Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 22:02 Alma Möller var skipuð landlæknir árið 2018 og var hluti af þríeykinu svokallaða í Covid-19-heimsfaraldrinum. Hún telur Ísland hafa heilt yfir komið vel út úr faraldrinum en innviðir hafi kannski ekki verið nægilega sterkir. Vísir/Vilhelm Alma Möller, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, segir það hafa verið nauðsynlegt að fletja kúrfuna í upphafi Covid-faraldurs. Ísland komi vel út í rannsóknum á umframdauðsföllum og sóttvarnaraðgerðir hafi verið síst meiri hérlendis en annars staðar. Rætt var við frambjóðendur þeirra fjögurra flokka sem hafa mælst stærstir í könnunum undanfarið í kosningapallborði fréttastofunnar í dag. Frambjóðendurnir fjórir voru Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Alma Möller, landlæknir í leyfi og oddviti Samfylkingar í Kraganum; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meðal þess sem kom til tals í þættinum voru efnahags- og heilbrigðismál og var Alma sérstaklega spurð út í aðgerðir Íslands í Covid-faraldrinum. Íslendingar komi vel út í rannsóknum Þegar þú lítur yfir farin veg í málaflokknum, er eitthvað sem þú myndir vilja að hefði verið gert öðruvísi? „Við skulum ekki gleyma því að þetta var gríðarlega alvarleg farsótt þegar hún byrjaði, sérstaklega í upphafi. Síðan er það nú eðli slíkra veira að gefa eftir. Við þurftum að fletja kúrfuna þá, annars hefði heilbrigðiskerfið farið undir og fólk farið að látast líka úr kransæðastíflu og botnlangabólgu eins og gerðist í Kína,“ sagði Alma. Staðfest dauðsföll af völdum Covid-19 í heiminum væru, að sögn Ölmu, sjö milljónir en talið að þau væruí raun 27 milljónir. Til samanburðar deyi þrjú til fimm hundruð þúsund þegar Inflúensa gengur. „Þannig það er rangt að þetta hafi verið lítill faraldur. Það er búið að skoða þessi umframdauðsföll, við erum endurtekið í rannsóknum, bæði frá OECD og vísindamönnum, lægst með til dæmis Nýja-Sjálandi. Þannig okkur tókst það mjög vel.“ Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð „Varðandi sóttvarnaraðgerðir þá voru þær síst meiri hérlendis en annnars staðar.“ Þær voru miklu meiri hér en til dæmis í Svíþjóð. „Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri. Þannig ég hvet fólk til að kynna sér þessa vísitölu. Vissulega voru áhrifin á efnahaginn talsverð vegna þess hve ferðamennska er stór hluti af okkar útflutningstekjum, nærri 40 prósent þá. Aftur á móti tókst okkur að örva innlenda starfsemi,“ sagði Alma. Alma sagði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í faraldrinum, til að mynda alltaf hafa haldið því fram að efnahagurinn hafi komið vel út úr faraldrinum. „Að sjálfsögðu bárum við ekki ábyrgð á stjórn efnahagsmála á þessum tíma. Það er furðulegt að halda því fram.“ Innviðir hafi ekki verið nógu sterkir Þú ferð yfir það sem gekk vel. Er eitthvað sem þú hefðir viljað að gengi betur, einhverjar aðgerðir sem hefði ekki átt að fara í og myndir þú styðja að það færi óháð rannsóknarnefnd yfir þennan tíma hér á landi? „Ég styð það alveg. En ég bendi á að það er margt búið að gera,“ sagði Alma og nefndi meðal annars úttektir á áfallstjórnun stjórnvalda og áhrifa á lýðheilsu bæði fullorðinna og barna. „Það er mjög margt til en ef menn vilja skoða það nánar set ég mig ekki á móti því,“ sagði hún. „Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel. Þarna endurspeglast að við vorum kannski ekki með nægilega sterka innviði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og fjölda gjörgæsluplássa þannig það varð að fletja kúrfuna og það tókst,“ bætti hún við. Horfa á má pallborðið í heild sinni hér að neðan og Ölmu Möller ræða aðgerðir í Covid-faraldrinum frá 30. mínútu. Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Rætt var við frambjóðendur þeirra fjögurra flokka sem hafa mælst stærstir í könnunum undanfarið í kosningapallborði fréttastofunnar í dag. Frambjóðendurnir fjórir voru Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra; Alma Möller, landlæknir í leyfi og oddviti Samfylkingar í Kraganum; Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður og Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Meðal þess sem kom til tals í þættinum voru efnahags- og heilbrigðismál og var Alma sérstaklega spurð út í aðgerðir Íslands í Covid-faraldrinum. Íslendingar komi vel út í rannsóknum Þegar þú lítur yfir farin veg í málaflokknum, er eitthvað sem þú myndir vilja að hefði verið gert öðruvísi? „Við skulum ekki gleyma því að þetta var gríðarlega alvarleg farsótt þegar hún byrjaði, sérstaklega í upphafi. Síðan er það nú eðli slíkra veira að gefa eftir. Við þurftum að fletja kúrfuna þá, annars hefði heilbrigðiskerfið farið undir og fólk farið að látast líka úr kransæðastíflu og botnlangabólgu eins og gerðist í Kína,“ sagði Alma. Staðfest dauðsföll af völdum Covid-19 í heiminum væru, að sögn Ölmu, sjö milljónir en talið að þau væruí raun 27 milljónir. Til samanburðar deyi þrjú til fimm hundruð þúsund þegar Inflúensa gengur. „Þannig það er rangt að þetta hafi verið lítill faraldur. Það er búið að skoða þessi umframdauðsföll, við erum endurtekið í rannsóknum, bæði frá OECD og vísindamönnum, lægst með til dæmis Nýja-Sjálandi. Þannig okkur tókst það mjög vel.“ Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð „Varðandi sóttvarnaraðgerðir þá voru þær síst meiri hérlendis en annnars staðar.“ Þær voru miklu meiri hér en til dæmis í Svíþjóð. „Það voru þær aldeilis ekki. Það er til sóttvarnarvísitala og ef eitthvað voru þær minni hér en í Svíþjóð. Við lokuðum skóla minna en flestar þjóðir, við vorum aldrei með útgöngubann eða lokuð landamæri. Þannig ég hvet fólk til að kynna sér þessa vísitölu. Vissulega voru áhrifin á efnahaginn talsverð vegna þess hve ferðamennska er stór hluti af okkar útflutningstekjum, nærri 40 prósent þá. Aftur á móti tókst okkur að örva innlenda starfsemi,“ sagði Alma. Alma sagði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í faraldrinum, til að mynda alltaf hafa haldið því fram að efnahagurinn hafi komið vel út úr faraldrinum. „Að sjálfsögðu bárum við ekki ábyrgð á stjórn efnahagsmála á þessum tíma. Það er furðulegt að halda því fram.“ Innviðir hafi ekki verið nógu sterkir Þú ferð yfir það sem gekk vel. Er eitthvað sem þú hefðir viljað að gengi betur, einhverjar aðgerðir sem hefði ekki átt að fara í og myndir þú styðja að það færi óháð rannsóknarnefnd yfir þennan tíma hér á landi? „Ég styð það alveg. En ég bendi á að það er margt búið að gera,“ sagði Alma og nefndi meðal annars úttektir á áfallstjórnun stjórnvalda og áhrifa á lýðheilsu bæði fullorðinna og barna. „Það er mjög margt til en ef menn vilja skoða það nánar set ég mig ekki á móti því,“ sagði hún. „Heilt yfir held ég að þetta hafi gengið vel. Þarna endurspeglast að við vorum kannski ekki með nægilega sterka innviði eins og varðandi heilbrigðisþjónustu og fjölda gjörgæsluplássa þannig það varð að fletja kúrfuna og það tókst,“ bætti hún við. Horfa á má pallborðið í heild sinni hér að neðan og Ölmu Möller ræða aðgerðir í Covid-faraldrinum frá 30. mínútu.
Pallborðið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira