„Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2024 19:15 Guðlaugur Victor Pálsson kom inn í vörnina með Sverri Inga Ingasyni snemma leiks í kvöld. Getty/Stefan Ivanovic Guðlaugur Victor Pálsson kom óvænt snemma inn í lið Íslands í kvöld og stóð sig vel í 2-0 sigrinum gegn Svartfellingum. Hann sagði aðstæður og leikinn sjálfan hafa verið hræðilegan. Ísland vann leikinn með mörkum frá Orra Óskarssyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni á síðustu tuttugu mínútum leiksins. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigurinn. Örugglega alveg hræðilegt að horfa á þetta. Ekki skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta var algjört basl. Langir boltar og bara fight. En svo sýndum við gæði þarna frammi í tvö skipti. Tvö góð mörk. Héldum hreinu. Svo ég er sáttur við þetta,“ sagði Guðlaugur Victor. „Þetta var bara lélegur fótboltaleikur og liðið sem vildi þetta aðeins meira myndi vinna. við gerðum það í kvöld,“ bætti hann við. Íslands bíður núna úrslitaleikur við Wales um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. „Það tókst. Við undirbúum okkur vel og gerum okkur klára í þann leik,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann kom inn á í kvöld eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist, ári eftir að Aron spilaði síðast landsleik. „Já, mjög svekkjandi fyrir Aron. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en hræðilegt fyrir hann, og fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor sem gaf grasvellinum í Niksic lægstu einkunn: „Hann var hræðilegur. Örugglega jafnlélegur og völlurinn sem við áttum að spila á. Þetta voru hræðilegar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Victor en völlur Svartfellinga í Podgorica hafði verið úrskurðaður of lélegur til að hægt væri að spila þar. Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11 Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Ísland vann leikinn með mörkum frá Orra Óskarssyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni á síðustu tuttugu mínútum leiksins. „Þetta var kannski ekki fallegasti sigurinn. Örugglega alveg hræðilegt að horfa á þetta. Ekki skemmtilegur fótboltaleikur. Þetta var algjört basl. Langir boltar og bara fight. En svo sýndum við gæði þarna frammi í tvö skipti. Tvö góð mörk. Héldum hreinu. Svo ég er sáttur við þetta,“ sagði Guðlaugur Victor. „Þetta var bara lélegur fótboltaleikur og liðið sem vildi þetta aðeins meira myndi vinna. við gerðum það í kvöld,“ bætti hann við. Íslands bíður núna úrslitaleikur við Wales um 2. sæti riðilsins, sem jafnframt gefur farseðil í umspil um sæti í A-deildinni. „Það tókst. Við undirbúum okkur vel og gerum okkur klára í þann leik,“ sagði Guðlaugur Victor. Hann kom inn á í kvöld eftir rúmlega korters leik, þegar fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson meiddist, ári eftir að Aron spilaði síðast landsleik. „Já, mjög svekkjandi fyrir Aron. Ég veit ekki alveg hvað gerðist en hræðilegt fyrir hann, og fyrir okkur,“ sagði Guðlaugur Victor sem gaf grasvellinum í Niksic lægstu einkunn: „Hann var hræðilegur. Örugglega jafnlélegur og völlurinn sem við áttum að spila á. Þetta voru hræðilegar aðstæður,“ sagði Guðlaugur Victor en völlur Svartfellinga í Podgorica hafði verið úrskurðaður of lélegur til að hægt væri að spila þar. Viðtalið við Guðlaug Victor má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11 Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Fleiri fréttir Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði smá hark“ Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi á bragðið í sigurleiknum gegn Svartfellingum í dag þegar hann skoraði á 74. mínútu. Hann var ánægður með mörkin tvö í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik Íslands. 16. nóvember 2024 19:11
Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Ísland vann 2-0 ytra gegn Svartfjallalandi í næstsíðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Skipting sem var gerð um miðjan seinni hálfleik breytti leiknum. Mikael Egill Ellertsson og Ísak Bergmann Jóhannesson stigu þá inn á völl, annar þeirra lagði síðan upp og hinn skoraði. 16. nóvember 2024 18:59