ýtir undir óstöðugleika og óróleika í samfélaginu og grefur undan öryggistilfinningu. Niðurskurður í velferðarþjónustu hefur neikvæð áhrif á líðan fólks og eykur veikindi. Rannsóknir sýna að aðgerðir sem að grípa þarf til gegn auknu ofbeldi meðal ungs fólks felist í því að vinna gegn fátækt, tryggja öruggt húsnæði fyrir barnafjölskyldur, gera konum og börnum auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi og auka stuðning í skóla við börn sem standa illa að vígi námslega og eiga við hegðunarerfiðleika að stríða. Verði ekki snúið af braut úreltrar efnahagsstjórnar mun misskipting tekna og eigna vaxa enn meira. Samþjöppun auðs mun hafa enn skaðlegri afleiðingar, stéttskipting aukast og félagsleg samheldni minnka enn frekar. Það er eitt að hafa val um hvar eigi að versla í matinn en það er ekki, og verður aldrei, hægt að tala um „valfrelsi“ einstaklinga þegar kemur að því að fá grunnþörfum sinnt eða nauðsynjar á borð við heilbrigðisþjónustu og pláss á hjúkrunarheimili. Rannsóknir sýna einnig að aukin einkavæðing í nauðsynlegri þjónustu sé þvert á vilja meirihluta fólks sem hér býr. Þær sýna einnig að flest telja ójöfnuð of mikinn, og vilja ekki að örfáir einstaklingar geti grætt á neyð fólks. Þrátt fyrir það er fjöldinn allur af fjárfestum að undirbúa miklar áætlanir um hvernig megi græða sem mest á aukinni einkavæðingu í menntakerfinu og heilbrigðisþjónustunni og bíða eftir tækifærum til þess með nýrri ríkisstjórn. Hvernig samfélag viljum við? Gjarnan er kynt undir þá mýtu að það sé svo hættulegt að skulda sem bragð til að ekki þurfi að svara spurningum um hvort ekki sé nauðsynlegt að setja aukið fjármagn í heilbrigðisþjónustu, menntamál, húsnæðismál eða aðrar aðgerðir sem grundvallast á samstöðu og samkennd. Þessi ríka áhersla á niðurgreiðslu skulda og niðurskurð endurspeglar skakka forgangsröðun og drepur alla von um að hlutirnir geti breyst. Í engu er minnst á að í bæði sögulegu og alþjóðlegu tilliti er skuldastaða ríkisins hér á landi góð. Vandamálið eru vextirnir. Háir vextir eru vegna hárrar verðbólgu en meginástæða hennar er skortur á húsnæði. Vítahringur húsnæðisskorts, verðbólgu og hárra vaxta er síendurtekið og þrálátt mynstur sem við búum við. Það er neyðarástand á húsnæðismarkaði en viðbrögð stjórnvalda láta á sér standa. Það getur enginn annar en ríki og sveitarfélög stigið inn og tryggt að byggt sé nægilega mikið – það er eitt mikilvægasta verkefnið sem þau standa frammi fyrir. Viðfangsefni þessara kosninga á að snúast um fólk og lífsgæði þeirra – að fólk búi við frið, hafi fjárhagslegt sjálfstæði, sé öruggt, að komið sé fram við það af virðingu, það búi við jafnrétti og njóti mannréttinda. Að hér verði frábært að búa, mennta sig, starfa, ala upp börn, annast og styðja við ástvini, fara á eftirlaun og eldast. Það eru þau mál sem standa okkur næst og kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort þeirra áætlanir byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stéttarfélög Finnbjörn A. Hermannsson Sonja Ýr Þorbergsdóttir ASÍ Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Framan af í kosningabaráttunni snerist umræðan einkum um efnahagsmálin og því ákváðum við hjá ASÍ og BSRB að efna til kosningafundar með forystufólki stjórnmálaflokkanna í vikunni til að ræða áherslur þeirra varðandi húsnæðismál, verð á matvöru, félagslegum innviðum á borð við heilbrigðis- og menntakerfi og jöfnuð. Við finnum sterkt fyrir væntingum okkar félagsfólks um að næsta ríkisstjórn grípi til aðgerða til að rétta kúrsinn af. Verðbólga er að minnka og vextir hafa lækkað lítillega en gangi hagspár eftir heldur sú þróun áfram yfir kjörtímabilið. Við stöndum á krossgötum. Nú þarf að hefja uppbyggingu í kjölfar tímabils sem hefur einkennst af viðbragði við óvæntum áskorunum eins og Covid, eldgosum og í kjölfarið verðbólgu og háum vöxtum. Hefja þarf uppbyggingu félagslegra innviða og tryggja velferð og öryggi fyrir öll. Valkostirnir sem stjórnmálaflokkarnir hafa teiknað upp skiptast í megindráttum í tvennt; enn frekari einstaklingshyggja eða aukin samstaða og félagshyggja. Það verður því meira að komast að í umræðunni en verðbólga og vextir enda kosið til fjögurra ára. Yfir hundrað ára saga ASÍ og BSRB er samofin samfélagsþróuninni og við höfum bæði reynslu af því að starfa náið með ríkisstjórnum að heildarhagsmununum en sömuleiðis af því að þurfa að veita ríkulegt aðhald þeim ríkisstjórnum sem leggja meiri áherslu á sérhagsmuni fárra eða fjármagnseigenda á kostnað sameiginlegra hagsmuna. Okkar stærstu sigrar hafa oft kostað mikil átök og miklar fórnir. Í gjörbreyttu pólitísku landslagi og með aukinni skautun skiptir okkur sem samfélag mestu að ákvarðanir byggi á bestu mögulegu þekkingu hverju sinni, verið sé að setja stefnu til langs tíma sem byggi á mati á áhrifum á ólíka hópa og þjóni almannahagsmunum. Innan vébanda ASÍ og BSRB eru rúmlega 155.000 manns. Styrkur okkar hefur í áranna rás verið sá að við sameinumst um grunngildi sem hverfast um samstöðu, samtryggingu og samkennd. Stjórnmálafólk á ekki að ala á ótta kjósenda við tiltekna hópa. Við leggjum áherslu á velferð, jöfnuð og jafnrétti fyrir öll en ekki bara sum. Þetta eru gildi sem við sameinumst um þvert á stjórnmálaskoðanir eða ólíka samfélagslega stöðu okkar að öðru leyti. Neyðarástand í félagslegri stöðu fjölmennra hópa Við höfum margoft bent á að það blasi við neyðarástand þegar horft er til félagslegrar stöðu fjölmennra hópa samfélagsins og félagslegra innviða. Ísland er ríkt land sem almennt státar sig af öflugri velferð og hefur gjarnan verið fremst meðal jafningja í alþjóðlegum samanburði. En ójöfnuður, stéttskipting og fátækt er að aukast, almannaþjónustan og grunnstoðirnar sem við höfum verið svo stolt af eru fjársveltar og það er bakslag í jafnréttisbaráttunni. Árlegar kannanir Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýna með skýrum hætti hvaða hópar það eru sem við verðum helst að líta til; foreldrar, einkum einstæðir, konur og innflytjendur ásamt öryrkjum. Staða foreldra fer sífellt versnandi sem sést meðal annars á því að fleiri en áður hafa ekki efni á til dæmis næringarríkum mat fyrir börnin sín, nauðsynlegum fatnaði, tómstundum eða félagslífi. Um 25% einhleypra foreldra býr við fátækt og um tíu þúsund börn. Þetta þýðir að meira en tíunda hvert barn á Íslandi býr við fátækt. Konur eru síður fjárhagslega sjálfstæðar en karlar og þær eru oftar háðar maka um framfærslu heldur en karlar. Andleg heilsa ungra kvenna og einhleypra mæðra er líka áberandi verri en annarra hópa. Aðrar rannsóknir sýna enn fremur að ungu fólki líður mjög illa, sérstaklega stúlkum. Flest minnast á áhrif samfélagsmiðla í þeim efnum en fá nefna þá staðreynd að 15% stúlkna í 10. bekk og 6% drengja hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu annars unglings. Þá hafa 58% stúlkna orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi og 35% drengja. Ofbeldi í netheimum getur haft jafn alvarleg áhrif og ofbeldi í raunheimum. Kannanir Vörðu sýna líka að innflytjendur búa við verri stöðu en Íslendingar sem eru fæddir hér á landi. Þau vinna lengri vinnudaga, eiga erfiðara með að ná endum saman og sjá fyrir börnum sínum, fá sjaldnast störf í samræmi við menntun sína og flytja oftar þar sem þau eru frekar á leigumarkaði með tilheyrandi óöryggi. Þá hefur nær fjórði hver einstaklingur á íslenskum vinnumarkaði sem er með erlent ríkisfang ekki kosningarétt til Alþingis. Okkur ber að standa með þeim. Neyðarástand í félagslegum innviðum Frá aldamótum hefur ríkt aðhalds- og niðurskurðarstefna á stofnunum í velferðarkerfinu. Á sama tíma hefur átt sér stað veruleg fólksfjölgun. Þjóðin er einnig að eldast og lifa lengur ásamt því að fjölgun ferðamanna hefur aukið álag á heilbrigðisþjónustuna og biðlistar lengjast eftir hjúkrunarheimilum. Í menntakerfinu hefur álag aukist vegna aukinna og þyngri félagslegra þarfa barna og ungmenna. Flestir stjórnmálaflokkar hafa tekið undir að við séum í innviðaskuld, þ.e. að styrkja þurfi við stöðu þessara mikilvægu stofnana í velferðarkerfinu. Engu að síður einkennist stjórnmálaumræða gjarnan af mýtunni um að eina leiðin til að bregðast við verðbólgunni sé með niðurskurði. Þessi hugmyndafræði um að niðurskurður sé eina svarið er ástæðan fyrir stöðunni eins og hún er í dag – og ef hún verður það áfram mun það bara dýpka vandann. Það þarf að fara í aukna tekjuöflun. Á krossgötum Í þessum kosningum stöndum við á