Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 06:31 Einn frasanna sem flæða af vörum Viðreisnarfólks þessa dagana er um „einfaldara líf“. Betra væri ef sá gállinn hefði verið á þeim þegar Viðreisn var í ríkisstjórn. En einhverjir hafa gleymt stuttri viðveru flokksins við stjórnvölinn í landsmálunum. Flokkurinn er þekktari fyrir hlutverk sitt við stjórnun Reykjavíkurborgar undanfarin ár með misjöfnum árangri. Á þeim stutta tíma sem Viðreisn kom að landsstjórninni náði flokkurinn þó í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun. Þetta fyrsta þingmál Viðreisnar kallaði flokkurinn „lykilinn að frjálsum vinnumarkaði“. Ég þekki ófáa atvinnurekendur sem verður bylt við, við þessa upprifjun. Jafnlaunavottun er skaðvaldur Við sjálfstæðismenn lögðum fram frumvarp um að þessi dyggðaskreyting ætti að vera valkvæð, en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Rannsóknir sýna enda að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. En samt hafa þeir stimpil frá ríkinu um að allt sé upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Jafnlaunavottun er því ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur. Einfaldara (atvinnu)líf án Viðreisnar? Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Stjórnendur fyrirtækja nefna þó kostnað við ferlið sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Viðbrögð þingmanna Viðreisnar við þingmáli sjálfstæðismanna voru að verja kerfið. Þeir hafa gengið svo langt, þvert á niðurstöður rannsókna, að fullyrða að lögin tryggi launajafnrétti. Við sjálfstæðismenn viljum gera alvöru átak í að létta byrðum af atvinnulífinu. Við viljum raunverulega einfaldara líf fyrir íslenska atvinnurekendur. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Einn frasanna sem flæða af vörum Viðreisnarfólks þessa dagana er um „einfaldara líf“. Betra væri ef sá gállinn hefði verið á þeim þegar Viðreisn var í ríkisstjórn. En einhverjir hafa gleymt stuttri viðveru flokksins við stjórnvölinn í landsmálunum. Flokkurinn er þekktari fyrir hlutverk sitt við stjórnun Reykjavíkurborgar undanfarin ár með misjöfnum árangri. Á þeim stutta tíma sem Viðreisn kom að landsstjórninni náði flokkurinn þó í gegn sínu helsta baráttumáli, jafnlaunavottun. Þetta fyrsta þingmál Viðreisnar kallaði flokkurinn „lykilinn að frjálsum vinnumarkaði“. Ég þekki ófáa atvinnurekendur sem verður bylt við, við þessa upprifjun. Jafnlaunavottun er skaðvaldur Við sjálfstæðismenn lögðum fram frumvarp um að þessi dyggðaskreyting ætti að vera valkvæð, en ekki skylda fyrir atvinnulífið. Rannsóknir sýna enda að það mælist enginn marktækur launamunur á fyrirtækjum og stofnunum sem hlotið hafa jafnlaunavottun og öðrum. Þá hafa, frá lögfestingu jafnlaunavottunar, ítrekað komið fram dæmi um að vinnustaðir geta komist upp með að mismuna starfsfólki í launakjörum. En samt hafa þeir stimpil frá ríkinu um að allt sé upp á tíu hjá þeim í jafnlaunamálum. Formaður Læknafélags Íslands gengur svo langt að segja þetta kerfi veiti falskt öryggi fyrir jöfnum launum. Jafnlaunavottun er því ekki bara kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri; hún er hreinn skaðvaldur. Einfaldara (atvinnu)líf án Viðreisnar? Flokkurinn sem svo gjarnan kennir sig við atvinnulífið hafði litlar áhyggjur af kostnaði sem jafnlaunavottun lagði á atvinnurekendur við lögfestingu hennar. Stjórnendur fyrirtækja nefna þó kostnað við ferlið sem eitt þess sem þykir mest íþyngjandi við jafnlaunavottun. Viðbrögð þingmanna Viðreisnar við þingmáli sjálfstæðismanna voru að verja kerfið. Þeir hafa gengið svo langt, þvert á niðurstöður rannsókna, að fullyrða að lögin tryggi launajafnrétti. Við sjálfstæðismenn viljum gera alvöru átak í að létta byrðum af atvinnulífinu. Við viljum raunverulega einfaldara líf fyrir íslenska atvinnurekendur. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun