Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 21:41 Baldur Már Stefánsson hafði verið aðstoðarþjálfari ÍR-liðsins i vetur. Vísir/Anton Brink Baldur Már Stefánsson tók við ÍR-ingum á Ísak Mána Wium eftir sex töp í röð og byrjaði frábærlega í Njarðvík í kvöld. ÍR vann glæsilegan sigur á Njarðvík í Stapaskóla nú í kvöld. Lokatölur 96-101 og fyrsti sigur ÍR á þessu leiktímabili staðreynd. Ísak Máni Wium sem þjálfað hefur ÍR undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í vikunni og það var því Baldur Már Stefánsson sem stýrði liðinu í kvöld en Baldur hafði áður verið aðstoðarþjálfari Ísaks. „Fyrstu viðbrögð eru bara ægileg gleði. Þessi sigur er búinn að vera rosalega langþráður og okkur tókst loksins núna að setja saman heilsteyptan leik. Mér finnst við hafa verið góðir á köflum í vetur en ekki tekist að klára leikina eða í raun bara halda út. Okkur tókst það í kvöld og bara frábær leikur hjá strákunum,“ sagði Baldur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en réðu ekkert við Njarðvíkinga í öðrum leikhluta sem fóru með vænt forskot þegar flautað var til hálfleiks. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Baldur að lykilatriðið hafi einfaldlega verið að halda áfram að gera það sem liðið hafði verið að gera. „Við vorum undir með 14 stigum í hálfleik. Það sem við gerðum var í raun bara að halda áfram því sem við vorum að gera. Okkur tókst að stjórna hraðanum og ákváðum að við ætluðum ekki að bakka og fara að spila þeirra leik. Við viljum spila hraðan bolta, héldum því bara áfram í seinni hálfleik og strákarnir vorum geggjaðir. Ég hékk með sama liðið dálítið lengi inn á og þeir sýndu allir þvílíkan karakter þessir gaurar sem voru inn á og líka þeir sem voru á bekknum,“ sagði Baldur. Í tilkynningu sem ÍR sendi frá sér í vikunni var talað um að Baldur myndi stýra næstu leikjum en ekkert nefnt hvort hann myndi taka við liðinu til frambúðar. En mun Baldur stýra ÍR áfram? „Það er ekkert ákveðið enn þá. Ég stíg bara inn í þennan leik og stjórnin ákveður svo framhaldið. Núna er landsleikjahlé og svo í kjölfarið tekur stjórnin væntanlega ákvörðun,“ sagði Baldur sem stjórn ÍR ætti klárlega að tala við eftir þennan glæsilega sigur í kvöld. Bónus-deild karla ÍR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
ÍR vann glæsilegan sigur á Njarðvík í Stapaskóla nú í kvöld. Lokatölur 96-101 og fyrsti sigur ÍR á þessu leiktímabili staðreynd. Ísak Máni Wium sem þjálfað hefur ÍR undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í vikunni og það var því Baldur Már Stefánsson sem stýrði liðinu í kvöld en Baldur hafði áður verið aðstoðarþjálfari Ísaks. „Fyrstu viðbrögð eru bara ægileg gleði. Þessi sigur er búinn að vera rosalega langþráður og okkur tókst loksins núna að setja saman heilsteyptan leik. Mér finnst við hafa verið góðir á köflum í vetur en ekki tekist að klára leikina eða í raun bara halda út. Okkur tókst það í kvöld og bara frábær leikur hjá strákunum,“ sagði Baldur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en réðu ekkert við Njarðvíkinga í öðrum leikhluta sem fóru með vænt forskot þegar flautað var til hálfleiks. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Baldur að lykilatriðið hafi einfaldlega verið að halda áfram að gera það sem liðið hafði verið að gera. „Við vorum undir með 14 stigum í hálfleik. Það sem við gerðum var í raun bara að halda áfram því sem við vorum að gera. Okkur tókst að stjórna hraðanum og ákváðum að við ætluðum ekki að bakka og fara að spila þeirra leik. Við viljum spila hraðan bolta, héldum því bara áfram í seinni hálfleik og strákarnir vorum geggjaðir. Ég hékk með sama liðið dálítið lengi inn á og þeir sýndu allir þvílíkan karakter þessir gaurar sem voru inn á og líka þeir sem voru á bekknum,“ sagði Baldur. Í tilkynningu sem ÍR sendi frá sér í vikunni var talað um að Baldur myndi stýra næstu leikjum en ekkert nefnt hvort hann myndi taka við liðinu til frambúðar. En mun Baldur stýra ÍR áfram? „Það er ekkert ákveðið enn þá. Ég stíg bara inn í þennan leik og stjórnin ákveður svo framhaldið. Núna er landsleikjahlé og svo í kjölfarið tekur stjórnin væntanlega ákvörðun,“ sagði Baldur sem stjórn ÍR ætti klárlega að tala við eftir þennan glæsilega sigur í kvöld.
Bónus-deild karla ÍR UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira