Fréttir

Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund

Karlmennirnir fimm sem sviku hundruð milljóna króna út úr Landsbankanum virðast fæstir hafa hugsað glæpinn til enda. En í skamma stund lifðu þeir sem kóngar, léku sér í spilavítum á netinu og keyptu sér flotta bíla.

Innlent

Líf og Dóra í nýjum hlut­verkum út kjör­tíma­bilið

Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, hefur tekið við embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem áður var formaður ráðsins. Á móti hefur Dóra Björt nú tekið við hlutverki formanns borgarráðs sem Líf hefur stýrt síðan núverandi fimm flokka meirihluti tók til starfa í borginni.

Innlent

Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug

Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð.

Innlent

„Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera að taka til eftir óstjórn í ríkisfjármálum á síðustu árum en sérstök umræða um efnahagsmál er í gangi á Alþingi að beiðni Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokks. Guðrún sagði stöðu hagkerfisins erfiða og að atvinnulífið ætti undir högg að sækja.

Innlent

Á­lag rétt­læti ekki mis­tökin sem voru gerð

Ríkislögreglustjóri segist hafa gert mistök að bjóða ekki út verkefni sem Intra sinnti. Embættið taki mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslur til verktaka. Unnið sé að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð til að tryggja gagnsæi og samræmi við opinber innkaup.

Innlent

Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrr­verandi eigin­mann

Ríkissaksóknari segist bera fullt traust til konu sem starfar sem saksóknari hjá embættinu, sem var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum, líkt og greint var frá í Morgunblaði dagsins. Lögmaður konunnar segir heimildamann Morgunblaðsins vera fyrrverandi eiginmann konunnar en þau hafi staðið í hatrammri skilnaðardeilu undanfarin ár.

Innlent

Loka Breið­holts­braut alla helgina

Vegagerðin mun steypa nýja brú yfir Breiðholtsbraut um helgina. Breiðholtsbraut, milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs, verður lokuð fyrir allri umferð á meðan steypuvinnan fer fram til að tryggja öryggi vegfarenda og starfsmanna. Lokað verður frá klukkan 01:00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05:00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Opið verður fyrir neyðarakstur.

Innlent

Blóðugt barn eftir tilefnislausa á­rás í Kringlunni

Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina.

Innlent

Staða sólar hafi mögu­lega truflað sýn öku­mannsins sem lést

Karlmaður á níræðisaldri lést í mars á þessu ári þegar tvær Land Cruiser-bifreiðar lentu saman á Hrunavegi nærri Flúðum í Hrunamannahreppi þegar ökumaður annars bílsins ók inn á rangan vegarhelming. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist alvarlega og var fluttur með þyrlu af slysstað. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar áreksturinn átti sér stað og telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, að öryggisbelti hefðu getað verndað báða ökumenn og dregið úr áverkum þeirra.

Innlent

Belgar kalla saman þjóðar­öryggis­ráð vegna drónaflugs við flug­velli

Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september.

Erlent

Leysa brátt frá skjóðunni um leið­toga Mið­flokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn

Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík gerir ráð fyrir að innan nokkurra vikna verði hulunni svipt af því hverjir verða í efstu sætum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stillt verður upp á lista flokksins í borginni en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið ákveðið hver verður oddviti. Leit að leiðtoga stendur yfir og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi, þar á meðal fyrrverandi lögreglustjóri, fyrrum vararíkissaksóknari og félagsfræðingur.

Innlent

Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár

Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra.

Innlent

Jóhanna ætlar ekki aftur fram

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og oddviti Framsóknar ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Hún greinir frá þessu í aðsendri grein á Vísi.

Innlent

Tor­tryggnir í garð tolla Trumps

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna virðast hafa töluverðar efasemdir um það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið að lögum við beitingu tolla sinna á undanförnum mánuðum. Það er ef marka má spurningar þeirra í dag þegar málsmeðferð um lögmæti tollanna fór fram en þá spurðu margir dómaranna lögmann ríkisstjórnar Trumps gagnrýnna spurninga.

Erlent

Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta.

Innlent

„Mér finnst þetta bara klaufa­skapur“

Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist telja dóm Hæstaréttar gegn Íslenskri erfðagreiningu hafa verið sjálfsagðan. Hann segist ekki erfa málið við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar, það sé nú augljóst að málið hafi verið mistök.

Innlent

Vill að þingið skoði mál Ríkis­endur­skoðanda

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill kanna hvort þingið geti aðhafst í máli Ríkisendurskoðanda. Hann hyggst funda með Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta þingsins vegna málsins.

Innlent