Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis 14. nóvember 2024 21:40 Heimir Hallgrímsson sést hér stýra sínum mönnum á hliðarlínunni í kvöld. Getty/Ben McShane Írska fótboltalandsliðið vann sinn fyrsta heimasigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í kvöld. Írar unnu þá 1-0 sigur á Finnum í Þjóðadeildinni en leikurinn fór fram í Dublin. Heimir hafði aðeins unnið einn sigur sem þjálfari írska liðsins og það var á útivelli á móti Finnum. Fyrstu tveir heimaleikirnir undir stjórn Heimis höfðu aftur á móti tapast, á móti Englandi og Grikklandi. Nú kom hins vegar fyrsti sigurinn og það var Evan Ferguson sem skoraði sigurmarkið á 45. mínútu. Írarnir höfðu reyndar skorað fyrr í leiknum en mark Sammie Szmodics var dæmt af vegna rangstöðu. Ferguson var hetjan en breyttist næstum því í skúrk þegar hann fékk dæmt á sig víti í seinni hálfleiknum. Dómarinn fór í skjáinn og dæmdi hendi á Ferguson. Joel Pohjanpalo tók vítið en Caoimhin Kelleher varði vítið. Írar eru í þriðja sæti í riðlinum á eftir Englandi og Grikklandi en liðið er með tvo sigra og þrjú töp í fyrstu fimm leikjunum. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands
Írska fótboltalandsliðið vann sinn fyrsta heimasigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í kvöld. Írar unnu þá 1-0 sigur á Finnum í Þjóðadeildinni en leikurinn fór fram í Dublin. Heimir hafði aðeins unnið einn sigur sem þjálfari írska liðsins og það var á útivelli á móti Finnum. Fyrstu tveir heimaleikirnir undir stjórn Heimis höfðu aftur á móti tapast, á móti Englandi og Grikklandi. Nú kom hins vegar fyrsti sigurinn og það var Evan Ferguson sem skoraði sigurmarkið á 45. mínútu. Írarnir höfðu reyndar skorað fyrr í leiknum en mark Sammie Szmodics var dæmt af vegna rangstöðu. Ferguson var hetjan en breyttist næstum því í skúrk þegar hann fékk dæmt á sig víti í seinni hálfleiknum. Dómarinn fór í skjáinn og dæmdi hendi á Ferguson. Joel Pohjanpalo tók vítið en Caoimhin Kelleher varði vítið. Írar eru í þriðja sæti í riðlinum á eftir Englandi og Grikklandi en liðið er með tvo sigra og þrjú töp í fyrstu fimm leikjunum.