Í tilkynningu Alvotech til Kauphallar vegna fjárhagsuppgjörs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024. Þar segir að heildartekjur á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 300 milljónir dala frá sama tímabili árið 2023, í 339 milljónir dala, þar af hafi tekjur verið 103 milljónir dala á þriðja ársfjórðungi.
Tekjur af vörusölu á fyrstu níu mánuðum ársins hafi meira en fjórfaldast frá sama tímabili í fyrra, í 128 milljónir dala, en þar af hafi tekjur á þriðja ársfjórðungi verið 62 milljónir dala
Áfangagreiðslur og aðrar tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 203 milljónir dala samanborið við sama tímabil árið 2023, í 211 milljónir dala, en þar af hafi tekjur á þriðja ársfjórðungi verið 41 milljón dala. Aðlöguð EBITDA framlegð á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið 87 milljónir dala, en hún hafi verið neikvæð um 225 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Aðlöguð EBITDA framlegð á þriðja fjórðungi hafi verið 23 milljónir dala.