„Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2024 19:15 Guðlaugur Victor Pálsson kom inn í vörnina með Sverri Inga Ingasyni snemma leiks í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic Guðlaugur Victor Pálsson kom óvænt snemma inn í lið Íslands í kvöld og stóð sig vel í 2-0 sigrinum gegn Svartfellingum. Hann sagði aðstæður og leikinn sjálfan hafa verið hræðilegan. Ísland vann leikinn með mörkum frá Orra Óskarssyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni á síðustu tuttugu mínútum leiksins. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigurinn. Örugglega alveg hræðilegt að horfa á þetta. Ekki skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta var algjört basl. Langir boltar og bara fight. En svo sýndum við gæði þarna frammi í tvö skipti. Tvö góð mörk. Héldum hreinu. Svo ég er sáttur við þetta,“ sagði Guðlaugur Victor. „Þetta var bara lélegur fótboltaleikur og liðið sem vildi þetta aðeins meira myndi vinna. við gerðum það í kvöld,“ bætti hann við. Íslands bíður núna úrslitaleikur við Wales um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. „Það tókst. Við undirbúum okkur vel og gerum okkur klára í þann leik,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann kom inn á í kvöld eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist, ári eftir að Aron spilaði síðast landsleik. „Já, mjög svekkjandi fyrir Aron. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en hræðilegt fyrir hann, og fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor sem gaf grasvellinum í Niksic lægstu einkunn: „Hann var hræðilegur. Örugglega jafnlélegur og völlurinn sem við áttum að spila á. Þetta voru hræðilegar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Victor en völlur Svartfellinga í Podgorica hafði verið úrskurðaður of lélegur til að hægt væri að spila þar. Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11 Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Körfubolti Fleiri fréttir Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Ísland vann leikinn með mörkum frá Orra Óskarssyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni á síðustu tuttugu mínútum leiksins. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigurinn. Örugglega alveg hræðilegt að horfa á þetta. Ekki skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta var algjört basl. Langir boltar og bara fight. En svo sýndum við gæði þarna frammi í tvö skipti. Tvö góð mörk. Héldum hreinu. Svo ég er sáttur við þetta,“ sagði Guðlaugur Victor. „Þetta var bara lélegur fótboltaleikur og liðið sem vildi þetta aðeins meira myndi vinna. við gerðum það í kvöld,“ bætti hann við. Íslands bíður núna úrslitaleikur við Wales um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. „Það tókst. Við undirbúum okkur vel og gerum okkur klára í þann leik,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann kom inn á í kvöld eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist, ári eftir að Aron spilaði síðast landsleik. „Já, mjög svekkjandi fyrir Aron. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en hræðilegt fyrir hann, og fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor sem gaf grasvellinum í Niksic lægstu einkunn: „Hann var hræðilegur. Örugglega jafnlélegur og völlurinn sem við áttum að spila á. Þetta voru hræðilegar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Victor en völlur Svartfellinga í Podgorica hafði verið úrskurðaður of lélegur til að hægt væri að spila þar. Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11 Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Körfubolti Fleiri fréttir Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11
Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59