„Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 22:02 Áslaug Arna og Ragnar Þór tókust á um efnahagsstefnu stjórnvalda á Sprengisandi. vísir/einar/arnar Ragnar Þór Ingólfsson frambjóðandi Flokks fólksins sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að loka augunum fyrir bágri stöðu Íslendinga. Tekist var á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Sprengisandi í dag. Þangað mættu fyrrnefnd Ragnar Þór og Áslaug Arna, auk Björns Levís Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavík suður. Áslaug gat ekki tekið undir þau orð Ragnars Þórs að hér á landi hefði verið rekin efnahagsstefna sem ali á mikilli misskiptingu og aukinni fátækt. Umræðan sem hér er til umfjöllunar hefst eftir 27 mínútur: „Hér hefur verið mjög skýr efnahagsstefna sem hefur komið öllum til góða,“ sagði Áslaug. „Við sjáum að kaupmáttur þess lægst launaða hefur hækkað hvað mest. Við sjáum það mjög skýrlega með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið, hvort sem það eru skattalækkanir eða hvernig haldið er á málum að kaupmáttur þeirra í lægstu hópunum hefur aukist hvað mest.“ Búið sé um hnútana hér á landi að fólk geti haft það betra. „Mér leiðist svo þegar landið okkar er talað svona mikið niður. Ég veit að það þarf að gera margt betur og vaxtastaðan er með þeim hætti að hún er í forgangi núna. En við getum samt ekki haldið einhverju fram algjörlega á skjön við þær staðreyndir sem við horfum á, þegar við horfum á það hvernig við búum um hnútana um alla hópa samfélagsins,“ sagði Áslaug. Kjarabætur rifnar jafnharðan af fólki Ragnar svaraði Áslaugu og sagði ljóst að misskipting væri að aukast gríðarlega. „Mér finnst bara mjög dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir raunverulegri stöðu. Við sjáum til dæmis bara leigumarkaðinn, ef þú ferð inn á myigloo-síðuna og skoðar fyrstu íbúð sem kemur upp: tveggja herbergja íbúð á 370 þúsund. Það er dýrara að leigja tveggja eða þriggja herbergja íbúð heldur en útborguð lágmarkslaun,“ sagði Ragnar og hélt áfram: „Hér er verið að tala um að hér sé allt í besta standi og kaupmáttur hafi aukist á lægstu laun. Auðvitað hefur kaupmáttur aukist en mikið af þeim ávinningi sem við höfum náð í kjarasamningum síðustu ár og kjarabætur sem við höfum náð síðustu ár fyrir fólkið okkar eru rifnar af þeim jafnharðan og meira til af fjármálakerfinu, bönkunum, í formi okurvaxta. Og síðan á leigumarkaðnum þar sem búið er að mynda algjöra skortsstöðu og ekki hefur verið pólitískur vilji, eða pólitískt hugrekki, til að viðurkenna þetta og koma með lausnir eins og við höfum bent á.“ „Það er ekki glansmynd eða að loka augunum fyrir stöðu Íslendinga þegar maður bendir einfaldlega á staðreyndir,“ sagði Áslaug. „Það má alveg tala um þær staðreyndir að við erum með ein hæstu laun í heimi og einn mesta launajöfnuð í heimi. Á sama tíma eru hér margar áskoranir. Ég trúi því að með einfaldara regluverki, með sjálfstæðisstefnunni sem lyftir öllum upp hvar sem þeir eru, að við náum meiri árangri á grundvelli þeirra gilda fyrir hvern sem er,“ sagði Áslaug Arna áður en Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi þurfti að ljúka þeim hluta þáttarins. Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Tekist var á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Sprengisandi í dag. Þangað mættu fyrrnefnd Ragnar Þór og Áslaug Arna, auk Björns Levís Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavík suður. Áslaug gat ekki tekið undir þau orð Ragnars Þórs að hér á landi hefði verið rekin efnahagsstefna sem ali á mikilli misskiptingu og aukinni fátækt. Umræðan sem hér er til umfjöllunar hefst eftir 27 mínútur: „Hér hefur verið mjög skýr efnahagsstefna sem hefur komið öllum til góða,“ sagði Áslaug. „Við sjáum að kaupmáttur þess lægst launaða hefur hækkað hvað mest. Við sjáum það mjög skýrlega með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið, hvort sem það eru skattalækkanir eða hvernig haldið er á málum að kaupmáttur þeirra í lægstu hópunum hefur aukist hvað mest.“ Búið sé um hnútana hér á landi að fólk geti haft það betra. „Mér leiðist svo þegar landið okkar er talað svona mikið niður. Ég veit að það þarf að gera margt betur og vaxtastaðan er með þeim hætti að hún er í forgangi núna. En við getum samt ekki haldið einhverju fram algjörlega á skjön við þær staðreyndir sem við horfum á, þegar við horfum á það hvernig við búum um hnútana um alla hópa samfélagsins,“ sagði Áslaug. Kjarabætur rifnar jafnharðan af fólki Ragnar svaraði Áslaugu og sagði ljóst að misskipting væri að aukast gríðarlega. „Mér finnst bara mjög dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir raunverulegri stöðu. Við sjáum til dæmis bara leigumarkaðinn, ef þú ferð inn á myigloo-síðuna og skoðar fyrstu íbúð sem kemur upp: tveggja herbergja íbúð á 370 þúsund. Það er dýrara að leigja tveggja eða þriggja herbergja íbúð heldur en útborguð lágmarkslaun,“ sagði Ragnar og hélt áfram: „Hér er verið að tala um að hér sé allt í besta standi og kaupmáttur hafi aukist á lægstu laun. Auðvitað hefur kaupmáttur aukist en mikið af þeim ávinningi sem við höfum náð í kjarasamningum síðustu ár og kjarabætur sem við höfum náð síðustu ár fyrir fólkið okkar eru rifnar af þeim jafnharðan og meira til af fjármálakerfinu, bönkunum, í formi okurvaxta. Og síðan á leigumarkaðnum þar sem búið er að mynda algjöra skortsstöðu og ekki hefur verið pólitískur vilji, eða pólitískt hugrekki, til að viðurkenna þetta og koma með lausnir eins og við höfum bent á.“ „Það er ekki glansmynd eða að loka augunum fyrir stöðu Íslendinga þegar maður bendir einfaldlega á staðreyndir,“ sagði Áslaug. „Það má alveg tala um þær staðreyndir að við erum með ein hæstu laun í heimi og einn mesta launajöfnuð í heimi. Á sama tíma eru hér margar áskoranir. Ég trúi því að með einfaldara regluverki, með sjálfstæðisstefnunni sem lyftir öllum upp hvar sem þeir eru, að við náum meiri árangri á grundvelli þeirra gilda fyrir hvern sem er,“ sagði Áslaug Arna áður en Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi þurfti að ljúka þeim hluta þáttarins.
Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira