„Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 08:39 Inga Sæland hefur ekkert viljað gefa upp um það hvers vegna Jakob Frímann fékk ekki sæti á lista Flokks fólksins og sagði sig úr flokknum. Vísir Jakob Frímann Magnússon, frambjóðandi Miðflokksins, segir að hafi eitthvað borið í milli í aðdraganda þess að hann sagði sig úr Flokki fólksins, hafi borið í milli hvað varðaði listamannalaun. Hann hafi viljað fjölga listamönnum á launum en ekki þingflokkurinn. Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks. Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þetta sagði Jakob Frímann á kosningafundi um skapandi greinar í Grósku í gær. Þangað mættu frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Í upphafi fundar voru frambjóðendur spurðir hvort flokkur þeirra hefði markað stefnu hvað skapandi greinar varðar. Lentu í rimmu Jakob Frímann var sá sjötti sem tók til máls og hóf mál sitt á að segja það athugavert að tala á eftir Eyjólfi Ármannssyni, frambjóðanda Flokks fólksins. „Nú er kominn tími á M-ið. Það er skringilegt hvernig þetta raðast upp hérna vegna þess að við í F-inu, sem ég tilheyrði lentum í rimmu vegna fjölgunar listamannalauna. Flokkurinn var nú ekki á því, að það ætti að fara að fjölga þessum listamannalaunum. Ég var búinn að berjast fyrir því í fimmtán ár. Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar,“ sagði Jakob Frímann. Kominn í Miðflokkinn Hann sagði skilið við Flokk fólksins eftir að hafa ekki fengið oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar og gekk til liðs við Miðflokkinn, þar sem hann situr í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þeirri spurningu hvort nýir flokksbræður hans deili sýn hans á listamannalaun er ósvarað en flokkurinn hefur boðað mikið aðhald í ríkisfjármálum. Frambjóðendur voru spurðir á fundinum í gær hvort þeir styddu hækkun listamannalauna. Það sögðust allir frambjóðendur gera, fyrir utan Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda Sjálfstæðisflokks.
Flokkur fólksins Listamannalaun Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira