Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 11:20 Donald Trump og Marco Rubio voru lengi andstæðingar en það hefur breyst á undanförnum árum. Nú er Trump sagður vilja Rubio sem utanríkisráðherra. AP/Evan Vucci Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Trump ætlaði að fá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann frá Flórída, til að verða utanríkisráðherra sinn. Um tíma kom Rubio til greina sem varaforsetaefni Trumps, samkvæmt frétt New York Times. Trump er ekki búinn að taka lokaákvörðun en Rubio þykir líklegur til að fá embættið. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2010 og er þekktur fyrir harða afstöðu sína gagnvart ríkjum eins og Íran, Kína, Venesúela og Kúbu. Rubio hefur einnig sagt að Úkraínumenn geti ekki búist við að ná öllu sínu landsvæði til baka frá Rússum og hefur greitt atkvæði gegn hernaðaraðstoð við Úkraínu. Michael Waltz, þingmaður, verður þjóðaröryggisráðgjafi Trumps.AP/Ted Shaffrey Þá tilkynnti Trump í gær að Michael Waltz, þingmaður frá Flórída, yrði þjóðaröryggisráðgjafi hans. Waltz er fyrrverandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum og starfaði á árum áður fyrir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Fyrr í gær hafði Trump tilkynnt að þingkonan Elise Stefanik yrði sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum og að Tom Homan yrði svokallaður „landamærakeisari“. Trump tilkynnti eina skipun til viðbótar í gær þegar hann opinberaði að Lee Zeldin, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeildinni frá New York, myndi leiða Umhverfisstofnun Bandaríkjanna í ríkisstjórn hans. Búist er við því að Trump muni skera verulega niður hjá stofnuninni og fækka reglugerðum verulega, eins og hann hefur sagst ætla að gera. Er þar um að ræða reglugerðir sem ætlað er að sporna gegn veðurfarsbreytingum og ýta undir notkun rafmagnsbíla. Lee Zeldin mun leiða Umhverfisstofnun Bandaríkjanna.AP/Matt Rourke Í tilkynningu sinni varðandi Zeldin sagði Trump að með því að fella niður reglulgerðir um umhverfisvernd yrðu bandarísk fyrirtæki frelsuð úr fjötrum hins opinbera og á sama tíma myndi Zeldin tryggja að Bandaríkjamenn gætu státað sig af hreinasta vatni og lofti heimsins. Þá hefur Trump einnig tilkynnt að Stephen Miller mun vera sérstakur ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, eða aðstoðarstarfsmannastjóri. Miller hefur lengi starfað fyrir Trump og var ráðgjafi hans í fyrstu forsetatíð hans og er hann þekktur fyrir harða afstöðu sína gegn innflytjendum. Stephen Miller, verður sérstakur ráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu.AP/Matt Rourke Minnkar lítinn meirihluta enn frekar Búist er við því að Repúblikanar muni ná mjög tæpum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þá stefnir í að Trump ætli að fá að minnsta kosti tvo þingmenn í ríkisstjórn sína, sem mun væntanlega gera Mike Johnson, leiðtoga þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, töluvert erfiðara að koma frumvörpum í gegnum þingið fyrstu daga þess. Halda þarf sérstakar kosningar í kjördæmum bæði Stefanik og Waltz, til að fylla sæti þeirra á nýjan leik. Johnson mun þó líklega fá mikla hjálp frá Trump, sem talinn er ætla að þrýsta verulega á þingmenn til að greiða atkvæði í takt við áherslur hans. Á fyrsta kjörtímabili hans deildi Trump reglulega við fólk í ríkisstjórn hans og reyndu margir að komast hjá því að framfylgja skipunum hans og hugdettum. John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri hans, hefur lýst Trump sem fasista, aðrir úr ríkisstjórn hans hafa sagt hann heimskan og svo má lengi telja. Fjölmargir sem sátu í fyrstu ríkisstjórn Trumps lýstu því yfir fyrir kosningarnar að hann væri óhæfur til að vera forseti aftur. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Þá hefur Trump gagnrýnt þessa menn harðlega og jafnvel lagt til að Mark Milley, fyrrverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Að þessu sinni virðist Trump leggja mun meiri áherslu á að umkringja sig fólki sem hann veit að er honum hliðhollt og er líklegt til að framfylgja skipunum hans án mótmæla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Íranskur karlmaður hefur ákærður fyrir tengsl hans við meint ráðabrugg um að ráða Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, af dögum. Hann segir íranska byltingarvörðinn hafa verið að baki ráðabrugginu. 9. nóvember 2024 10:10 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Trump ætlaði að fá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann frá Flórída, til að verða utanríkisráðherra sinn. Um tíma kom Rubio til greina sem varaforsetaefni Trumps, samkvæmt frétt New York Times. Trump er ekki búinn að taka lokaákvörðun en Rubio þykir líklegur til að fá embættið. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 2010 og er þekktur fyrir harða afstöðu sína gagnvart ríkjum eins og Íran, Kína, Venesúela og Kúbu. Rubio hefur einnig sagt að Úkraínumenn geti ekki búist við að ná öllu sínu landsvæði til baka frá Rússum og hefur greitt atkvæði gegn hernaðaraðstoð við Úkraínu. Michael Waltz, þingmaður, verður þjóðaröryggisráðgjafi Trumps.AP/Ted Shaffrey Þá tilkynnti Trump í gær að Michael Waltz, þingmaður frá Flórída, yrði þjóðaröryggisráðgjafi hans. Waltz er fyrrverandi sérsveitarmaður í bandaríska hernum og starfaði á árum áður fyrir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Fyrr í gær hafði Trump tilkynnt að þingkonan Elise Stefanik yrði sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum og að Tom Homan yrði svokallaður „landamærakeisari“. Trump tilkynnti eina skipun til viðbótar í gær þegar hann opinberaði að Lee Zeldin, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeildinni frá New York, myndi leiða Umhverfisstofnun Bandaríkjanna í ríkisstjórn hans. Búist er við því að Trump muni skera verulega niður hjá stofnuninni og fækka reglugerðum verulega, eins og hann hefur sagst ætla að gera. Er þar um að ræða reglugerðir sem ætlað er að sporna gegn veðurfarsbreytingum og ýta undir notkun rafmagnsbíla. Lee Zeldin mun leiða Umhverfisstofnun Bandaríkjanna.AP/Matt Rourke Í tilkynningu sinni varðandi Zeldin sagði Trump að með því að fella niður reglulgerðir um umhverfisvernd yrðu bandarísk fyrirtæki frelsuð úr fjötrum hins opinbera og á sama tíma myndi Zeldin tryggja að Bandaríkjamenn gætu státað sig af hreinasta vatni og lofti heimsins. Þá hefur Trump einnig tilkynnt að Stephen Miller mun vera sérstakur ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, eða aðstoðarstarfsmannastjóri. Miller hefur lengi starfað fyrir Trump og var ráðgjafi hans í fyrstu forsetatíð hans og er hann þekktur fyrir harða afstöðu sína gegn innflytjendum. Stephen Miller, verður sérstakur ráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu.AP/Matt Rourke Minnkar lítinn meirihluta enn frekar Búist er við því að Repúblikanar muni ná mjög tæpum meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þá stefnir í að Trump ætli að fá að minnsta kosti tvo þingmenn í ríkisstjórn sína, sem mun væntanlega gera Mike Johnson, leiðtoga þingflokks Repúblikana í fulltrúadeildinni, töluvert erfiðara að koma frumvörpum í gegnum þingið fyrstu daga þess. Halda þarf sérstakar kosningar í kjördæmum bæði Stefanik og Waltz, til að fylla sæti þeirra á nýjan leik. Johnson mun þó líklega fá mikla hjálp frá Trump, sem talinn er ætla að þrýsta verulega á þingmenn til að greiða atkvæði í takt við áherslur hans. Á fyrsta kjörtímabili hans deildi Trump reglulega við fólk í ríkisstjórn hans og reyndu margir að komast hjá því að framfylgja skipunum hans og hugdettum. John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri hans, hefur lýst Trump sem fasista, aðrir úr ríkisstjórn hans hafa sagt hann heimskan og svo má lengi telja. Fjölmargir sem sátu í fyrstu ríkisstjórn Trumps lýstu því yfir fyrir kosningarnar að hann væri óhæfur til að vera forseti aftur. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Þá hefur Trump gagnrýnt þessa menn harðlega og jafnvel lagt til að Mark Milley, fyrrverandi formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, ætti að vera tekinn af lífi fyrir landráð. Að þessu sinni virðist Trump leggja mun meiri áherslu á að umkringja sig fólki sem hann veit að er honum hliðhollt og er líklegt til að framfylgja skipunum hans án mótmæla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Íranskur karlmaður hefur ákærður fyrir tengsl hans við meint ráðabrugg um að ráða Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, af dögum. Hann segir íranska byltingarvörðinn hafa verið að baki ráðabrugginu. 9. nóvember 2024 10:10 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44
Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Íranskur karlmaður hefur ákærður fyrir tengsl hans við meint ráðabrugg um að ráða Donald Trump, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, af dögum. Hann segir íranska byltingarvörðinn hafa verið að baki ráðabrugginu. 9. nóvember 2024 10:10