„Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:15 Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir alltof stórt tap í Wales í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic/ Arnór Ingvi Traustason var svekktur eftir 4-1 tap íslenska liðsins á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann talaði um óþarfa mörk Walesverja í fyrri hálfleiknum eftir að hafa komist yfir snemma leiks sem og færin sem fóru forgörðum í leiknum. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel en ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis í þessum tveimur mörkum. Það var óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir,“ sagði Arnór Ingvi Traustason í samtali við Aron Guðmundsson eftir leikinn. „Svona er þetta. Við fáum fullt af tækifærum til að jafna og líka í stöðunni 1-1 fengum við tækifæri til að skora. Við nýtum ekki okkar færi,“ sagði Arnór. „Við reynum svo að fara ofar á völlinn en svona er fótboltinn. Annað hvort fellur þetta með þér eða ekki,“ sagði Arnór. Íslensku strákarnir töldu að Walesverjar hafi brotið á Valgeiri Lunddal Friðrikssyni í aðdraganda þriðja marksins. „Ég sá ekki brotið en ég treysti mínum liðsfélögum að þetta hafi verið brot. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist,“ sagði Arnór. Þessi úrslit voru sérstaklega súr af því að færin voru til staðar hjá íslenska liðinu í þessum leik. „Við sköpum helling og það á útivelli. Það segir eitthvað en að sama skapi fáum við ekkert út úr leiknum. Það gefur okkur ekkert. Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt,“ sagði Arnór. Hvernig horfir hann á þessa tvo leiki í þessum glugga. „Leikurinn úti var mjög erfiður á marga vegu. Við tökum þrjú stig þar sem var gríðarlega sterkt sem og að skora tvö mörk á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Arnór. „Við komum hingað með fullt af sjálfstrausti, byrjuðum leikinn mjög vel og komust 1-0 yfir. Við nýtum ekki okkar færi og þeir gera það svo sannarlega,“ sagði Arnór. Íslenska liðið var einum sigri frá því að komast í umspil A-deildarinnar en nú tekur við umspil um að halda sér í B-deildinni. „Við getum ekkert gert í þessum A-deildar umspili akkúrat núna. Næsti leikur er upp á að halda okkur uppi í B-deild. Fókusinn fer á það núna og við ætlum að halda okkur í þessari deild. Við höfum sýnt það að við eigum heima í þessari B-deild og hvað þá A-deild líka. Það er bara áfram gakk,“ sagði Arnór. Klippa: „Óþarfi finnst mér að fara inn í hálfleikinn 2-1 undir“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira