Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 22:40 Antony Blinken á fundi með forsætisráðherra Katar, Mohammed Bin Al Thani. Báðir hafa leikið stórt hlutverk í tilraunum til að ná samkomulagi um vopnahlé á Gasa-svæðinu. getty Ríkisstjórn Katar hefur tilkynnt Bandaríkjamönnum og Ísraelum að ríkið muni hætta hlutverki sínu sem sáttasemjari í deilu Ísraela og Hamas-samtakanna. Telur ríkisstjórnin að viðræður séu til einskis á meðal aðilar séu ekki í góðri trú. Katar hefur um nokkurt skeið verið einskonar hlutlaust svæði innan Mið-Austurlanda þar sem deiluaðilar hafa reynt að miðla málum, ekki bara milli Ísraela og Hamas, heldur einnig í deilum Bandaríkjamanna, Rússa, Talíbana og Írana. Viðræður hafa farið fram í Katar milli deiluaðila á Gasa-svæðinu en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að viðræður muni ekki hefjast fyrr en aðilar „sýni vilja til að semja“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu reynt að knýja á um það, að Hamas-liðar fengju ekki lengur aðsetur í Doha höfuðborg Katar. Í frétt BBC er því fleygt fram að um lokatilraun Biden-stjórnarinnar, til að ná samkomulagi, sé að ræða. Þónokkrir miðlar greindu frá því að Katarar hefðu samþykkt að láta Hamas-liða loka skrifstofum sínum í Doha. Því hafna aftur á móti bæði Hamas og ríkisstjórn Katar. Þeir hafa hins vegar verið alveg skýrir með það að hlutverki ríkisins sem sáttasemjara sé lokið, í bili. „Katar tilkynnti aðilum fyrir tíu dögum síðan, á meðan síðustu viðræður voru í gangi, að ríkið myndi fresta sínum tilraunum til að miðla málum milli Hamas og Ísraels ef ekki væri hægt að ná samkomulagi,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytis. Hamas-liðar höfnuðu síðasta boði um vopnahlé í október, en samtökin hafa ætíð kallað eftir algjöru fráhvarfi ísraelskra hermanna frá Gasa-svæðinu. Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafna samningum. Nokkrum dögum áður en varnarmálaráðherann Yoav Gallant var rekinn úr starfi sakaði hann forsætisráðherrann Netanjahú um að hafna tilboði þvert á tilmæli öryggisráðgjafa. Átök í Ísrael og Palestínu Katar Ísrael Palestína Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Sjá meira
Katar hefur um nokkurt skeið verið einskonar hlutlaust svæði innan Mið-Austurlanda þar sem deiluaðilar hafa reynt að miðla málum, ekki bara milli Ísraela og Hamas, heldur einnig í deilum Bandaríkjamanna, Rússa, Talíbana og Írana. Viðræður hafa farið fram í Katar milli deiluaðila á Gasa-svæðinu en nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að viðræður muni ekki hefjast fyrr en aðilar „sýni vilja til að semja“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Bandaríkjamenn hefðu reynt að knýja á um það, að Hamas-liðar fengju ekki lengur aðsetur í Doha höfuðborg Katar. Í frétt BBC er því fleygt fram að um lokatilraun Biden-stjórnarinnar, til að ná samkomulagi, sé að ræða. Þónokkrir miðlar greindu frá því að Katarar hefðu samþykkt að láta Hamas-liða loka skrifstofum sínum í Doha. Því hafna aftur á móti bæði Hamas og ríkisstjórn Katar. Þeir hafa hins vegar verið alveg skýrir með það að hlutverki ríkisins sem sáttasemjara sé lokið, í bili. „Katar tilkynnti aðilum fyrir tíu dögum síðan, á meðan síðustu viðræður voru í gangi, að ríkið myndi fresta sínum tilraunum til að miðla málum milli Hamas og Ísraels ef ekki væri hægt að ná samkomulagi,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytis. Hamas-liðar höfnuðu síðasta boði um vopnahlé í október, en samtökin hafa ætíð kallað eftir algjöru fráhvarfi ísraelskra hermanna frá Gasa-svæðinu. Ísraelar hafa einnig verið sakaðir um að hafna samningum. Nokkrum dögum áður en varnarmálaráðherann Yoav Gallant var rekinn úr starfi sakaði hann forsætisráðherrann Netanjahú um að hafna tilboði þvert á tilmæli öryggisráðgjafa.
Átök í Ísrael og Palestínu Katar Ísrael Palestína Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Sjá meira