Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 14:54 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt. IHF Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir því hafa fylgt jákvæður hausverkur að velja hópinn sem fer á Evrópumótið í Austurríki síðar í þessum mánuði. Lilja Ágústsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru meðal þeirra sem ekki verða með á mótinu að þessu sinni. Sandra varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt, og Lilja var yngsti leikmaður HM-hópsins. Lilja meiddist hins vegar í landsliðsverkefni í lok september og Sandra eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Þrátt fyrir að vera komin aftur af stað með sínu félagsliði, og að hafa verið valin í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina við Pólland á dögunum, þá fer Sandra ekki á EM. „Lilja er búin að vera hjá okkur í vinstra horninu í nokkur ár. Hún því miður meiddist í verkefninu í septemberlok og hefur lítið spilað,“ sagði Arnar á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Við kölluðum Söndru inn í síðasta verkefni til að tékka á stöðunni. Hún leit mjög vel út og er á réttri leið en við hefðum hugsanlega þurft 1-2 mánuði í viðbót. Það eru ekki nema rétt um fjórir mánuðir síðan að Martin Leo kom í heiminn,“ sagði Arnar. Átján manna hópinn hans má sjá í fréttinni hér að neðan. „Þetta var hausverkur og það eru þarna leikmenn sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir með,“ sagði Arnar á blaðamannafundinum en nánari viðbrögð frá honum birtast á Vísi síðar í dag. Arnar segir það hafa verið markmiðið síðustu fjögur ár að spila á EM í ár, en þar að auki fékk Ísland svo sæti á HM fyrir ári síðan og stelpurnar okkar mæta því reynslunni ríkari á sitt annað stórmót í röð. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga á Íslandi á mánudaginn og æfir hér í þrjá daga. Á fimmtudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til Sviss og spilað við heimakonur í vináttulandsleikjum, föstudaginn 22. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Þriðjudaginn 26. nóvember ferðast íslenska liðið svo til Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur á EM er gegn Hollandi 29. nóvember. Liðið mætir svo Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Lilja Ágústsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru meðal þeirra sem ekki verða með á mótinu að þessu sinni. Sandra varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt, og Lilja var yngsti leikmaður HM-hópsins. Lilja meiddist hins vegar í landsliðsverkefni í lok september og Sandra eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Þrátt fyrir að vera komin aftur af stað með sínu félagsliði, og að hafa verið valin í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina við Pólland á dögunum, þá fer Sandra ekki á EM. „Lilja er búin að vera hjá okkur í vinstra horninu í nokkur ár. Hún því miður meiddist í verkefninu í septemberlok og hefur lítið spilað,“ sagði Arnar á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Við kölluðum Söndru inn í síðasta verkefni til að tékka á stöðunni. Hún leit mjög vel út og er á réttri leið en við hefðum hugsanlega þurft 1-2 mánuði í viðbót. Það eru ekki nema rétt um fjórir mánuðir síðan að Martin Leo kom í heiminn,“ sagði Arnar. Átján manna hópinn hans má sjá í fréttinni hér að neðan. „Þetta var hausverkur og það eru þarna leikmenn sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir með,“ sagði Arnar á blaðamannafundinum en nánari viðbrögð frá honum birtast á Vísi síðar í dag. Arnar segir það hafa verið markmiðið síðustu fjögur ár að spila á EM í ár, en þar að auki fékk Ísland svo sæti á HM fyrir ári síðan og stelpurnar okkar mæta því reynslunni ríkari á sitt annað stórmót í röð. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga á Íslandi á mánudaginn og æfir hér í þrjá daga. Á fimmtudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til Sviss og spilað við heimakonur í vináttulandsleikjum, föstudaginn 22. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Þriðjudaginn 26. nóvember ferðast íslenska liðið svo til Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur á EM er gegn Hollandi 29. nóvember. Liðið mætir svo Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30