Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 19:48 Til vinstri situr Sigmundur við borð í VMA og skrifar. Til hægri má sjá verkin sem hann er sagður eiga heiðurinn af. Aðsent Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Þetta staðfestir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA í samtali við fréttastofu. Hún segir forsögu málsins á þann veg að nemendafélag skólans hafi staðið fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fengið fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Fulltrúi Miðflokks spurður út í Klaustursupptökur Inga Dís Sigurðardóttir, kennari sem skipar 4. sæti á lista Norðausturkjördæmi var fulltrúi Miðflokksins á fundinum. Sigríður segir að Inga hafi fengið tvær spurningar úr sal. Önnur þeirra hafi snúist um hvort Miðflokkurinn vildi hækka tolla á erlendar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Sigmundur hafi talað fyrir því að lækka slíka tolla árið 2015. Þá hafi nemandi spurt úr sal hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk, og það náðst á hljóðpupptöku. „Þessu svaraði fulltrúi flokksins og svaraði því mjög vel. Enda verða frambjóðendur þessa flokks að vera tilbúnir að svara fyrir þetta,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Mættu í leyfisleysi og sögðu nemendur dónalega Undir lok skóladags hafi Sigmundur, auk annarra fulltrúa Miðflokksins mætt í húsnæði verkmenntaskólans án þess að biðja um leyfi. Þeir hafi viljað svara spurningunni um tollana, því henni hafi ekki verið svarað til hlítar í pallborðsumræðunum um morguninn. Húfa merkt Flokki fólksins og blað merkt Framsóknarflokknum eftir yfirhalningu Miðflokksmanna.Aðsent Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Ágústa Ágústsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, voru með honum í för. „Ég frétti af þeim og fór að spjalla við þau og áréttaði að það væri sjálfsagt mál að vera í alrýminu okkar , en vera ekki að fara neitt út í skólann,“ segir Sigríður Huld. „Þau lýstu yfir að þau væru mjög ósatt við nemendur á þessum fundi, þau hafi verið dónaleg og ómálefnaleg, sem ég var ekki sammála.“ Sigríður hafi síðan farið. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið.“ Af myndum af téðum varningi má greina að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Þá hafi listamaðurinn krotað skegg og augabrúnir á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. „Þannig að þetta er nú fyrirmyndin fyrir unga fólkið,“ segir Sigríður. Nemendur sárir yfir framgöngu Miðflokksmanna Sigríður Huld er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.VMA Hún segir þeim nemendum sem urðu vitni að samtali hennar við fulltrúa Miðflokksins, hafa þótt ósanngjarnt hvernig væri verið að tala um þau og þeirra undirbúning og framkvæmd á þessum fundi. „Þeim fannst mjög leiðinlegt að heyra að það sé verið að segja að þau séu ómálefnaleg og ókurteis af því að það eru spurðar spurningar sem er kannski óþægilegt fyrir einhverja að svara. En ef maður er í framboði fyrir einhvern flokk fær maður alls konar spurningar. Sumum getur maður svarað og maður getur ekki endilega svarað öllu.“ Hvorki náðist í Sigmund Davíð né Sigríði Bergsveinsdóttur kosningastýru Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við gerð fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Sigríður Bergsveinsdóttir hafi verið með Sigmundi í för en svo er ekki. Framhaldsskólar Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta staðfestir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA í samtali við fréttastofu. Hún segir forsögu málsins á þann veg að nemendafélag skólans hafi staðið fyrir kosningaviðburði á vegum verkefnisins #ÉgKýs og fengið fulltrúa flokkanna í pallborðsumræður í morgun. Fulltrúi Miðflokks spurður út í Klaustursupptökur Inga Dís Sigurðardóttir, kennari sem skipar 4. sæti á lista Norðausturkjördæmi var fulltrúi Miðflokksins á fundinum. Sigríður segir að Inga hafi fengið tvær spurningar úr sal. Önnur þeirra hafi snúist um hvort Miðflokkurinn vildi hækka tolla á erlendar landbúnaðarvörur þrátt fyrir að Sigmundur hafi talað fyrir því að lækka slíka tolla árið 2015. Þá hafi nemandi spurt úr sal hvort það væri rétt að formaður Miðflokksins hafi farið á bar og talað illa um konur og fatlað fólk, og það náðst á hljóðpupptöku. „Þessu svaraði fulltrúi flokksins og svaraði því mjög vel. Enda verða frambjóðendur þessa flokks að vera tilbúnir að svara fyrir þetta,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Mættu í leyfisleysi og sögðu nemendur dónalega Undir lok skóladags hafi Sigmundur, auk annarra fulltrúa Miðflokksins mætt í húsnæði verkmenntaskólans án þess að biðja um leyfi. Þeir hafi viljað svara spurningunni um tollana, því henni hafi ekki verið svarað til hlítar í pallborðsumræðunum um morguninn. Húfa merkt Flokki fólksins og blað merkt Framsóknarflokknum eftir yfirhalningu Miðflokksmanna.Aðsent Þorgrímur Sigmundsson, sem skipar 2. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og Ágústa Ágústsdóttir, sem skipar 3. sæti listans, voru með honum í för. „Ég frétti af þeim og fór að spjalla við þau og áréttaði að það væri sjálfsagt mál að vera í alrýminu okkar , en vera ekki að fara neitt út í skólann,“ segir Sigríður Huld. „Þau lýstu yfir að þau væru mjög ósatt við nemendur á þessum fundi, þau hafi verið dónaleg og ómálefnaleg, sem ég var ekki sammála.“ Sigríður hafi síðan farið. „Og stuttu seinna frétti ég það að aðstoðarskólameistari vísaði þeim út af því að þá var formaður Miðflokksins að teikna á myndir annars framboðs og húfu sem annað framboð hafði gefið.“ Af myndum af téðum varningi má greina að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Þá hafi listamaðurinn krotað skegg og augabrúnir á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. „Þannig að þetta er nú fyrirmyndin fyrir unga fólkið,“ segir Sigríður. Nemendur sárir yfir framgöngu Miðflokksmanna Sigríður Huld er skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.VMA Hún segir þeim nemendum sem urðu vitni að samtali hennar við fulltrúa Miðflokksins, hafa þótt ósanngjarnt hvernig væri verið að tala um þau og þeirra undirbúning og framkvæmd á þessum fundi. „Þeim fannst mjög leiðinlegt að heyra að það sé verið að segja að þau séu ómálefnaleg og ókurteis af því að það eru spurðar spurningar sem er kannski óþægilegt fyrir einhverja að svara. En ef maður er í framboði fyrir einhvern flokk fær maður alls konar spurningar. Sumum getur maður svarað og maður getur ekki endilega svarað öllu.“ Hvorki náðist í Sigmund Davíð né Sigríði Bergsveinsdóttur kosningastýru Miðflokksins í Norðausturkjördæmi við gerð fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Sigríður Bergsveinsdóttir hafi verið með Sigmundi í för en svo er ekki.
Framhaldsskólar Akureyri Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira