Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 11:17 Orkan var skömmuð ásamt Olís. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur slegið á putta Olís og Orkunnar fyrir fullyrðingar í auglýsingum um að eldsneyti stöðvanna væri kolefnisjafnað. Auglýsingarnar hafi gefið það í skyn að eldsneytisviðskipti neytenda hefðu engin áhrif á umhverfið. Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að í tilviki Orkunnar hafi verið um að ræða fullyrðinguna „Jafnaðu þig hjá Orkunni – Kolefnisjafnaðu eldsneytiskaupin með Orkulyklinum strax í dag“. Gátu ekki keypt kolefniseiningar Í svörum Orkunnar gagnvart Neytendastofu hafi komið fram að félagið hefði unnið með Votlendissjóði frá árinu 2018. Samstarfið lýsi sér þannig að viðskiptavinir sem hafi skráð Orkulykilinn sinn í átak Votlendissjóðs geti gefið fimm krónur af tíu króna afslætti sínum til málefna sem tengjast endurheimt votlendis og þannig kolefnisjafnað eldsneytiskaup sín. Þá hafi komið fram að Orkan teldi að fullyrðingar félagsins hafi verið í samræmi við skilgreiningu laga á kolefnisjöfnun. Enn fremur hafi komið fram undir rekstri málsins að í tengslum við stöðvun Votlendissjóðs á sölu kolefniseininga hafi félagið hætt að notast við umrætt orðalag í markaðsefni sínu en bjóði nú viðskiptavinum sínum að styrkja Votlendissjóð. Hættu líka að tala um kolefnisjöfnun Í tilviki Olís hafi verið um að ræða fullyrðingarnar „Við greiðum helming á móti – Kolefnisjafnaðu eldsneytisviðskiptin“ og „Olís kolefnisjafnar allan sinn rekstur“. Í svörum félagsins hafi komið fram að félagið hefði um langt árabil styrkt landgræðslu á Íslandi með samvinnuverkefni félagsins og Landgræðslu ríkisins. Með vísan til þess verði að telja ljóst að Olís kolefnisjafni eigin rekstur sé horft til þess hvernig það hugtak sé skilgreint, meðal annars í íslenskum lögum. Þá hafi komið fram að Olís telji að fullyrðingar félagsins hafi verið í samræmi við skilgreiningu laga á kolefnisjöfnun. Undir rekstri málsins hafi félagið hins vegar tekið út fullyrðingar sínar um kolefnisjöfnun og vísi nú til kolefnisbindingar og telji að þær breytingar séu í samræmi við þá hröðu þróun sem sé að eiga sér stað í hugtakanotkun í tengslum við sjálfbærnimál. Gæti haft áhrif á val neytenda Niðurstaða Neytendastofu í báðum málum hafi verið að umræddar fullyrðingar væru villandi og óréttmætar gagnvart neytendum og ekki studdar fullnægjandi gögnum. Fullyrðingarnar gefi neytendum ranglega til kynna að eldsneytisviðskipti þeirra hafi engin eða að minnsta kosti minni áhrif á umhverfið og sé þannig líkleg til að hafa áhrif á ákvörðun hins almenna neytanda um að eiga viðskipti við félagið. Í báðum tilfellum hafi ekki verið talin ástæða til að beita banni eða öðrum úrræðum, í ljósi þess að bæði félög höfðu þegar látið af notkun auglýsinganna. Loftslagsmál Bensín og olía Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Hagar Skel fjárfestingafélag Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í tilkynningu á vef Neytendastofu segir að í tilviki Orkunnar hafi verið um að ræða fullyrðinguna „Jafnaðu þig hjá Orkunni – Kolefnisjafnaðu eldsneytiskaupin með Orkulyklinum strax í dag“. Gátu ekki keypt kolefniseiningar Í svörum Orkunnar gagnvart Neytendastofu hafi komið fram að félagið hefði unnið með Votlendissjóði frá árinu 2018. Samstarfið lýsi sér þannig að viðskiptavinir sem hafi skráð Orkulykilinn sinn í átak Votlendissjóðs geti gefið fimm krónur af tíu króna afslætti sínum til málefna sem tengjast endurheimt votlendis og þannig kolefnisjafnað eldsneytiskaup sín. Þá hafi komið fram að Orkan teldi að fullyrðingar félagsins hafi verið í samræmi við skilgreiningu laga á kolefnisjöfnun. Enn fremur hafi komið fram undir rekstri málsins að í tengslum við stöðvun Votlendissjóðs á sölu kolefniseininga hafi félagið hætt að notast við umrætt orðalag í markaðsefni sínu en bjóði nú viðskiptavinum sínum að styrkja Votlendissjóð. Hættu líka að tala um kolefnisjöfnun Í tilviki Olís hafi verið um að ræða fullyrðingarnar „Við greiðum helming á móti – Kolefnisjafnaðu eldsneytisviðskiptin“ og „Olís kolefnisjafnar allan sinn rekstur“. Í svörum félagsins hafi komið fram að félagið hefði um langt árabil styrkt landgræðslu á Íslandi með samvinnuverkefni félagsins og Landgræðslu ríkisins. Með vísan til þess verði að telja ljóst að Olís kolefnisjafni eigin rekstur sé horft til þess hvernig það hugtak sé skilgreint, meðal annars í íslenskum lögum. Þá hafi komið fram að Olís telji að fullyrðingar félagsins hafi verið í samræmi við skilgreiningu laga á kolefnisjöfnun. Undir rekstri málsins hafi félagið hins vegar tekið út fullyrðingar sínar um kolefnisjöfnun og vísi nú til kolefnisbindingar og telji að þær breytingar séu í samræmi við þá hröðu þróun sem sé að eiga sér stað í hugtakanotkun í tengslum við sjálfbærnimál. Gæti haft áhrif á val neytenda Niðurstaða Neytendastofu í báðum málum hafi verið að umræddar fullyrðingar væru villandi og óréttmætar gagnvart neytendum og ekki studdar fullnægjandi gögnum. Fullyrðingarnar gefi neytendum ranglega til kynna að eldsneytisviðskipti þeirra hafi engin eða að minnsta kosti minni áhrif á umhverfið og sé þannig líkleg til að hafa áhrif á ákvörðun hins almenna neytanda um að eiga viðskipti við félagið. Í báðum tilfellum hafi ekki verið talin ástæða til að beita banni eða öðrum úrræðum, í ljósi þess að bæði félög höfðu þegar látið af notkun auglýsinganna.
Loftslagsmál Bensín og olía Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Hagar Skel fjárfestingafélag Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira