Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller, Elín Anna Baldursdóttir og Sævar Már Gústavsson skrifa 12. nóvember 2024 10:16 Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun