Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 10:27 Nýja húsnæðið í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heimilið er sagt hið eina sinnar tegundar á landinu. „Það býður upp á langtímameðferð fyrir drengi sem lokið hafa greiningu og meðferð á öðrum heimilum. Meðferðin er ætluð unglingum, á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan vanda á borð við vímuefnaneyslu, ofbeldi, afbrot, skóla- og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til,“ segir í tilkynningu. Á heimilinu eru allt að sex drengir hverju sinni í um sex mánuði en tímalengd meðferðar er mismunandi eftir einstaklingum. Sérstök áhersla er lögð á að virkja drengina í tómstundum, skóla og vinnu með það að augnamiði að hjálpa þeim við að takast á við áskoranir að meðferð lokinni. Við lok meðferðar stendur þeim til boða sex mánaða eftirfylgd. „Mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna- og fjölskyldustofa hafa unnið stíft að því að finna nýtt húsnæði frá því að loka þurfti húsnæðinu í nágrenni Hellu í vor þar sem starfsemin var áður en það húsnæði var dæmt ónothæft. Leitin hefur átt sér stað í góðu samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og fleiri aðila, einkum Land og skóg sem er með starfsemi í Miðgarði en mun nú flytja þá starfsemi í önnur hús á staðnum. Húsnæðið er talið henta vel fyrir meðferðarheimilið Lækjarbakka,“ segir í tilkynningu. Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimilið Lækjarbakka og mun hefja starfsemina að nýju að loknum nauðsynlegum framkvæmdum í Miðgarði. Félagsmál Fíkn Rangárþing ytra Börn og uppeldi Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira
Heimilið er sagt hið eina sinnar tegundar á landinu. „Það býður upp á langtímameðferð fyrir drengi sem lokið hafa greiningu og meðferð á öðrum heimilum. Meðferðin er ætluð unglingum, á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan vanda á borð við vímuefnaneyslu, ofbeldi, afbrot, skóla- og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til,“ segir í tilkynningu. Á heimilinu eru allt að sex drengir hverju sinni í um sex mánuði en tímalengd meðferðar er mismunandi eftir einstaklingum. Sérstök áhersla er lögð á að virkja drengina í tómstundum, skóla og vinnu með það að augnamiði að hjálpa þeim við að takast á við áskoranir að meðferð lokinni. Við lok meðferðar stendur þeim til boða sex mánaða eftirfylgd. „Mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna- og fjölskyldustofa hafa unnið stíft að því að finna nýtt húsnæði frá því að loka þurfti húsnæðinu í nágrenni Hellu í vor þar sem starfsemin var áður en það húsnæði var dæmt ónothæft. Leitin hefur átt sér stað í góðu samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og fleiri aðila, einkum Land og skóg sem er með starfsemi í Miðgarði en mun nú flytja þá starfsemi í önnur hús á staðnum. Húsnæðið er talið henta vel fyrir meðferðarheimilið Lækjarbakka,“ segir í tilkynningu. Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimilið Lækjarbakka og mun hefja starfsemina að nýju að loknum nauðsynlegum framkvæmdum í Miðgarði.
Félagsmál Fíkn Rangárþing ytra Börn og uppeldi Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Sjá meira
Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12