Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 13:03 Martin Hermannsson á ferðinni í leiknum við Tyrkland í febrúar. Getty/Arife Karakum Craig Pedersen hefur valið sextán leikmenn í íslenska landsliðið í körfubolta fyrir leikina tvo við Ítalíu í undankeppni EM, 22. og 25. nóvember. Liðið þarf að spjara sig án Martins Hermannssonar sem er meiddur. Martin átti drjúgan þátt í sigrinum frækna gegn Ítölum í febrúar 2022, í framlengdum leik í Ólafssal. Núna er hann hins vegar meiddur í hásin og verður ekki með í þessum erfiðu leikjum. Ísland er jafnframt án Kristófers Acox vegna meiðsla og þá eru þeir Tómas Valur Þrastarson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson ekki með, eftir að hafa verið valdir í sextán manna hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, í febrúar síðastliðnum. Bjarni Guðmann og Frank Aron í hópnum Í þeirra stað koma Bjarni Guðmann Jónsson og Frank Aron Booker, og þeir Haukur Helgi Pálsson og Kári Jónsson sem ekki gátu verið með í febrúar. Þá hefur orðið breyting á þjálfarateyminu en Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar er nú til aðstoðar í stað Pavels Ermolinskij, ásamt Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara Stjörnunnar. Ísland vann Ungverjaland í febrúar og tapaði svo afar naumlega á útivelli gegn Tyrklandi. Ítalía hefur unnið báða leiki sína til þessa. Fyrri leikurinn gegn Ítalíu er í Laugardalshöll föstudaginn 22. nóvember kl. 19.30, og sá seinni í Reggio Emilia mánudaginn 25. nóvember klukkan 18.30. Íslenski landsliðshópurinn: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 70 leikir Frank Aron Booker – Valur – 4 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir Hjálmar Stefánsson – Valur – 22 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 32 leikir Kári Jónsson – Valur – 32 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir Sigurður Pétursson – Keflavík – 3 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 16 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 65 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Aþena | Meistararnir taka á móti ólseigum nýliðum Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Sjá meira
Martin átti drjúgan þátt í sigrinum frækna gegn Ítölum í febrúar 2022, í framlengdum leik í Ólafssal. Núna er hann hins vegar meiddur í hásin og verður ekki með í þessum erfiðu leikjum. Ísland er jafnframt án Kristófers Acox vegna meiðsla og þá eru þeir Tómas Valur Þrastarson og Ragnar Ágúst Nathanaelsson ekki með, eftir að hafa verið valdir í sextán manna hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppninni, í febrúar síðastliðnum. Bjarni Guðmann og Frank Aron í hópnum Í þeirra stað koma Bjarni Guðmann Jónsson og Frank Aron Booker, og þeir Haukur Helgi Pálsson og Kári Jónsson sem ekki gátu verið með í febrúar. Þá hefur orðið breyting á þjálfarateyminu en Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar er nú til aðstoðar í stað Pavels Ermolinskij, ásamt Baldri Þór Ragnarssyni þjálfara Stjörnunnar. Ísland vann Ungverjaland í febrúar og tapaði svo afar naumlega á útivelli gegn Tyrklandi. Ítalía hefur unnið báða leiki sína til þessa. Fyrri leikurinn gegn Ítalíu er í Laugardalshöll föstudaginn 22. nóvember kl. 19.30, og sá seinni í Reggio Emilia mánudaginn 25. nóvember klukkan 18.30. Íslenski landsliðshópurinn: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 1 leikur Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 70 leikir Frank Aron Booker – Valur – 4 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 74 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 16 leikir Hjálmar Stefánsson – Valur – 22 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 32 leikir Kári Jónsson – Valur – 32 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 33 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 7 leikir Sigurður Pétursson – Keflavík – 3 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 33 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 16 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 65 leikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 87 leikir Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Aþena | Meistararnir taka á móti ólseigum nýliðum Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Sjá meira