krossgötum. Valið stendur á milli enn frekari einstaklingshyggju eða aukinnar samstöðu og félagshyggju. Stjórnmálaflokkarnir sem byggja hugmyndafræði sína á einstaklingshyggju leggja áherslu á niðurskurð, að ríkissjóður skuldi lítið, „að hleypa einkaframtakinu að“ eða auka einkavæðingu og „valfrelsi“, að selja ríkiseignir, að fækka þurfi ríkisstofnunum og vinda ofan af því sem þau telja of mikla fjölgun starfsfólks ríkisins. Sumir segja einfaldlega báknið burt. Þeir stjórnmálaflokkar sem byggja á félagshyggju tala fyrir styrkingu almannaþjónustunnar og vilja skipta sameiginlegum verðmætum okkar á borð við arðinum af auðlindunum með réttlátari hætti í þágu almennings og hætta að gefa breiðu bökunum afslátt af sínu framlagi til samfélagsins til að við getum aukið velferð. Þeir hafna frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila, í heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu enda sýnir fjöldi rannsókna að aukin einkavæðing eykur ójöfnuð og bitnar sérstaklega á þeim sem hafa lægri tekjur og íbúum landsbyggðarinnar. Efnhagsstjórn sem þjónar fjármagni frekar en fólki ýtir undir óstöðugleika og óróleika í samfélaginu og grefur undan öryggistilfinningu. Niðurskurður í velferðarþjónustu hefur neikvæð áhrif á líðan fólks og eykur veikindi. Rannsóknir sýna að aðgerðir sem að grípa þarf til gegn auknu ofbeldi meðal ungs fólks felist í því að vinna gegn fátækt, tryggja öruggt húsnæði fyrir barnafjölskyldur, gera konum og börnum auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi og auka stuðning í skóla við börn sem standa illa að vígi námslega og eiga við hegðunarerfiðleika að stríða. Verði ekki snúið af braut úreltrar efnahagsstjórnar mun misskipting tekna og eigna vaxa enn meira. Samþjöppun auðs mun hafa enn skaðlegri afleiðingar, stéttskipting aukast og félagsleg samheldni minnka enn frekar. Það er eitt að hafa val um hvar eigi að versla í matinn en það er ekki, og verður aldrei, hægt að tala um „valfrelsi“ einstaklinga þegar kemur að því að fá grunnþörfum sinnt eða nauðsynjar á borð við heilbrigðisþjónustu og pláss á hjúkrunarheimili. Rannsóknir sýna einnig að aukin einkavæðing í nauðsynlegri þjónustu sé þvert á vilja meirihluta fólks sem hér býr. Þær sýna einnig að flest telja ójöfnuð of mikinn, og vilja ekki að örfáir einstaklingar geti grætt á neyð fólks. Þrátt fyrir það er fjöldinn allur af fjárfestum að undirbúa miklar áætlanir um hvernig megi græða sem mest á aukinni einkavæðingu í menntakerfinu og heilbrigðisþjónustunni og bíða eftir tækifærum til þess með nýrri ríkisstjórn. Hvernig samfélag viljum við? Gjarnan er kynt undir þá mýtu að það sé svo hættulegt að skulda sem bragð til að ekki þurfi að svara spurningum um hvort ekki sé nauðsynlegt að setja aukið fjármagn í heilbrigðisþjónustu, menntamál, húsnæðismál eða aðrar aðgerðir sem grundvallast á samstöðu og samkennd. Þessi ríka áhersla á niðurgreiðslu skulda og niðurskurð endurspeglar skakka forgangsröðun og drepur alla von um að hlutirnir geti breyst. Í engu er minnst á að í bæði sögulegu og alþjóðlegu tilliti er skuldastaða ríkisins hér á landi góð. Vandamálið eru vextirnir. Háir vextir eru vegna hárrar verðbólgu en meginástæða hennar er skortur á húsnæði. Vítahringur húsnæðisskorts, verðbólgu og hárra vaxta er síendurtekið og þrálátt mynstur sem við búum við. Það er neyðarástand á húsnæðismarkaði en viðbrögð stjórnvalda láta á sér standa. Það getur enginn annar en ríki og sveitarfélög stigið inn og tryggt að byggt sé nægilega mikið – það er eitt mikilvægasta verkefnið sem þau standa frammi fyrir. Viðfangsefni þessara kosninga á að snúast um fólk og lífsgæði þeirra – að fólk búi við frið, hafi fjárhagslegt sjálfstæði, sé öruggt, að komið sé fram við það af virðingu, það búi við jafnrétti og njóti mannréttinda. Að hér verði frábært að búa, mennta sig, starfa, ala upp börn, annast og styðja við ástvini, fara á eftirlaun og eldast. Það eru þau mál sem standa okkur næst og kjósendur eiga rétt á að fá skýr svör frá frambjóðendum um hvernig framtíðarsamfélag þeir vilji byggja upp, hvernig þeir ætli að gera það og hvort þeirra áætlanir byggi í grunninn á einstaklingshyggju eða samstöðu. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun