Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 10:57 Elon Musk hefur sagt að niðurfelling skattaívilnana vegna rafmagnsbílakaupa muni reynast Tesla vel til lengri tíma. AP/Alex Brandon Teymi Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, hefur lagt línurnar að því að binda enda á 7.500 dala skattaívilnun fyrir fólk sem kaupir rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Er það sagt vera liður í umfangsmeiri breytingum á skattkerfi Bandaríkjanna. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða en talið er að breytingin muni koma verulega niður á rafmagnsbílavæðingu í Bandaríkjunum, sem hægt hefur verulega á. Forsvarsmenn Tesla, stærsta rafmagnsbílaframleiðanda Bandaríkjanna, hafa sagst styðja þessar ætlanir en Joe Biden, núverandi forseti, hóf þessar skattaívilnanir. Elon Musk, eigandi Tesla og auðugasti maður heims, sagði í sumar að niðurfelling skattaívilnana myndi koma niður á sölu fyrirtækisins til skamms tíma en hann væri þó hlynntur slíkum aðgerðum. Það væri vegna þess að það myndi koma mun verr niður á samkeppnisaðilum Tesla eins og General Motors og þannig hagnast Tesla til lengri tíma. Musk tók virkan þátt í kosningabaráttu Trumps og er sagður vinna náið með teymi Trumps. Þá hefur Trump gert Musk að sérstökum ráðgjafa sínum um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Í frétt Reuters segir að Tesla hafi selt tæplega helming allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs. Aðrir bandarískir bílaframleiðendur séu þar langt á eftir. Þessi fyrirtæki hafa þó saxað verulega á forskot Tesla á undanförnum árum. Það sést á því að árið 2020 seldi Tesla rúm áttatíu prósent allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja niðurfellingu skattaívilnana þýða að samkeppnisaðilar Tesla eigi erfiðara með að halda í við fyrirtækið til lengri tíma. Mike Murphy, Repúblikani sem stýrir hagsmunahópi rafmagnsbílaframleiðenda, segir í samtali við Reuters að ætlanir teymis Trumps muni koma verulega niður á bandarískum bílaframleiðendum, sem séu ekki bara að berjast við Tesla heldur einnig kínverska framleiðendur sem fá verulegar niðurgreiðslur frá yfirvöldum í Kína og hafa verið að auka markaðshlutdeild sína um heiminn allan. „Trump-liðar eru að sýna að þeir hafa engan áhuga á að hjálpa bandarískum bílaframleiðendum að lifa af hina væntanlegu kínversku innrás,“ sagði Murphy. Bandaríkin Donald Trump Tesla Joe Biden Kína Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum sínum meðal Trump-liða en talið er að breytingin muni koma verulega niður á rafmagnsbílavæðingu í Bandaríkjunum, sem hægt hefur verulega á. Forsvarsmenn Tesla, stærsta rafmagnsbílaframleiðanda Bandaríkjanna, hafa sagst styðja þessar ætlanir en Joe Biden, núverandi forseti, hóf þessar skattaívilnanir. Elon Musk, eigandi Tesla og auðugasti maður heims, sagði í sumar að niðurfelling skattaívilnana myndi koma niður á sölu fyrirtækisins til skamms tíma en hann væri þó hlynntur slíkum aðgerðum. Það væri vegna þess að það myndi koma mun verr niður á samkeppnisaðilum Tesla eins og General Motors og þannig hagnast Tesla til lengri tíma. Musk tók virkan þátt í kosningabaráttu Trumps og er sagður vinna náið með teymi Trumps. Þá hefur Trump gert Musk að sérstökum ráðgjafa sínum um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Í frétt Reuters segir að Tesla hafi selt tæplega helming allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs. Aðrir bandarískir bílaframleiðendur séu þar langt á eftir. Þessi fyrirtæki hafa þó saxað verulega á forskot Tesla á undanförnum árum. Það sést á því að árið 2020 seldi Tesla rúm áttatíu prósent allra rafmagnsbíla í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja niðurfellingu skattaívilnana þýða að samkeppnisaðilar Tesla eigi erfiðara með að halda í við fyrirtækið til lengri tíma. Mike Murphy, Repúblikani sem stýrir hagsmunahópi rafmagnsbílaframleiðenda, segir í samtali við Reuters að ætlanir teymis Trumps muni koma verulega niður á bandarískum bílaframleiðendum, sem séu ekki bara að berjast við Tesla heldur einnig kínverska framleiðendur sem fá verulegar niðurgreiðslur frá yfirvöldum í Kína og hafa verið að auka markaðshlutdeild sína um heiminn allan. „Trump-liðar eru að sýna að þeir hafa engan áhuga á að hjálpa bandarískum bílaframleiðendum að lifa af hina væntanlegu kínversku innrás,“ sagði Murphy.
Bandaríkin Donald Trump Tesla Joe Biden Kína Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira