Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 13:30 Danskar kýr í haga. Getty/Michal Fludra Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu. Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Dönsk stjórnvöld, náttúruverndarsamtök og hagsmunasamtök bænda- og landbúnaðar auk annarra hafa aðkomu að samkomulaginu og er áætlaður kostnaður vegna samkomulagsins um 43 milljarðar danskra króna, eða sem nemur um 835 milljörðum íslenskra króna. Með samningnum er um að ræða umfangsmestu boðuðu breytingar á dönsku landslagi í yfir hundrað ár að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu sem sérstaklega var stofnað um innleiðingu samkomulagsins. Gróðursetja milljarð trjáa á tuttugu árum Markmið samkomulagsins er meðal annars að styrkja og bæta náttúruna og tryggja gæði vatnsumhverfis. Þrátt fyrir að náðst hafi breitt pólitískt samkomulag liggur fyrir að samningurinn er ekki óumdeildur, en meðal annars liggur ekki enn fyrir hvernig stendur til að fjármagna hann. Samkomulagið felur meðal annars í sér áform um stóraukna skógrækt á 250 hektara landsvæði. Þannig gera áfromin ráð fyrir að gróðursettur verði um einn milljarður trjáa á næstu tuttugu árum. Þá stendur til að umbreyta á 140 hektörum af landi, þar sem nú er iðkuð loftslagsmengandi ræktun á láglendi, í náttúrusvæði. Þetta er sagt munu breyta ásýnd landlagsins til muna. Einhver þeirra svæða þar sem nú er stundaður landbúnaður verður breytt í eitthvað annað. Jeppe Bruus, ráðherra Græna þríhliðasamkomulagsins svokallaða, kynnti samkomulagið ásamt öðrum fulltrúum stjórnarflokkanna á blaðamannafundi í dag.EPA/IDA MARIE ODGAARD Auk breytinga á landslagi á samningurinn að stuðla að bættu vatnsumhverfi í fjörðum og við strendur landsins, draga úr súrnun sjávar, styrkja líffræðilegan fjölbreytileika og vernd neysluvatns. Bændur borgi fyrir losun frá ám, kúm og öðrum húsdýrum Þá verður Danmörk fyrst ríkja í heiminum til að leggja sérstakan kolefnisskatt á losun frá húsdýrum. Áætlað er í samkomulaginu að með þessu verði hægt að draga úr losun um sem nemur 1,8 til 2,6 milljónum tonna af koltvísýringi árið 2030. Lagt er upp með að frá og með árinu 2030 muni danskir bændur greiða 120 danskar krónur í skatt fyrir hvert tonn af losun frá húsdýrum. Þá mun gjaldið hækka í 300 danskar krónur á hvert tonn árið 2035, en í íslenskum krónum samsvarar þetta um 2400 til 6000 krónum á hvert tonn. Til stendur einnig að fjölga náttúruþjóðgörðum um sex og þannig gert ráð fyrir að alls verði í Danmörku 21 slíkir þjóðgarðar árið 2030. Meðal helstu áhersluefna í samkomulaginu er að draga úr áhrifum köfnunarefna á náttúruna en súrefnisþurrð í dönskum vatnasviðum og súrnun hafsins er sögð gríðarlegt áhyggjuefni. Þannig stendur til að ráðast í átak til að draga úr mengunaráhrifum svokallaðra köfnunarefna sem skaðað geta náttúruna og er sjónum þar einna helst beint að mengandi efnum frá landbúnaði. Þrátt fyrir auknar álögur og aðgerðir sem beint er að dönskum landbúnaði og matvælaframleiðendum segjast stjórnvöld leggja áherslu á að áfram verði iðkaður öflugur og samkeppnishæfur landbúnaður í Danmörku og að framleidd verði holl og góð matvæli í landinu.
Danmörk Umhverfismál Loftslagsmál Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Dýr Skattar og tollar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent