Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2024 15:01 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði nú í morgun vexti um 50 punkta. Vextir hafa þannig lækkað um 75 punkta á skömmum tíma. Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við í Framsókn og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmála á Íslandi hafa verið að segja. Við erum sannarlega á réttri leið. 1. Við erum með ábyrga og trausta efnahagsstefnu og verðbólga hefur lækkað í takt við spár. Aðhald í ríkisfjármálunum er nægilegt og tryggir mjúka lendingu sem þýðir í megin atriðum að ná niður verðbólgunni án þess að hér verði atvinnuleysi. 2. Við erum með langtímakjarasamninga sem stuðla að stöðugleika og þannig hafa aðilar vinnumarkaðarins lagt sitt af mörkum. 3. Við erum að sjá verðbólguvæntingar lækka og þær hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs. 4. Gengi íslensku krónunnar er stöðugt og hefur verið að styrkjast. Munar um minna Til að setja þessar vaxtalækkanir í samhengi þá lækkar greiðslubyrði lána verulega. Þær lækkanir sem þegar hafa komið til framkvæmda geta sem dæmi numið tæplega 200.000 krónum á ársgrundvelli sé miðað við 30 m.kr. húsnæðislán. Sömu áhrifa gætir hjá fyrirtækjum landsins sem fjármagna sig með lánsfé. Það munar um minna. Við erum öll sammála um það að samfélagið hefur þurft að ganga í gegnum erfiða verðbólgutíma með hærri vöxtum en við kærum okkur um í kjölfar Covid, verðbólgu sem blossaði upp um allan heim og þær áskoranir sem við höfum tekist á við í kjölfar eldsumbrota í Grindavík. Þetta verkefni hefur krafist þolinmæði og þrautseigju. Við sjáum nú til lands við þetta stærsta hagsmunamál samfélagsins alls. Við erum í dauðafæri á að halda áfram á þessari braut. Það eru öll teikn á lofti um að vextir geti lækkað áfram. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst þess að við höldum áfram rétt á spilunum og tryggjum ábyrga, yfirvegaða og trausta hagstjórn. Höfundur er formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði nú í morgun vexti um 50 punkta. Vextir hafa þannig lækkað um 75 punkta á skömmum tíma. Þetta er í mjög góðum takti við það sem bæði við í Framsókn og aðrir sem leggja mat á stöðu efnahagsmála á Íslandi hafa verið að segja. Við erum sannarlega á réttri leið. 1. Við erum með ábyrga og trausta efnahagsstefnu og verðbólga hefur lækkað í takt við spár. Aðhald í ríkisfjármálunum er nægilegt og tryggir mjúka lendingu sem þýðir í megin atriðum að ná niður verðbólgunni án þess að hér verði atvinnuleysi. 2. Við erum með langtímakjarasamninga sem stuðla að stöðugleika og þannig hafa aðilar vinnumarkaðarins lagt sitt af mörkum. 3. Við erum að sjá verðbólguvæntingar lækka og þær hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs. 4. Gengi íslensku krónunnar er stöðugt og hefur verið að styrkjast. Munar um minna Til að setja þessar vaxtalækkanir í samhengi þá lækkar greiðslubyrði lána verulega. Þær lækkanir sem þegar hafa komið til framkvæmda geta sem dæmi numið tæplega 200.000 krónum á ársgrundvelli sé miðað við 30 m.kr. húsnæðislán. Sömu áhrifa gætir hjá fyrirtækjum landsins sem fjármagna sig með lánsfé. Það munar um minna. Við erum öll sammála um það að samfélagið hefur þurft að ganga í gegnum erfiða verðbólgutíma með hærri vöxtum en við kærum okkur um í kjölfar Covid, verðbólgu sem blossaði upp um allan heim og þær áskoranir sem við höfum tekist á við í kjölfar eldsumbrota í Grindavík. Þetta verkefni hefur krafist þolinmæði og þrautseigju. Við sjáum nú til lands við þetta stærsta hagsmunamál samfélagsins alls. Við erum í dauðafæri á að halda áfram á þessari braut. Það eru öll teikn á lofti um að vextir geti lækkað áfram. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst þess að við höldum áfram rétt á spilunum og tryggjum ábyrga, yfirvegaða og trausta hagstjórn. Höfundur er formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra.
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar