Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 16. nóvember 2024 23:00 Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Ekki kaupa ESB viðreisnarköttinn í sekknum né miðflokks-miðjumoðsjálkana - sem hafa helst lagt það til málanna á Alþingi Íslendinga að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1929 staðið vörð um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Flokkurinn hefur sýnt þá stefnu skýrt í verkum sínum og mun gera það áfram. Séreignastefnan: Séreignastefnan er hornsteinn í húsnæðisstefnu flokksins og við höfum ávallt lagt áherslu á það skýra markmið að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við hvetjum fólk jafnframt til sparnaðar og eigum skuldlaust heiðurinn af því að hafa komið á séreignasparnaðarkerfi lífeyris sem og því að einstaklingar geti ráðstafað hluta þess sparnaðar inn á húsnæðislán sitt. Það er aðgerð sem hefur komið íbúðareigendum landsins mjög vel og gagnast báðum markmiðum; að styðja við séreignastefnuna og að hvetja til sparnaðar. Lágir skattar Við sjálfstæðismenn höfum trú á að framtak einstaklingsins sé auðlind og viljum að fólk fái að njóta ávaxta eigin verka í sem mestum mæli. Með þeirri leið er auðvelt að sjá tilgang þess að leggja sig allt fram við að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd með það að markmiði að sjá sér og sínum farborða og auka lífsgæði. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt barist fyrir lækkun skatta, einföldu og skýru skattkerfi og einföldun regluverks. ESB? Okkar stefna er skýr varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB en vill sterkan EES-samning enda hefur hann nýst þjóðinni mjög vel. Árið 2009 sótti vinstri stjórnin sem þá stýrði málum um aðild að ESB án þess að hugur fylgdi máli. Orðræðan þá var að kíkt skyldi í pakkann, sjá hvað væri í boði og tíma fjölda fólks og gríðarlegu fjármagni eytt í aðildarviðræður við ESB. En stefna Sjálfstæðisflokksins, þá sem nú, er skýr: Ef maður sækir um aðild að ESB þá er ljóst hvað er í boði, það er ESB. Núna virðist þetta mál vaknað að nýju þar sem Viðreisn, sem nú rís hátt í skoðanakönnunum, hefur þá stefnu að ganga í ESB og hefur lýst yfir að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um hvort „kíkja skuli í pakkann“. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki slíka skógarferð enda er það kalt hagsmunamat að hagsmunum lands og þjóðar er betur borgið utan ESB en innan þess. Þeir sem velta fyrir sér að kjósa flokka sem eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að þröngva Íslandi inn í ESB þurfa að velta fyrir sér afleiðingum inngöngu. Bera þarf saman lífskjör, atvinnuleysistölur, hagvöxt á Íslandi og í Evrópu. Einnig þarf að ræða áhrif þess ef orkuauðlindir þjóðarinnar verða hluti af evrópskum markaði. Í hnotskurn Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Vörumst eftirlíkingar og kjósum alvöru hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Ekki kaupa ESB viðreisnarköttinn í sekknum né miðflokks-miðjumoðsjálkana - sem hafa helst lagt það til málanna á Alþingi Íslendinga að koma upp ríkisrekinni áburðarverksmiðju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því hann var stofnaður árið 1929 staðið vörð um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi. Flokkurinn hefur sýnt þá stefnu skýrt í verkum sínum og mun gera það áfram. Séreignastefnan: Séreignastefnan er hornsteinn í húsnæðisstefnu flokksins og við höfum ávallt lagt áherslu á það skýra markmið að gera fólki kleift að eignast sitt eigið húsnæði. Við hvetjum fólk jafnframt til sparnaðar og eigum skuldlaust heiðurinn af því að hafa komið á séreignasparnaðarkerfi lífeyris sem og því að einstaklingar geti ráðstafað hluta þess sparnaðar inn á húsnæðislán sitt. Það er aðgerð sem hefur komið íbúðareigendum landsins mjög vel og gagnast báðum markmiðum; að styðja við séreignastefnuna og að hvetja til sparnaðar. Lágir skattar Við sjálfstæðismenn höfum trú á að framtak einstaklingsins sé auðlind og viljum að fólk fái að njóta ávaxta eigin verka í sem mestum mæli. Með þeirri leið er auðvelt að sjá tilgang þess að leggja sig allt fram við að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd með það að markmiði að sjá sér og sínum farborða og auka lífsgæði. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ávallt barist fyrir lækkun skatta, einföldu og skýru skattkerfi og einföldun regluverks. ESB? Okkar stefna er skýr varðandi Evrópumálin. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að Ísland gangi í ESB en vill sterkan EES-samning enda hefur hann nýst þjóðinni mjög vel. Árið 2009 sótti vinstri stjórnin sem þá stýrði málum um aðild að ESB án þess að hugur fylgdi máli. Orðræðan þá var að kíkt skyldi í pakkann, sjá hvað væri í boði og tíma fjölda fólks og gríðarlegu fjármagni eytt í aðildarviðræður við ESB. En stefna Sjálfstæðisflokksins, þá sem nú, er skýr: Ef maður sækir um aðild að ESB þá er ljóst hvað er í boði, það er ESB. Núna virðist þetta mál vaknað að nýju þar sem Viðreisn, sem nú rís hátt í skoðanakönnunum, hefur þá stefnu að ganga í ESB og hefur lýst yfir að fram skuli fara atkvæðagreiðsla um hvort „kíkja skuli í pakkann“. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki slíka skógarferð enda er það kalt hagsmunamat að hagsmunum lands og þjóðar er betur borgið utan ESB en innan þess. Þeir sem velta fyrir sér að kjósa flokka sem eru yfirlýstir stuðningsmenn þess að þröngva Íslandi inn í ESB þurfa að velta fyrir sér afleiðingum inngöngu. Bera þarf saman lífskjör, atvinnuleysistölur, hagvöxt á Íslandi og í Evrópu. Einnig þarf að ræða áhrif þess ef orkuauðlindir þjóðarinnar verða hluti af evrópskum markaði. Í hnotskurn Margir þeirra flokka sem nú eru í framboði skreyta sig með því að segjast vera hægri flokkar. Raunin er sú að það er aðeins einn flokkur í boði sem hefur barist fyrir frelsi og minni ríkisafskiptum í bráðum 100 ár. Vörumst eftirlíkingar og kjósum alvöru hægri flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun