Fréttir

Grunaður um mann­dráp á Kársnesi

Karlmaður sem er í haldi lögreglu vegna mannsláts á Kársnesi í Kópavogi er grunaður um að hafa drepið mann sem fannst látinn á heimili sínu í bænum þann 30. nóvember. Lögregla óskaði fyrr í dag eftir myndefni sem vegfarendur kunna að búa yfir úr hverfinu föstudaginn 28. nóvember frá 18:00 til miðnættis.

Innlent

Stofnunum fækkar um tuttugu

Um helmingur tillagna frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika, samkvæmt skýrslu vinnuhóps. Ríkisstjórnin lofar 107 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri yfir næstu fimm árin. Flest af því sem kemur fram í tillögunum hefur þegar verið kynnt, en verði af öllum áformum mun stofnunum fækka um tuttugu.

Innlent

Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rúss­lands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla.

Erlent

Auðgaðist ævin­týra­lega á svikum og prettum

Áður en Jeffrey Epstein var sakaður um að hafa brotið á fjölda stúlkna og ungra kvenna um árabil, hafði hann safnað umfangsmiklum auðæfum. Hvernig hann gerði það hefur aldrei verið ljóst en svo virðist sem hann hafi að mestu gert það með svikum og prettum.

Erlent

Skila­boð Vestfirðings til stjórn­valda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón

Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum.

Innlent

Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan

Tveir karlmenn sem handteknir voru í ruslageymslum í fjölbýlishúsi í Túnunum í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags eru góðkunningjar lögreglu. Íbúi í húsinu fann reykjarlykt og áttaði sig í framhaldinu á því að líklega væri um óvelkomna gesti í ruslageymslunni að ræða.

Innlent

Óska eftir mynd­efni frá Kársnesi vegna mannslátsins

Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlsmanns í heimahúsi í Kópavogi í lok nóvember leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem fóru um bifreiðastæði við Kópavogslaug og göturnar Skjólbraut, Borgarholtsbraut, Meðalbraut og Kópavogsbraut föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 18 og til miðnættis.

Innlent

„Gjör­sam­lega sam­fé­lags­lega ó­tækt“ að hafna kröfunni

Það er ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur segir settur varahéraðssaksóknari í málinu. Hún var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og sérstaklega hættulega líkamsárás. Ákæruvaldið benti á að það væru lagaskilyrði fyrir lengri dómi. Lögmaður hálfbróður hennar segir samfélagslega óttækt að kröfu um brottfall erfðaréttar hafi verið vísað frá. Haldið verði áfram með málið.

Innlent

„Grafalvarlegt“ að Ís­land fari gegn vísinda­legri ráð­gjöf

Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi.

Innlent

Faldi töflurnar í nammipoka

Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 2.200 Oxycontin-töflum til Íslands í fyrra. Töflurnar voru faldar í nammipokum.

Innlent

Eldur í Tívolí

Eldur kviknaði í Látbragðsleikhúsinu í Tívólígarðinum í Kaupmannahöfn í morgun. Slökkvilið er á vettvangi en engan hefur sakað. Veitingastaður í Tívolí hefur verið rýmdur.

Erlent

Hjálmar gefur ekki kost á sér

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí.

Innlent

Eyja­menn ó­sáttir við nýbirta samgönguáætlun

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt.

Innlent

Ríkis­stjórnin sendi leið­réttingu inn í beina út­sendingu

Bítinu á Bylgjunni bárust skilaboð frá fulltrúa stjórnarflokkanna sem vildi leiðrétta ummæli viðmælanda. Viðmælandinn hafði velt því fyrir sér hvort það væru samantekin ráð af hálfu formanna stjórnarflokkanna að hrósa hver öðrum í Silfrinu á mánudag. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar þvertók fyrir það.

Innlent

Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Banda­ríkjanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fjölgaði í gær verulega þeim sem mega ekki ferðast til Bandaríkjanna, eða sæta takmörkunum á ferðalögum þangað. Hann bætti tuttugu ríkjum við á lista slíkra ríkja og eru þau nú orðin 39 en ríkisstjórn hans leggur mikið púður í það að draga úr fjölda innflytjenda í Bandaríkjunum, hvort sem þeir dvelja þar með ólöglegum hætti eða ekki.

Erlent

Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna við­vart

Það var nuddari sem gerði dóttur Rob og Michele Reiner viðvart, þegar hún bankaði uppá á heimili þeirra á sunnudaginn en fékk engin viðbrögð. Romy Reiner, 28 ára, kom á vettvang stuttu síðar ásamt vini sínum. Hún fór inn en kom aftur út skömmu síðar, eftir að hafa fundið föður sinn látinn.

Erlent

Segja frekari úr­bóta þörf og vísa meðal annars til PPP

Samráðshópur ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO) hefur lokið athugun sinni gagnvart Íslandi. Fyrsta skýrsla GRECO um Ísland í fimmtu eftirlitslotu var gefin út árið 2018. GRECO lagði fram átján tillögur til að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og hjá löggæsluyfirvöldum. Þrettán hafa nú verið innleiddar, fjórar innleiddar að hluta en ein ekki.

Innlent