„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2024 12:23 Dýrleif Nanna er formaður nemendafélags FSU. Vísir Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. Kennarar við Fjölbrautarskóla Suðurlands, eða FSU, hafa verið í verkfalli frá 29. október síðastliðnum, en því lýkur að óbreyttu 20. desember. Lítill gangur virðist vera í viðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög, og formlegur fundur samninganefnda ekki verið haldinn í tvær vikur. Ósanngjarnt og fáránlegt Formaður nemendafélags FSU segir óvissu um framhaldið leggjast illa í nemendur skólans. „Við vitum einhvern veginn ekkert hvað er að frétta, eða hvort það sé eitthvað að frétta. Sömuleiðis með framhaldið, hvernig næstu önn verður háttað og svo framvegis,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, formaður nemendafélags FSU. Hún segir nemendur ósátta með útfærslu á verkfallinu. „Okkur finnst þessi aðgerð, og hvernig fyrirkomulagi verkfallsins er háttað, að velja bara einn skóla umfram aðra vera frekar ósanngjörn og í raun bara frekar fáránleg.“ Allir að pæla í MR Á morgun hefst verkfall kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, en Dýrleif segir nemendur hafa upplifað sig hundsaða fram að þessu. „En núna þegar MR er að fara í verkfall þá allt í einu byrja fjölmiðlar og aðrir að pæla meira í þessu. Annars upplifum við okkur svolítið eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi.“ Nemendur vilji komast í skólann sem fyrst. „Það er erfitt að halda rútínu fyrir marga. Ég veit um suma sem gátu litið á þá björtu hlið þegar verkfallið var að byrja að þeir gætu bara farið að vinna. Svo er alls ekkert öllum sem gefst kostur á því að fá vinnu. Sumum fannst þetta algjör lúxus í eina viku, en svo þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það líti ekki út fyrir að við séum að fara að mæta aftur fyrir jól, þá er þetta orðið svolítið þreytt,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Framhaldsskólar Árborg Tengdar fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54 Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Kennarar við Fjölbrautarskóla Suðurlands, eða FSU, hafa verið í verkfalli frá 29. október síðastliðnum, en því lýkur að óbreyttu 20. desember. Lítill gangur virðist vera í viðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög, og formlegur fundur samninganefnda ekki verið haldinn í tvær vikur. Ósanngjarnt og fáránlegt Formaður nemendafélags FSU segir óvissu um framhaldið leggjast illa í nemendur skólans. „Við vitum einhvern veginn ekkert hvað er að frétta, eða hvort það sé eitthvað að frétta. Sömuleiðis með framhaldið, hvernig næstu önn verður háttað og svo framvegis,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, formaður nemendafélags FSU. Hún segir nemendur ósátta með útfærslu á verkfallinu. „Okkur finnst þessi aðgerð, og hvernig fyrirkomulagi verkfallsins er háttað, að velja bara einn skóla umfram aðra vera frekar ósanngjörn og í raun bara frekar fáránleg.“ Allir að pæla í MR Á morgun hefst verkfall kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, en Dýrleif segir nemendur hafa upplifað sig hundsaða fram að þessu. „En núna þegar MR er að fara í verkfall þá allt í einu byrja fjölmiðlar og aðrir að pæla meira í þessu. Annars upplifum við okkur svolítið eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi.“ Nemendur vilji komast í skólann sem fyrst. „Það er erfitt að halda rútínu fyrir marga. Ég veit um suma sem gátu litið á þá björtu hlið þegar verkfallið var að byrja að þeir gætu bara farið að vinna. Svo er alls ekkert öllum sem gefst kostur á því að fá vinnu. Sumum fannst þetta algjör lúxus í eina viku, en svo þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það líti ekki út fyrir að við séum að fara að mæta aftur fyrir jól, þá er þetta orðið svolítið þreytt,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Framhaldsskólar Árborg Tengdar fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54 Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36
„Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00