Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 14:54 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega. Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Í frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda ber tíunda greinin titilinn Heimsóknir og fjölmiðlaviðtöl. Þar var tekið fram að fjölmiðlum væri heimilt að taka viðtal við vistamann með samþykki hans og að gefnu leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var einnig tekið fram að viðeigandi stofnanir og aðilar gætu heimsótt húsakynni brottfararstöðvarinnar að fengnu leyfi. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember var búið að fjarlægja greinina. „Fjölmiðlar, mannúðarsamtök og viðeigandi stofnanir, bæði landsbundnar og alþjóðlegar, munu áfram hafa aðgang að brottfararstöð og geta sinnt hlutverki sínu með skýrum og gagnsæjum hætti. Tilgangur þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu var ekki að takmarka aðgang fjölmiðla eða annarra viðeigandi aðila að brottfararstöð meira en gert var ráð fyrir í upphaflegum drögum að frumvarpi til laga um brottfararstöð sem birt voru í samráðsgátt,“ segir í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Frumvarpinu var því breytt svo í staðinn fyrir að mæla sérstaklega fyrir um heimsóknir, en ekki önnur réttindi einstaklinga, var ákveðið að gefa frekar heimild til að takmarka réttindi vistmanna. „Með þessu er tryggt að lagaramminn sé heildstæður og taki til fleiri réttinda en aðeins heimsókna.“ Því er áttunda greinin í nýrri útgáfunni um réttindi og skyldur vistmanna en sú níunda um takmarkanir á þeim réttindum. Starfsfólki brottfararstöðvarinnar verður heimilt að takmarka og skilyrða réttindi vistmanna þegar það er nauðsynlegt til að viðhalda ró, góðri reglu og öryggi á brottfararstöð eða til að koma í veg fyrir refsiverðan verknað. Reglugerð í höndum ráðherra Í tuttugustu grein frumvarpsins er einnig gert skýrt að ráðherra setji reglugerð um framkvæmd laganna og takmarkanir á réttindum vistmanna. Þá eigi reglugerðin einnig að setja skýrar reglur um hverjir geti heimsótt vistmenn og hvaða skilyrði þeir þurfi að uppfylla. „Í athugasemdum við ákvæðið er sérstaklega tekið fram að reglugerðin skuli útfæra heimsóknarreglur, þar á meðal um hverjir geti heimsótt vistmenn, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla og um heimild til að skilyrða heimsóknir við tiltekin heimsóknarrými eða annan afmarkaðan stað á brottfararstöð,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fær sömuleiðis heimild til að setja reglur um brottfararstöðina en óheimilt er að birta reglurnar opinberlega.
Brottfararstöð fyrir útlendinga Hælisleitendur Landamæri Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira